17.3.2023 | 13:51
Heilaþvottur í íslenskukennslu ... múahahaha
Síðasti kennsludagur var í dag eftir að hafa varið fjórum vikum með dásamlegum einstaklingum sem mér tókst að heilaþvo - sagði þeim að íslenska væri nú frekar auðveld miðað við svo mörg tungumál. Þau tóku miklum framförum í kjölfarið.
Dásamlegur hópur sem samanstóð af fólki frá Úkraínu, Sýrlandi, Súdan og Venesúela (ekki alveg allir á myndinni). Húmoristar og gæðablóð upp til hópa. Mikið vildi ég að yfirvöld stigju stundum niður á plan til okkar hinna og sæju hvers konar dýrgripi við fáum hingað til lands - oft með algjörum naumindum ... ef þau eru til dæmis ekki í réttum lit er meiri hætta á höfnun, virðist vera. Þau eru næstum öll að byrja í vinnu á næstunni svo ég gat með naumindum haldið þeim út námskeiðið ... Það fjölgar alltaf þeim sem mögulega kaupa sér bíl og aumka sig yfir gamla "kennarann" og skutla henni heim í hálku næsta vetur. Jess.
Þetta var óhefðbundinn dagur á námskeiðinu, smávegis upprifjun fyrir kaffi, þau voru með allt á hreinu, auðvitað, og svo leyfði ég þeim að horfa á fyrsta þáttinn af Brot (1/8 - á RÚV.is, kannski halda þau áfram heima. Ég var auðvitað búin að steingleyma djúsí kynlífssenu í upphafi fyrsta þáttarins. Stunurnar heyrðust þó illa fyrir Úps, ææ, afsakið, afsakið, afsakið, sko, gulur bíll! í mér sem var viljandi til að draga úr dónaskapnum en blóðug og hrottaleg morð tóku sem betur fer við eftir smástund, sjúkk.
Þau skildu glettilega mikið (íslenskur texta á) og þeim fannst ofboðslega sætar konur í löggunni (a.m.k. í íslenskum lögguþáttum). Ég sýndi þeim líka hluta af einum þætti af Landanum en þegar kom að kynfræðslu í grunnskóla í Vestur-Húnavatnssýslu, slökkti tepran ég og ætlaði að setja Ófærð á en fékk bara upp veðurfréttir við leit ... sá síðan Brot og minnti að þeir hefðu verið spennandi en ... kannski hefði kynlífsfræðslan verið skárri ... Þegar var svo sem bara skyndihugdetta hjá mér að sýna þeim íslenskt sjónvarpsefni. Þau fengu að hlusta á Kaleo, Bubba, Bríeti og fleiri (jú, pínku Skálmöld en líklega bara andlegur úkraínskur tvíburabróðir minn í tónlist kunni að meta það).
Ég gat frætt þau á því að allar konur á Íslandi væru mjög fallegar, ekki bara íslenskar leikkonur í glæpaþáttum. Ég benti á mig því til sönnunar og allir kinkuðu kolli samþykkjandi. Já, meirihluti nemenda hjá mér var karlkyns að þessu sinni. Í fyrstu kveið ég fyrir því - eftir allan geggjaða kvennafansinn í fyrra og í þeirri skemmtilegu stemningu sem ríkti hjá okkur stelpunum. En svo rifjaðist upp fyrir mér að ég kann virkilega vel við karlmenn svo ég tók gleði mína aftur.
Í kaffipásunni í dag skildi ég ekkert hvað hafði orðið um Úkraínukarlana mína þrjá, ég sem hafði keypt íslenskt sælgæti (hraunbita og tilbúið mix: bland í poka) og Hver-dásemdirnar á þriðju hæð í gamla Landsbankahúsinu voru búnar að hella upp á. Birtust svo ekki gaurarnir og það með blómvönd handa leiðbeinandanum. Það gladdi mig mjög mikið og ... Mjög, mjög til eftirbreytni, möluðu kettirnir í Himnaríki sem glöddust yfir litríku kattagrasinu ... sem endaði niðri á palli í bili eftir ítrekaðar árásir þeirra á vöndinn.
Hér ofar er mynd með flestum á námskeiðinu og allir samþykktu að mætti birtast opinberlega. Einn Úkraínugaurinn er með algjörlega sama tónlistasmekk og ég, spurning hreinlega um að ættleiða hann. Við gátum talað um rapp og rokk á íslensku ... líka ögn eldra rokk - Metallica og Scorpions og þar sem hann var mættur svo snemma gátum við hlustað á Still loving you þar til klukkan sló níu. Mikið á ég eftir að sakna þeirra allra.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 4
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 468
- Frá upphafi: 1526437
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 403
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.