Sönn ást

Tommi í baðiTómas eltir mig yfirleitt í bað og situr á brún baðkersins á meðan. 

Held að þessi ljósmynd segi allt sem segja þarf um sanna ást. Svo sýnir hún líka alveg hreint stórglæsilegar tær sem hafa ekki krumpast í gegnum tíðina í kerlingaskóm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Virðulegri kött hef ég sjaldan séð.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.6.2007 kl. 21:07

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skrýtið ... þegar ég tók upp myndavélina þá stóð hann upp og pósaði svona líka virðulega. Hann er venjulega svona kelihnoðri sem liggur um allar trissur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.6.2007 kl. 21:10

3 Smámynd: Hugarfluga

Oooohhh dúllan!! Og þvílíkar dúllutær sem þú ert með, Guðríður!! Fótlaga skór eru málið ... mínar tásur eru líka svona og ég sýni þær stolt anytime!

Hugarfluga, 2.6.2007 kl. 21:32

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já mjög virðulegur og fallegur hann. TÓMAS.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.6.2007 kl. 21:33

5 Smámynd: Ragnheiður

Æj hvað ég er fegin að sjá þessar tásur, hélt að ég væri ein með svona óþvingaðar. Gott að sjá þurran köttinn líka  Pabbi gamli hafði oft með sér martinistaup í baðið. Við áttum svona kött sem alltaf vildi vera með í öllu. Kattarskarnið henti staupi kallsins í baðið þannig að vökvinn fór allur útvortis í það skiptið. Gamli varð rosa illur út í kisann,þetta var síðasta martini gusan sem til var.

Ragnheiður , 2.6.2007 kl. 22:06

6 identicon

Hæ Krútt

Vona að þú hafir það frábært í sumarfríinu. Þegar ég sá tærnar fínu huxaði ég sem svo; Mikið eru þetta fínar tær og þessi köttur er ekkert annað er súpermódel. Er með svipaðar tær, enda búin að vera í tréklossum og fótlagaskóm frá fæðingu.

Takk fyrir Boldingið-er svakalega hneyksluð á henni Brook, veit ekki hvort ég á að gera henni til geðs að fylgjast með lengur... en verð auðvitað að vita hvar þetta endar allt saman, þ.e.a.s. ef vitleysan tekur einhverntíman enda.

kikka (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 22:24

7 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Glæsilegar tær og kötturinn algjör dúlla...eða var það öfugt? hmm

Brynja Hjaltadóttir, 2.6.2007 kl. 22:38

8 identicon

Gurrí - mér finnst þú hafa æðislegar tær, mjög kyssilegar!! (já, nú gretta sig einhverjir ... )

Kötturinn er algjör dúlla, mjög virðulegur jú og kann á myndavélina ...

... sem fær mig til að hugsa um eitt: hvað varstu að gera með myndavél í baðinu?

Ég veit ég veit, maður er með gemsann sinn hjá sér og hann er með myndavél - ég er bara að stríða þér. En mikið rosalega langar mig til að fara í bað núna ... ég er bara með sturtu sko. Mun fara í bað í Akurgerðinni eftir 1. ágúst.

Tásuknús og kossar til þín, sæta dúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 22:41

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Tommi og tærnar. Glæsilegt alltsaman!  - Tommi minnir á köttinn (kærastann) í myndbandinu með Björk (lagið heitir eitthvað "... of the hearth")... hefurðu séð það?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.6.2007 kl. 23:14

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Himnesk mynd. Simbi myndi detta, en hann sefur líka í vaskinum í staðinn.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.6.2007 kl. 23:51

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tommi dettur aldrei, hann fer svo varlega. Ég ákvað að taka myndavélina með að þessu sinni, mér finnst svo fyndið að köttur elti mann í bað ... þótt hann sé vatnshræddur. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.6.2007 kl. 00:06

12 identicon

ég er líka með svona Andrésar-andar tær og mjög hress með það.

Fallegur köttur líka!

saran (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 01:06

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

ANDRÉSAR ANDAR TÆR???? Hnuss, þetta er sönn tásufegurð! Svæðanuddarar elska mig ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.6.2007 kl. 01:19

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef það er ekki Geiri þá ert það þú.  Ferlega veður klám uppi þessa dagana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2007 kl. 02:31

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ahhh, Guðmundur, alltaf kemur þú og bjargar deginum. Fer ekki að koma að Skagaferð hjá þér?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.6.2007 kl. 03:08

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Verð heima báða dagana, enn í fríi! Láttu mig bara vita, ekki vil ég vera úti í búð þegar þú kemur. Meilið mitt er gurri@mi.is

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.6.2007 kl. 03:24

17 Smámynd: Ólafur fannberg

bið að heilsa Tomma

Ólafur fannberg, 3.6.2007 kl. 10:00

18 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Já, tærnar eru sko virðulegar, og ekki er Tómas neitt krumpaður, mikið ertu nú heppin, og myndin er sko flott

Bertha Sigmundsdóttir, 3.6.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband