24.8.2023 | 18:20
Kaja kvödd og hætturnar utandyra
Hádeginu var vel varið hjá Kaju sem er verslun og kaffihús og ... hætti rekstri í dag sem er sorglegt. Framleiðir áfram hollustu og dásemdir sem verða til sölu í góðum búðum. Ég væri mun hollari og mögulega orðin vegan ef væri ekki svona mikið af þess konar mat með hnetum, möndlum, döðlum og rúsínum. Þetta síðasta, d og r, er mögulega matvendni en hitt tengist ofnæmi. Lífið er of stutt til að borða vondan mat svo ... jamm. Get reyndar borðað marsipan (úr möndlum) en alls ekki neitt með möndlumjöli, því miður, svo t.d. sykurlausu eftirréttirnir frá Kristu Ketó eru ekki borðanlegir af mér, botninn á ostakökunum. Þannig að ég held bara áfram að vera frekar holl með Eldum rétt.
Fór með Helgu Olivers sem ég kynntist hjá Rauða krossinum í matarklúbbnum góða, og hún þekkti bókstaflega alla á staðnum. Hún vildi sitja við borð úti. Ég er ótrúlega sveigjanleg og þrátt fyrir hroðalegan hita og fleira ógnvekjandi samþykkti ég það, vantar ekki alltaf D-vítamín í okkur landsmenn? Á 32. sekúndu byrjaði ég að svitna, enda skein sólin fast á mig án nokkurrar miskunnar og markísan hlífði ekkert. Helga sá aumur á mér og þegar inn var komið og við sestar þar, viðurkenndi ég varfærnislega fyrir henni að nú væru aldeilis uppgrip hjá geðillum geitungum, eða sá árstími. Vegna ofurhitans úti og mögulegrar árásar væri ég sérlega fegin því að vera inni. Hún hló og sagðist alltaf sitja úti sjálf og hefði aldrei séð geitung. Hmmmm, einmitt.
Við fengum okkur ristað súrdeigsbrauð með avókadó og drukkum latte með, hálfan snúð hvor í eftirmat. Spjölluðum af kappi. Stóri gólfsíði glugginn við hlið okkar (reyndar dyr sem eru ekki í notkun) var galopinn og hinum megin við hann, sem sagt úti, sátu tvær ungar konur sem létu sólina ekki angra sig. Skyndilega upphófust skrækir og síðan kapphlaup upp á líf og dauða við ... haldið ykkur ... geitung í árásarhug. Hann hafði áhuga á vellyktandi veitingum þeirra en hefði pottþétt ekki hikað við að stinga þær í úrillsku sinni. Fyrir nokkrum árum hefði ég fært mig talsvert fjær, ég var hættulega nálægt, en nú horfði ég áhugasöm á flóttann sem heppnaðist farsællega og hugumstóra afgreiðslumanninn sem aðstoðaði við að bjarga veitingum ungu kvennanna inn. Sá grimmi varð eftir úti, hefur eflaust séð annað fórnarlamb í sólinni því hann reyndi ekki að elta konurnar. Mögulega sá hann Moggann þarna á einu borðinu og veit sennilega að upprúlluð dagblöð geta verið bráðdrepandi.
Stráksi kom og hitti okkur fljótlega eftir hádegi þegar skólinn var búinn og þá drifum við okkur í besta banka í heimi, Íslandsbanka á Akranesi. Eftir að hann varð 18 ára hefur kerfið komið fram við hann eins og alla aðra fullorðna einstaklinga þar sem ekki er svigrúm fyrir neitt á borð við fötlun ... svo rafræn skilríki, væni minn, eða þú færð ekki Heilsuveru eða aðgang að einu eða neinu, þú færð lögfræðihótanir vegna reikninga sem bárust þér ekki því þeir enduðu í rafrænu svartholi. Elsku frábæri bankinn hans bretti bara upp ermar og reddaði málum, breytti stöðu hans mjög til hins betra í tilverunni, hann er alsæll. Hvernig starfsfólkið þarna kemst í peysur á morgnana fyrir vængjum, skil ég ekki. Við fórum líka í Omnis (símar, raftæki og fleira) og drengurinn gaf sjálfum sér fínustu heyrnartól í afmælis- og jólagjöf. Hann gat ekki hugsað sér að bíða til jóla og fá mig til að gefa sér í jólagjöf. Í Omnis hefur tækniblómálfurinn ég fengið mikla aðstoð þegar ég þarf (Davíð frændi harðneitar að flytja á Skagann) við hluti sem ég þarf bara að kunna á nokkurra ára fresti (eins og að skipta um síma) og fullur skilningur ríkir á því. Það er rosalega gott að búa hér á Skaganum, þótt nú sé bara eitt kaffihús eftir, Kallabakarí, sem opnar snemma og lokar snemma, eins og víða í borginni, þar sem verið er að ýta manni út í óreglu (bara barir eru opnir). En sums staðar, eins og á Kaffibarnum, alla vega í gamla daga þegar við hittumst alltaf vinkonurnar eftir vinnu á föstudögum, var hægt að fá súpergott kaffi. Best að tékka á Útgerðinni (bar á Akranesi). Það er ágætt kaffi á Galito (veitingastað) og líka á Vitakaffi hinu nýja (íþróttabar og matsölustaður, á móti Gamla Kaupfélaginu).
Hjá Kaju hittum við Bjössa Lú, Bowie-veggsmálara með svo miklu meiru, og eðlilega barst talið að kaffi. Hann kaupir súpergóðar baunir (m.a. hjá Valeria í Grundarfirði) og brennir þær sjálfur ... app kemur við sögu! Við Helga voru heillaðar. Jenna, konan hans, hefur skrifað heilmikið, var áður viðskiptablaðamaður í London eða New York áður en hún flutti hingað, og skrifaði m.a. bókina sem er fremst á mynd nr. 2, æðisleg bók fyrir erlenda ferðamenn. Frá vinstri: Karen, eða Kaja sjálf, Jenna og Bjössi.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 10
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 474
- Frá upphafi: 1526443
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 409
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.