21.6.2023 | 15:13
Kirkjukaffi, útgáfa bókar og sum refsiglöð húsfélög
Sautjándi júní fór fram með hefðbundnu sniði hér á Akranesi og að vanda var kirkjukaffið langflottasti viðburðurinn. Guðrún von Kópavogur kom í heimsókn og snæddi gómsætar tertur með okkur þar. Hitti þarna margt frábært fólk að vanda, enda einn helsti viðburður samkvæmislífs sumarsins, ef frá er talið Norðurálsmótið (um komandi helgi) og Írskir dagar (næstu helgi á eftir). Þarna var m.a. hann Þorvaldur, stundum kenndur við Albaníu, sem var með systur sinni og móður. Það urðu fagnaðarfundir, eins og venjulega. Valda hef ég þekkt lengi, hann aðstoðaði mig við að skrifa mikilvæga ræðu snemma á níunda áratug síðustu aldar. Hann leikstýrði Hlaupvídd sex, þar sem ég vann auðvitað leiksigur (afsakið þingeyskuna) sem Áslaug, eina konan sem ekki var í Kananum og fleira og fleira. Ég sá líka fallega barnabarnið hennar Guðfinnu og náði að þakka Ástu Salbjörgu innilega fyrir að hafa komið svörtum örvæntingarfullum ketti til bjargar með því að halda honum hjá sér og kalla til Villiketti á Vesturlandi. Sá svarti reyndist vera frá Hafnarfirði og hafði verið týndur í þrjá mánuði - hvernig hann komst á Skagann er ráðgáta.
Mynd, eða það gerðist ekki, fékk ég að heyra í einni áskoruninni um að birta mynd af nýju viftunni, bestu vinkonu minni þegar úti er heitt. Hún er í gangi núna, óbærilegar tíu, ellefu gráður hérna við suðurgluggann. Ef myndin prentast vel má sjá Reykjavík á milli viftunnar og lampans.
Auðvitað var ég ekkert búin að gleyma öllu sem gerðist frá þarsíðasta bloggi og til bloggsins í gær, eins og ég bullaði þar, mikill stórviðburður átti sér stað í Eymundsson í Smáralind fyrr í þessum mánuði. Þá kom út bók sem við skrifuðum saman, við Margrét Blöndal, sú dásemdarkona sem ég kynntist árið 1986 þegar við unnum báðar á Rás 2. Bókin segir sögu ellefu innflytjenda, virkilega magnaðar sögur. Bókin er á góðri siglingu sem gleður mikið. Síðast þegar ég gáði var hún í sjöunda sæti af öllum bókum og í öðru sæti í sínum flokki. Þarna er m.a. viðtal við konu frá Úkraínu sem hefði eflaust aldrei komið hingað nema vegna stríðsins, kom ólétt með tveggja ára barn, læknir sem vinnur nú við aðhlynningu og líkar það vel, að sögn. Ótrúleg sagan hennar og líka aukasagan í henni, um Úkraínumanninn fyrir norðan sem fær mig til að halda að Akureyringar séu besta fólk í heimi. Dásamlegur dansari frá Kúbu, Grímuverðlaunahafi, sem er alveg jafnheillaður af veðrinu og landslaginu og pólska bankakonan sem ákvað að flytja hingað eftir að hafa komið í stutta heimsókn til Íslands, það eina sem hún gat sett út hér á voru erfiðleikarnir við að finna út hvar og hvernig hún gæti lært íslensku. Og lyfjafræðingurinn frá Makedóníu sem elti ástina hingað, lærði hjúkrun við HA og hefur verið að gera ansi góða hluti í heimabæ sínum. Konan frá Bosníu sem var ellefu ára þegar Júgóslavíustríðið skall á og lífið fór á hvolf ... hámenntuð og dýrmæt fyrir Ísland eins og svo margir nýir Íslendingar sem flytja hingað og leggja svo mikið af mörkum. Það var frábært að vinna með svona skemmtilegu fagfólki sem kom að þessari bók (Magga og Drápufólk taki til sín) og kynnast þeim viðmælendunum sem ég var svo heppin að fá í minn hlut.
Ég sá umræðu á Facebook í gær um sérstaka vinnudaga í fjölbýlishúsum þar sem þess er krafist að ALLIR mæti ... annars eru lagðar sektir á, fimm til tuttugu þúsund kr. á þá sem voga sér að vera veikir, fatlaðir, bakveikir, keyptu sér blokkaríbúð af því að þeir hata garðvinnu, er í útlöndum (eða latir sem ættu það helst skilið) ... og svo framvegis. Við höfum haft svona vinnudag hér í himnaríkishúsinu (ekki árlega þó) en hér ríkja engar öfgar. Held að við höfum langflest mætt, það var svo sem enginn að telja. Þetta var ekki haldið eldsnemma á laugardagsmorgni, heldur klukkan ellefu, minnir mig. Það er sko glaða úthverfa, hressa og garðyrkjuelskandi fólkið sem skipuleggur svona daga, held ég, sem geta verið algjör pína fyrir glaða, innhverfa liðið sem er ekki hrifið af hatar garðyrkju, þar er ég. En hví að refsa? Væri ekki betra upp á móralinn í húsinu að auglýsa svona dag og hvetja fólk til að mæta en það geti sleppt því ef það borgi t.d. fimm þúsund krónur eða útvegi manneskju fyrir sig. Það er auðvitað fúlt að þetta bitni alltaf á sama duglega, hressa fólkinu en það er refsigleðin sem virkar illa á flesta. Mér myndi finnast fínt að hafa val, borga eða mæta, en myndi mæta af því að það er svo gaman - þótt ég hati alla garðvinnu. Ég hótaði því síðast að ef ég væri að drepast í bakinu, eins og kemur fyrir, myndi ég baka vöfflur ofan í liðið í staðinn fyrir að koma út. Sýndist á svipnum á fólkinu þegar ég mætti að það hefði frekar viljað bakverk og vöfflur.
Ef ég flyt einhvern tímann í aðra blokk (as if) mun ég tékka vel á svona siðum áður en ég kaupi. Það eru margar blokkir hér á Akranesi en ein er víst alræmd fyrir boð og bönn, það má bókstaflega ekkert, börn mega ekki einu sinni leika sér úti á lóðinni, skilst mér. Vona samt að þetta sé ýkjusaga. Það skiptir eflaust máli hvernig stjórnin er skipuð, hvort þetta eru herptir handavinnupokar eða venjulegt fólk. Held að næsti vinnudagur hér verði þegar Bjargey man eftir að kalla á mig og við förum saman í að þrífa ruslatunnurnar með háþrýstislöngunni hans Vals ... ef Valur verður þá ekki búinn að því sjálfur ...
Vinkona mín sem missti heilsuna eftir mygluhrylling, bjó í svona reglublokk í Kópavogi og fékk einmitt væna sekt fyrir skróp á útivinnudegi, reikning sem beið hennar þegar hún kom heim eftir dvöl á Reykjalundi eða Heilsuhælinu í Hveragerði. Hún hafði engan til að mæta fyrir sig.
En ... ég get auðvitað ekki lagt dóm á öll húsfélög og veit ekki um alla mislötu íbúana, ég er vissulega heppin með mína blokk og vinkona mín óheppin með sína fyrrum blokk, en sama hvernig íbúar eru innréttaðir held ég að valið sé alltaf betri kostur en refsingin.
Myndin hér að ofan var tekin af mér á síðasta vinnudegi húsfélagsins, þar sem ég var að setja allt í excel, skipta verkum, alveg niður í hver myndi nenna að taka til niðri á Langasandi, hver vildi skúra þyrlupallinn, mála bílastæðið bleikt (það var 19. júní þennan dag). Þetta var algjört púl og þegar ég var við það að klára ... var ofvirka liðið mitt búið með tiltektina á lóðinni og allir komnir inn. Ég fékk sáralítið, nánast ekkert þakklæti fyrir vinnuframlag mitt!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 9
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 473
- Frá upphafi: 1526442
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 408
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ekki rukka þá sem ekki nenna, borga þeim sem mæta, þá verður þetta fullskipað 😉
SG (IP-tala skráð) 21.6.2023 kl. 18:22
Ójá, það er mesta snilldin. :)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.6.2023 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.