9.12.2023 | 18:34
Spælandi símtal og gleðirík bæjarferð
Síminn hringdi, ahh, Hilda, hugsaði ég glöð og svaraði.
Halló!
Er þetta Gleymríður, eldgamla risastórasystir mín? sagði kuldaleg rödd, gemsinn hrímaði. Ég hló hátt en gat ekki leynt pirringi mínum. Í dag eru tvö ár á milli okkar systra en eftir níu daga verður bara eitt ár (frá 12. ágúst til 18. des. ár hvert er líf mitt algjört helvíti þegar kemur að aldursfordómum litlu systur).
Hringdir þú bara til að særa mig svöðusári svona rétt fyrir jól? spurði ég. Rödd mín titraði. Djöfull skal ég gefa henni hallærislega jólagjöf. Vatteraður greiðslusloppur kom upp í hugann. Eða bjóða henni kannski með á Skálmaldartónleikana? Það væri ljót hefnd gagnvart konu sem hlustar ekki á rokk.
Nei, en gleymskan í þér er fáránleg, nema þú hafir verið að ljúga að mér fyrir þremur árum, sagði Man-allt-hildur og hélt áfram. Þú fórst í neglur í heimahúsi, ekki fótsnyrtingu, hélt hún ótrauð áfram, ég á ekki að þurfa að muna allt fyrir þig en allar vinkonur mínar á Skaganum hafa hringt og viljað fá númerið hjá þögla fótafræðingnum! Hafa beðið mig að spyrja þig. Þú sagðir mér alla vega að konan sem gerði neglurnar á þér flottar hafi verið fúl af því að þú hafir ekki viljað gel, bara láta snyrta og lakka, en þú hafir farið á snyrtistofu með tærnar og það hafi verið fínt. ERTU VIRKILEGA ORÐIN SVONA RUGLUÐ?
SPEGILL! þrumaði ég. Þarna heyrði ég jólagjöfina mína frá henni lækka í verði og má einnig búast við hnetusteik á minn disk á aðfangadagskvöld, með rúsínusósu, döðlumauki og möndlukartöflum, ef ég þekki hefndarþorstann í ættinni rétt (sjá bloggfærslur um litla rúsínukassann sem ég finn reglulega á ólíklegustu stöðum í Himnaríki og í martröðum mínum).
Hvað segirðu annars gott? sagði systir mín hressilega.
Bara alltiddafína, svaraði ég. Og svo ræddum við um sitt af hverju en ég þorði ekki að minnast á jólamat til að gefa henni ekki hugmyndir. En svona er líf mitt, ég gleymi, hún man. Hún er löngu hætt að trúa mér þegar ég segi henni að þegar fólk er utan við sig og gleymið sé það bara gáfumerki. Hún vill hafa hlutina rétta og hikar ekki við að leiðrétta mig fyrir framan sæta karla sem missa jafnvel samstundis áhuga á mér, það er pottþétt það, heyrnarleysi mitt í háværri tónlist og heimakærð mín kannski líka, sem er ástæðan fyrir skammarlega fáum giftingum síðustu árin.
Þar sem ég sat í leti minni og heklaði lítið barnateppi úr plötulopa (í jólagjöf), hlustaði á glæpasögu á Storytel (geymi bækurnar sem ég keypti mér til jóla) og gaut augunum á fótboltann í sjónvarpinu heyrðist bling í símanum mínum. Inga.
Eigum við að skella okkur til Ástu (í Gallerí Bjarna Þórs), á jólamarkaðinn og antíkskúrinn? spurði þessi frelsari lífs míns. Ég var sko til í það og við byrjuðum á stoppi hjá Ástu og áttum góða stund þar að vanda við spjall og konfektát.
Þá var stutt í jólamarkaðinn (sjá efri mynd) þar sem ég keypti fínustu eyrnalokka af Gísla löggu sem var svo oft samferða mér úr strætó upp Súkkulaðibrekkuna í gamla daga, það var ómetanlegt að fá lögreglufylgd í gegnum Hálsaskóg ...
Tveir fallegir kertastjakar, stjakar sem ég hef þráð að eignast hálfa ævina komu svo með mér heim úr antíkskúrnum. Ég sýndi Kristbjörgu líka mynd af lampanum fagra úr síðasta bloggi og bað hana að hafa augun opin fyrir slíkri dýrð í næstu innkaupaferð til Danmerkur. Hann þyrfti ekki einu sinni að vera blár. Hún ætlar að gera það.
Ég keypti líka nokkrar jólakúlur hjá henni, nýja jólatréð er 1,80 m hátt og þá þarf að fjölga jólakúlum. Ef stráksi flytur í eigin íbúð á næsta ári finnst mér ekki ólíklegt að ég gefi honum tréð, hann er svo miklu meira jólabarn en ég ... eða hvað.
Hmmm, held að orðið jól komi fyrir tíu sinnum í þessari færslu, ellefu sinnum með þessu, og aðfangadagskvöld einu sinni. Afsakið, afsakið.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 7
- Sl. sólarhring: 125
- Sl. viku: 645
- Frá upphafi: 1525538
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 574
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.