Hin mistökin ...

Á hvíta tímabilinuUndirbúningur afmælisins þann tólfta var bæði langur og strangur og þótt ég hafi ekki minnst á það sem fór úrskeiðis, vita bloggvinir mínir svo sem um rafræna boðsbréfið á Facebook, hópinn góða sem var ekki svo góður, fólk er enn að boða sig eða afboða. 

 

Allt var að sjálfsögðu óaðfinnanlegt varðandi veitingarnar, fínasta súperkaffi, geggjað gos og tertur, en það er ekki nóg, ég vil hafa bókstaflega allt fullkomið, allt í umhverfinu líka. Vel þurrkað af, rétta lyktin, tískulitir, markverðar bækur í hillum og borðum, ögrandi listaverk og rétta útsýnið (í fyrra sáu gestir eldgos í grennd, í ár var það sjávarútsýni). Myndin hér að ofan var tekin á hvíta tímabilinu eitt árið, þá var líka sjávarútsýni.

Já, ég var bara með allt það besta sem peningar fá keypt og gúglþekking getur fundið, eins og til dæmis mjúkan og þægilegn klósettpappír! Eftir ýmsar rannsóknir, ég hætti mér meira að segja á YouTube í fimm mínútur, tókst mér að finna tíu bestu tegundir salernispappírs sem völ er á í heiminum og hér á landi, fullkominn pappír fyrir fínu tilvonandi bossana. Ég bað þekkta smekkkonu að velja fyrir mig á milli þessara tíu, sem varð til þess, átta mánuðum síðar, að ég pantaði Lambi-pappírinn í heimsendingu, og fleiri afmælisnauðsynjar í leiðinni. Þetta kom svo allt daginn fyrir afmælið frá vissri ónefndri uppáhaldsbúð, þar sem ég hef ætíð fengið fullkomna þjónustu ... Hér fara mál nú samt að æsast.

 

Lambi-pappírAð morgni afmælisdagsins, áður en hirðsystir mín og æðsti krúttmoli, kom akandi með stóran hluta veitinganna sem ég hafði látið gullhúða í höfuðborginni (allt það besta, munið), lagði ég lokahönd á Himnaríki. Mér sást reyndar bara yfir smávegis af hreinum þvotti sem ég hreinlega gleymdi þar til kl. 14.57 sem var í fínu lagi því afmælið byrjaði ekki fyrr en kl. 16. Ég var staðin að verki af gömlum strætóvini, lögfræðingi en samt ágætum, sem hélt svo ótrúlega ranglega að afmælið hæfist kl. 15 og kom að mér berhandleggjaðri að ganga frá fatnaði í skúffur, sjá afmælisbloggið. Vissulega áfall fyrir hann og hefði svo sem verið fyrir alla aðra sem álíta mig fullkomna en undantekningin sannaði regluna í þessu tilfelli. Gleymskugaldur var það eina sem dugði á hann, ásamt gífurlegum hita sem bræddi nýlegar minningar úr heila flestra gestanna. Næstheitasti dagur ársins. Næsta verk var síðan að setja splunkunýjan rúllu af hefðarsalernispappírnum á réttan stað.

Ég handlék pakkann af virðingu, það var mynd af undurfallegu lambi framan á sem kom mér í sannkallað afmælisskap. Ég dró fyrstu rúlluna úr pakkanaum og mér til skelfingar var hún þríbreið! HVERSU FEIT HALDA ÞAU EIGINLEGA AÐ ÉG SÉ? hugsaði ég bálreið.

Korteri seinna hafði ég róast og þegar ég las á pakkann sá ég að þetta var aldeilis ekki salernispappír fyrir breiðvaxna, heldur eldhúsrúllur, mjúkar og voða góðar, þetta höfðu bara verið mistök hjá búðinni svo ég fór með pakkann fram í eldhús. Ég var orðin hipp og kúl þegar ég hringdi í búðina og talaði yfir hausamótunum á öðrum kaupmannssyninum sem grét svo mikið að ég fyrirgaf þetta í hvelli. Kveinin í honum hljómuðu undarlega, eiginlega svipað því og þegar ég emjaði nýlega af hlátri yfir bók Auðar Haralds, Baneitruðu sambandi á Njálsgötunni, sem sjokkeraði stráksa, en ég vissi þó að þetta var ekki hlátur, hann hefði aldrei vogað sér.

Ég tók upp símann aftur og hviss, bang, Hilda mætti með klósettpappír, meira að segja frá Costco, og ekkert neyðarástand myndaðist. Nú þarf ég bara að láta laga oggulítið vesen á gúmmí-sílikon?kanti í sturtuklefanum og þá verður hægt að vera með sturtuferðir fyrir gestina. Ég þarf að bjóða svo miklu betur en keppinautar mínir (fiskidagar, gleðiganga, KK, dráttarvélar og fleira) þegar afmælið ber upp á laugardegi. Þigg allar góðar hugmyndir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 181
  • Sl. sólarhring: 275
  • Sl. viku: 1723
  • Frá upphafi: 1460656

Annað

  • Innlit í dag: 167
  • Innlit sl. viku: 1391
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 163

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband