29.7.2023 | 20:12
Bjargvætturinn á gangstéttinni
Fáránlega mikill spenningur ríkti fyrir gærdeginum (á miðnætti þegar sá 28. gekk í garð) þegar fimmta bókin um Sjö systur kom út á Storytel. Ávanabindandi ævintýrasögur, er ágæt lýsing á þeim. Bækurnar fjalla um sex ungar konur (hver sú sjöunda er kemur mögulega í ljós í þeirri síðustu) sem voru ungar ættleiddar af forríkum eldri manni og þegar hann deyr fara þær að leita uppruna síns með hjálp vísbendinga frá pabbanum.
Það tekur rétt tæpan sólarhring að hlusta á þessa nýjustu í einni beit, eða 22 klst. og 15 mín. Með því að stilla á ögn meiri hraða, eða 1,2, tók það mig rúma 18 tíma. Og jú, ég er búin með hana. Margrét Örnólfsdóttir er þrusugóður lesari.
Get alveg mælt með þessum bókum en það tók mig samt tíma að nenna að byrja á þeim ... en svo var engin leið að hætta. Nú sé ég pínulítið eftir því að hafa ekki beðið þar til þær væru allar komnar á Storytel. Ég ligg sannarlega ekki uppi í sófa og hlusta, eins og einhver letipúki, heldur nýti ég dáleiðsluvímuna sem ég kemst í til að gera húsverk, brjóta saman þvott sem kemst innan tíu mínútna alla leið inn í skáp (sem er einsdæmi á flestum heimilum). Því var svolítið fúlt að vera svona slæm í bakinu (mjög svo skánandi samt) og geta nánast ekkert gert nema hlustað, á hitapoka, í íbúfenvímu. Nánast. En ég viðurkenni að eftir að Storytel fór í fulla notkun hér í himnaríki fer ég ósmekklega snemma upp í rúm á kvöldin. Stundum um níu (ég horfi aldrei á sjónvarp) ... þótt ég sofni jafnvel ekki fyrr en vel eftir miðnætti. Mest spennandi bækurnar geta haldið til þrjú en þá píni ég mig til að fara að sofa.
Það getur alveg verið kvalafullt að hlusta á sumar sögur, jafnvel þótt þær séu skemmtilegar. Um daginn þjáðist ég í marga klukkutíma undir bók þar sem ein aðalsöguhetjan Declan (Dekklan) var kallaður díKlann með áherslu á k-ið og Leicester Square (lester skver) var kallað Lei-sest-er skver sem á ekki að gera. Þarna var sitthvað fleira en þetta var langsamlega verst. Að öðru leyti mjög fínn lesari. Innihald bókarinnar, söguþráðurinn, rómantíkin, kossarnir og daðrið, hélt mér við efnið, en ef ég hefði til dæmis ákveðið að drekka sopa af vodka í kók í hvert skipti sem framburður væri rangur, væri ég komin í meðferð.
Nýlega stóð Hinsegin Vesturland fyrir gleðigöngu á Akranesi (Hinsegin dögum) og alveg rosalega margir sem mættu til að fagna fjölbreytileikanum. Ég þakka mér eiginlega fyrir að gleðigangan skyldi hafa komist alla leið niður á Akratorg! Sem betur fer stóð ég rétt hjá umferðarkeilunum sem stoppuðu umferð óviðkomandi bifreiða þessa leið (hálfa Kirkjubrautina) rétt á meðan gangan fór þar. Hroðaleg skipulagsmistök, hugsaði ég greindarlega en samt beisk út í hommana fyrir að stela afmælisdeginum mínum (12. ágúst), þegar ég sá að gangan nálgaðist og gatan enn lokuð! Það yrði að gera eitthvað í þessu ef ekki ætti að beyglast löggubíll. Ég horfði á hitt fólkið sem stóð þarna en það virtist vera ómeðvitað um að allt stefndi í óefni. Ég var hugrökk en samt svolítið óttaslegin þegar ég rauk út á götu í fimm skrefum og tók keiluna næst mér (sjá vettvangsmyndir) og það beint fyrir framan lögreglubílinn fremst. Hetja hinum megin götunnar tók hinar keilurnar. Það er eins gott að þið standið með mér ef ég verð handtekin, sagði ég við fólkið í kring ... enda enginn lögbrjótur fram að þessu. Jú, jú, vott ever, sagði liðið, ekkert stressað. Bæði gaman og yfirþyrmandi að vera bjargvættur fyrstu gleðigöngunnar á Akranesi. Hefði gangan neyðst til að beygja niður Merkigerðið til vinstri,hefði hún lent í lokunum á Suðurgötu og bara alls konar veseni. Borgaraleg skylda mín, segi ég, en þó hefur hvarflað að mér að ég hafi stolið heiðrinum frá löggunni í löggubílnum. Alla vega ætla ég að láta lítið fara fyrir mér á næstunni, ekki gaman að enda sem góðkunningi ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 9
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 473
- Frá upphafi: 1526442
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 408
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.