18.1.2023 | 10:58
Rifist um veður og grimmileg kaffihefnd
Nýlega rak ég augun í gífurlegan mun á hitastigi, frostinu sem hefur ríkt svo óralengi, á milli Kópavogs og Akraness. Ég benti systur minni á þessa mjög svo athyglisverðu staðreynd, í raun til að uppfræða hana um fjölbreytileikann sem ríkir, ekki síst á sviði veðurs hér á landinu fagra og ískalda. Ég hefði sennilega ekki tekið eftir þessu ef veðurappið mitt væri ekki stöðugt fast öðrum megin við Fossvogsdalinn, þar sem Hilda systir býr, í stað þess að sýna mér milt og fagurt veðrið á Skaganum. Viðbrögð systur minnar voru ólýsanlega fáránleg. Hún lét eins og ég væri orðin fimm ára og væri að stæra mig af því að það væri hlýrra á Akranesi en í bænum, ég hafði víst eitthvað minnst á færri tonn af snjó hér á Akranesi en ég hafði bætt við sögunni um Skagadrenginn sem fékk fínan sleða í jólagjöf og sleðinn var enn í skúrnum sjö árum seinna, enginn almennilegur snjór. Var ég að monta mig af betri búsetuskilyrðum á Akranesi en í kuldapolli í Kópavogi? Nei, alls ekki.
Þú ert nú meira %&&%%$# nautið, sagði systir mín brjáluð.
Ég er reyndar í ljónsmerkinu, svaraði ég róleg og sýndi talsvert meiri þroska en hún.
Hvað heldur þú að mér sé ekki sama um mun á frosti eftir landshlutum, ormurinn þinn.
Gættu hófs í orðavali, kæra systir, sagði ég til að reyna að sefa óhaminn ofsa systur minnar. Ég get að sjálfsögðu ekkert gert af því þótt það sé mögulega betra að búa á Akranesi, sagði ég og sýndi í fyrsta sinn smávegis grimmd.
SKELLT Á. Nú hefur ekkert samband ríkt í tvo daga. Ég sem var ekki búin að benda henni á að hjá henni væri pottþétt meiri hiti á sumrin sem henni finnst æðislegt en mér alls ekki.
Reiðistraumarnir úr Kópavogi lentu illilega á Himnaríki í gær, grunar mig, þegar kaffivélin (keypt haustið 2017) neitaði að fara í gang. Einhver algjör heppni (innsæi, miðilshæfileikar, hugboð, greind) hafði séð til þess í fyrra því að ég keypti mér ódýra en góða rafmagnskvörn sem hefur bjargað kaffimálum mínum algjörlega. Ég er ekki sérlega tæknisinnuð en hef getað hreinsað kvikindið sómasamlega, nema ég harðneita að taka þátt í því að hreinsa kalk sem er mikil serimónía og hef ekki gert frá upphafi því það er ekkert kalk í íslenska vatninu, rauða ljósið hefur því blikkað í rúm fimm ár án þess að það hafi komið niður á gæðum kaffisins. Virkilega fín kaffivél en út af þessu blikkandi kalk-ljósi ákvað ég samt að kaupa ekki aftur sömu tegund.
Hvað er nú til ráða? Nenni ég pressukönnukaffi? Er Nespressó kannski eina vélin sem ég get keypt og tekið með mér heim í strætó? Kaffið í dökkbláu pökkunum er nú ansi gott. En hver á þá að halda uppi kaupum á kaffirjóma á Íslandi? Með Nespresso yrði það nýmjólk og mínir tveir eða þrír latte á dag. Þvílíkir örlagadagar sem ríkja nú í Himnaríki. Er ég kannski komin til helvítis án þess að skilja það? Ætti ég að bjóða fyrrum grannkonu í heimsókn? Þeirri sem finnur svör við öllu á YouTube? Það myndi gleðja kettina líka.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 8
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 472
- Frá upphafi: 1526441
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 407
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.