3.12.2023 | 14:08
Húsfreyjugleði, strætósögur og kökuuppskrift
Óreglan er að verða algjör á þessu heimili. Ég vaknaði um áttaleytið í morgun (á sunnudegi!!!). Reyndar eftir níu tíma svefn. Dormaði að sjálfsögðu áfram með kött fast upp við bakið á mér. Krummi (miðköttur) tók upp á þeim svefnvenjum fyrir tæpu ári, hann er 12 og hálfs. Ég vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera, í myrkri og í raun dagurinn ekki hafinn - þá dormar maður.
Þegar ég tók strætó heim á sunnudaginn fyrir viku (aldrei aftur klukkan 17.30 Akureyrarferðin) var vagninn troðfullur. Ég settist næstum aftast hjá öðrum villingi, pólskum manni sem býr á Hvammstanga. Hann fékk vinnu þar sem kokkur hjá Sjávarborg, geggjuðum matsölustað við sjóinn. Ég sagði þetta skemmtilega tilviljun, þar sem ég þekki fjölda fólks í 530 ... og ekkert smávegis frábært fólk, hann væri sannarlega heppinn með stað. Ég fann að ég þurfti ekkert að segja honum það. Nú bíður hann spenntur eftir almennilegum vetri og ég lofaði honum að hann fengi alveg örugglega meira en hálfs sentímetra háa snjóskafla eins og algengt er á Akranesi. Þannig að ég mun plata systur mína enn einu sinni að koma við á Hvammstanga (þarf ekki að pína hana) og snæða eins og eina góða máltíð hjá Davíd von Pólland.
Mynd 1: Ég svipaðist um eftir bjöllu, þar sem ég sat í fremsta sæti fyrir aftan afturdyrnar. Kannski yrði stráksi að standa upp til að ýta þegar við nálguðumst Garðabraut. Það var ekki fyrr en maðurinn sem sat í sætinu fyrir framan mig, hinum megin við ganginn hringdi bjöllunni við hnéð á mér að ég sá að ég sat á besta stað. Heklaði trefillinn sem grillir í er að sjálfsögðu eftir mig, allt of langur nema í frosti til að vefja fjórum sinnum um hálsinn. Hann er úr plötulopa og mjög hlýr.
Smávegis bras var með greiðslu í strætó þegar ég fór í bæinn á föstudaginn, þannig séð, ég sagði bílstjóranum að drengurinn greiddi hálft gjald en ég fullt. Það hefði orðið sorglegur misskilningur í fyrrasumar sem nánast endaði með ofbeldi þegar ungi pólski bílstjórinn lét mig borga hálft gjald, hann sá ekki muninn á tæplega 64 ára konu og 67 ára með elliafslátt. Elsku bílstjórinn, þessi í fyrradag, er frá Úkraínu og bara í afleysingum, sagði þetta hræðilegt, svona gerðu bílstjórar ekki. Hann heitir Slava og hefur ekið mikið um bæði Noreg og Svíþjóð á trukkum. Hann sagði frábært að keyra hér, miklu minni vetur hér á suðvesturhorninu en hann ætti að venjast ... en eitt nýtt hefði bæst við hér - eða rokið. Oft þyrfti hann að ríghalda í stýrið (Hafnarfjall, Kjalarnes) til að haldast á veginum. Svo ók strætó út á veg 51 áleiðis að göngunum og við hættum að spjalla. Synd að hann verði bara í mánuð, eini ungi maðurinn á leið 57 sem hefur vit á aldri kvenna. Nema þessi frá Litháen, hann virðir okkur ætíð vandlega fyrir sér og stimplar inn rétt fargjald. Annaðhvort aldursglöggur eða farinn að þekkja okkur stráksa. Ef ekki væri fyrir frábæru bílstjórana myndi ég heimta nýja Akraborg. Ég sakna hennar svo mikið.
Mynd 2 tók ég á hárgreiðslustofunni þegar ég fór í klippingu um daginn. Húsfreyjan (jólablað) lá frammi og ég laumaðist til að taka mynd af einni uppáhaldsuppskriftinni (sem ég á nú samt einhvers staðar). Anna Júlía (hármeistari minn) sagði blaðið fullt af gömlu góðu uppskriftunum svo sennilega leita ég blaðið uppi og kaupi. Mjög sniðug hugmynd að mjög svo eigulegu blaði.
Gestirnir eru á leiðinni, þá þarf að hætta bloggeríi, klæða sig eftir sturtuna og finna eitthvað gott til að bjóða þeim. Hefði átt að fara á fætur þegar ég vaknaði, þá hefði ég getað bakað, ég er idjót. Ég á reyndar alls konar sælgæti sem ég keypti á jólamarkaðnum í gær, get alveg eins boðið upp á það í stað þess að lauma því með í jólapakka sem ég ætlaði að gera - það er hvort eð er allt morandi í sælgæti yfir jólin.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 27
- Sl. sólarhring: 103
- Sl. viku: 665
- Frá upphafi: 1525558
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 592
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.