26.1.2024 | 18:24
Öðruvísi bóndadagur og vanhugsaðar viðskiptahugmyndir
Pönnukökur komu í hús stundvíslega um hádegisbil, löngu pantaðar hjá Soroptimistum sem láta endalaust gott af sér leiða og baka pönnukökur í milljónatali í fjáröflunarskyni. Þetta var í tilefni bóndadagsins og það var ekki fyrr en ég horfði á staflann sem ég hafði keypt að ég mundi eftir því að ég á engan bónda! Þvílík fljótfærni. Þegar stráksi kom heim úr skólanum sagði ég honum að til væri mikið magn af pönnsum. Hélt að hann yrði óður úr gleði og réðist á þær, hann er mjööög hrifinn af þeim og hefur tekið nærri sér að ég kann ekki að tilsteikja nýlega pönnukökupönnu himnaríkis sem allt festist við svo ég nenni ekki að reyna að baka þær. Hann sagði kæruleysislega: Það voru pönnukökur í skólanum. Sem væntanlega þýðir að ég þarf sjálf að borða 20 pönnsur með sykri og 10 með rjóma og gæti þurft að víkka hurðaopin í kjölfarið og sérstyrkja húsgögnin. Á reyndar von á gestum á morgun, því miður ansi matgrönnum, en ég held alveg örugglega að hægt sé að frysta rjómapönnukökur - eða senda þær með nesti. Ég veit ekki hvað ég var að hugsa ... kettirnir borða bara kattamat og mér finnst gott að smakka eina og eina, já, og veðrið býður ekki upp á heimsóknir bjargvætta að sunnan. Held að allir Skagamenn hafi pantað. Vona samt að sú sem snæddi með mér eina rjóma- í hádeginu, aðstoði einnig við át þegar hún kemur í kvöld til að horfa á Idolið. Gísli Marteinn verður bara að bíða.
Mynd: Salt eldhús á þessa mynd og ég vona að mér verði fyrirgefið að hafa fengið hana að láni. Til hamingju með daginn, allir karlar.
Það var frekar skrítið að fara á fætur í morgun ... það sást ekkert út um gluggana fyrir snjó sem var skrambi óþægilegt, það þarf að vera hægt að gá til veðurs og horfa á útsýnið fagra. Svo ég tók IKEA-tröppuna og steikarspaða úr plasti, prílaði upp, setti hægri höndina með spaðanum út um gluggann og skóf mesta snjóinn af. Líðanin varð svo miklu betri á eftir, hvernig getur sumt fólk verið með þéttdregið fyrir alla glugga dag sem nótt? Hugsa að ég myndi kafna - og fá myglu í gluggana að auki. Svo kom sól (alltaf sól á Skaganum) og sunnanrúðurnar urðu gegnsæar á ný en vel saltaðar. Suðvestanbrim. Þá er það bara vatnsbrúsi, höndin út um þann opnanlega og sprauta vatni almennilega á rúðuna. Sú bóndalausa bjargar sér.
Í gær las ég eitthvað um að fækka ætti starfsfólki í Leifsstöð og hafa kannski eingöngu sjálfsafgreiðslukassa. Þá hugsa ég að ég hætti endanlega að versla þarna. Það sparast vissulega fé við að skerða þjónustu en það virðist samt aldrei lækka vöruverðið. Mjög vanhugsað. Ég sé enn eftir því að hafa keypt einhvern óþarfa í fyrra hjá WH Smith á flugvellinum í Manchester. Þar var ein manneskja að vinna í risastórri búð og þurfti að róa pirrað liðið, hún reyndi að hjálpa í búðinni - svo píptu kassarnir og hún þurfti að hlaupa til baka og hjálpa þar. Frekar stressandi og vanþakklátt starf. Skilst að Walmart (í USA) sé meira og minna að snúa aftur í að hafa kassafólk því viðskiptavinirnir stálu ótrúlega miklu í gegnum sjálfsafgreiðsluna svo óskagróðinn varð að tapi. Marks & Spencer-búðirnar í Bretlandi hafa líka lent í þjófnaði vegna þeirra, ólíklegasta fólk sem er kannski að taka sér laun fyrir að vinna vinnuna fyrir búðina? M&S telja þó þessa kassa skilvirkari en þá mönnuðu og ætla ekki að hætta með þá. Aftur á móti ætla Booths-búðirinar bresku að hætta með þá í 25 af 27 búðum sínum til að bæta upplifun viðskiptavinanna. (Heimild v/ Boots og Marks&Spencer: DV, nóv. 2023, man ekki hvar ég las þetta um Walmart)). Það er þægilegt að hafa sjálfsafgreiðslukassana með, og geta valið. Að fá nótu á kennitölu er vesen á þeim, sums staðar ekki hægt, svo það er varla hægt að sleppa alveg mönnuðum kössum.
Síðast þegar ég fór í gegn í Leifsstöð spurði ég afgreiðslukonu þar um gott meik (farða) og hún seldi mér það allra besta sem ég hef notað í mörg ár. Meik sem ýkir ekki mínar örfáu (hm) hrukkur, heldur þvert á móti. Er frá Sensai og heitir Flawless Satin Moisture Foundation (SPF 25) og gerir mig ómótstæðilega sæta, þótt ég segi sjálf frá. Hefði annars bara gengið fram hjá án þess að kaupa nokkuð því ég veit ekkert um snyrtivörur og kann því vel að meta aðstoð fagfólks. Mögulega væri hægt að þjálfa gervigreindina í slíka aðstoð en hún er bara svo skrambi hreinskilin, nánast grimm. (Svona: Þú ert of hrukkótt til að farði geri nokkuð fyrir þig-hreinskilin). Ég spurði hana til dæmis hvernig ég ætti að fara að því að grennast hratt. Helvítið svaraði: Borðaðu minna, hreyfðu þig meira.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 5
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 635
- Frá upphafi: 1524996
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 541
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.