1.8.2023 | 20:14
Nafli alheimsins fundinn
Höfuðborgin var heimsótt í dag (eiginlega í gærkvöldi og gist), stráksi átti erindi og ég fylgdi með. Hilda hirðbílstjóri fór með okkur um víðan völl og við heimsóttum meðal annars álfa og svo nokkrar verslanir, einn dýralækni (sjúkrafæði fyrir Kela) og eitt kaffihús sem er með opið lengur en flest, jesssss (Te og kaffi í Garðabæ).
Sár skortur hefur til dæmis verið að myndast í Himnaríki á þurrkaraklútum sem sjá til þess að þvotturinn í þurrkaranum komi út þurr og rafmagnslaus. Eru ekki allir löngu hættir að nota mýkingarefni til að afrafmagna? Held að klútarnir séu skárri valkostur en það.
Costco bauð upp á sítrónukökuna góðu en það var Kostur sem átti þurrkaraklúta, ekki þessa góðu frá Kirkland (sjá mynd) en frábær og sérlega hjálpleg starfskona í Kosti benti okkur á öðruvísi klúta í litlum pökkum. Hún sagði líka snjallt að nota klútana í skó til að varna lykt ... og Hilda fékk glampa í augun, enda með fótboltastrák, svo hún keypti pakka.
Áður en við skutluðum stráksa rétt eftir hádegið prófuðum við ítalska samlokustaðinn (Cibo Amore) í Hamraborg og það er ekkert skrítið að þau þurfi oftast að loka fyrr á daginn af því að allt klárast nánast jafnóðum. Hamraborgin er eiginlega nafli alheimsins, ég væri til í að búa í íbúð þarna fyrir ofan ... ekki of mikill gróður, heldur dásamleg pöddulaus steinsteypa með flottri þjónustu allt um kring. Þar er dýralæknir, veitingastaðir, tannlæknir, blómabúð, kaffihús, matvöruverslun ... svo fátt eitt sé talið. Mér skilst reyndar að það eigi að fara að byggja þarna fyrir aftan svo það gætu orðið læti. Spurning um að vera þá með enn háværari músík ... já, ef ég flyt suður kæmi Hamraborg vel til greina. Ekki verra að hafa stóra strætóstöð rétt hjá, já, og Gerðarsafn er þarna líka, og bókasafn. OG EKKI MÁ GLEYMA KATALÍNU!
Ég hef stundum hugleitt hvort ég sé jafnvel að breytast í Hildu systur (ekki leiðum að líkjast). Ég er hætt að vera fréttasjúk, held ég hafi örmagnast eftir að hafa þurft að fylgjast grimmt með bæði jarðskjálftum og eldgosum, fyrir utan Covid-fréttir síðustu árin, en tók það skrefinu lengra en hún og nenni ekki að horfa á neitt nema eldgos í sjónvarpinu. Eins og hún hlusta ég orðið mikið á hljóðbækur en eitt er mjög ólíkt með okkur ... ég hef nokkuð betri kaffismekk en hún, finnst mér, (Espresso Roma vs Neskaffi). Svo finnst mér mikið ábyrgðarleysi að hafa slökkt á símanum á nóttunni sem hún ráðleggur mér reglulega eftir að ég kvarta yfir bíbbi úr gemsanum sem vekur mig stöku sinnum.
Mér tókst af mikilli snilld um árið að ná öllum bling-hljóðum úr gemsanum mínum nema því sem segir mér að einhver sem ég gæti mögulega þekkt (en geri nánast aldrei) sé á Instagram. Ég fæ svakaleg óhljóð í hvert skipti sem Insta lætur mig vita og einnig þegar frægir leikarar úr Hollywood byrja að fylgja mér ... eins og t.d. Keanu Reeves. Ég er líka með Elon Musk sem fylgjanda og einnig annan Elon Musk.
Ég veit því miður að það er ekki bara fegurð mín sem lokkar þessa stórhuggulegu fylgjendur að mér, heldur einhver svipur sem fær sumt fólk til að reyna að netsvindla á mér, frelsa mig til ofsatrúar eða dónast eitthvað og halda að Instagram sé stefnumótasíða. Stundum finnst mér eins og skrifað sé á ennið á mér: Bjáni, auðvelt að plata! Hef fengið frið frá indverskum ungum mönnum á snappinu eftir að heill veitingastaður ytra reyndi við mig um árið (íslensk, kannski ljóshærð og til í tuskið?) og ég tók smáspjall í beinni (í mynd) þar sem ég stóð og beið pirruð eftir strætó hérna á Garðabrautinni, með lífsreynslulínur og allt á andlitinu, ekki ljóshærð og ekki til í neitt. Þeim fannst þetta ógeðslega fyndið (og mér reyndar líka þótt ég léki mig hneykslaða og benti á að snappið væri ekki Tinder).
Hér í Himnaríki er mikill viftuhvinur. Ein vifta í eldhúsinu, önnur stór á ganginum, þriðja í stofunni og fjórða í svefnherberginu mínu. Hvar er norðanáttin svala þegar þörf er á henni? Til í að fá hana bara seint á kvöldin og til morguns til að styggja ekki vini og vandamenn ... dæs.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 10
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 474
- Frá upphafi: 1526443
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 409
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.