28.1.2024 | 22:05
Aðför að miðjubörnum ...
Rjómapönnukökur himnaríkis kláruðust ekki, eins og ég óttaðist, en svangir fuglar í grennd fá aldeilis fína veislu á morgun. Verð að muna að panta helmingi minna af pönnukökum með rjóma og ögn meira af hinum. Þegar komu svo góðir gestir í gær hafði ég búist við við sæmilegum afköstum í áti en nei, ég hafði of mikið með kaffinu. Fór í ávaxtadeildina í Kallabakaríi og kom út með appelsínuköku og bananabros og eitthvað sem er talið hollt líka, eða svona saltkaramellurjóma í vatnsbollum en vatn er það besta, það vitum við öll. Bauð upp á þetta og steingleymdi bæði að taka mynd af veisluborðinu, og bjóða upp á rjómapönnsurnar. En andvirði þeirra fóru í eitthvað sérlega gott málefni.
Mynd: Snati frændi hvílir sig í öskustó himnaríkis.
Má bjóða ykkur að taka rjómapönnukökur með í skjóðunni, hérna í hnakktöskuna? spurði ég systur mína og unga meðreiðarstúlku hennar þegar þær gerðu sig tilbúnar til að stíga á bak og ríða af stað til kaupstaðarins. Snati litli og Lappi hlupu geltandi um, glaðir eftir að hafa getað hvílt sig nokkra stund í hlýjunni í öskustónni en nú tæki við löng ferð í éljagangi, stórhríð og rokbeljanda yfir Kjalarnesheiðina. Ég hafði margboðið þeim gistingu í baðstofunni, meira að segja til fóta í rekkju vinnumannsins, hjá ómaganum, þær gætu þá saumað sauðskinnsskó í myrkrinu, sem laun fyrir næturgistinguna. En ég mátti svo sem segja mér að hrokinn í systur minni og allt vanþakklætið héldi bara áfram. Hún var rétt nýbúin að kyngja kaffinu þegar hún sagði frekjulega: Það er hlóðabragð af kaffinu þínu, systir mín Guðríður, og vantaði alveg rúsínur í skál með. Mikið sem ég sá eftir sopanum ofan í hana, eða þá kandísmolanum. Og ég hugsaði þegar þær riðu úr hlaði: Megi hreppstjórinn hirða þig fyrir glannalega reið. Svo sá ég eftir þessum hugsunum mínum, það þyrfti engan hreppstjóra til að kenna henni eitt eða neitt. Systir mín var lofuð eldri syninum á Sódavatni og sá myndi nú fljótlega kenna henni kurteisi við eldri systur sína, enda þekktur fyrir að flengja heimilisfólkið góða nótt hvert einasta kvöld. Gremja mín var nú samt svo mikil að húslesturinn var ekki róandi eins og vanalega. Yngstu börnin grétu þegar ég öskurlas kaflann um mismunandi skýjafar úr bókinni Veður í hálfa öld. Nú ætla þau ekki út framar. Þau geta þá gert inniverk framtíðar. Gestakomur eru sannarlega ofmetnar og fuglarnir verða glaðir á morgun.
Ósköp fátt sem Facebook sýnir mér - nánast bara efni frá hópum (Pink Floyd, King Crimson), tillögur um að fylgja hópum (fólk borgar fé og sést á veggnum hjá mér, ég ræð hvort ég læka eða skrolla fram hjá) og svo alls konar auglýsingar.
Ég hef sjálf verið álíka beisk og núna fyrir níu árum, skiljanlega, og skrifaði:
Nú hefur verið sannað að elsta systkinið sé gáfaðast og það yngsta skemmtilegast. Þessi aðför að miðjubörnum er orðin verulega þreytandi. Treysti því að önnur miðjubörn standi með mér í þessu.
Myndina/heimskortið fann ég á Facebook. Þau rauðmerktu eru sögð löndin sem skrifa mánuðinn á undan mánaðardeginum. Dæmi: November 1st ... ágúst tólfti ... Þetta vissi ég ekki fyrir, ef þetta er rétt. Ég trúi ekki hvaða landakorti sem er og gúglaði og fékk út að þetta á við um: Bandaríkin, Kanada og Filippseyjar, einnig breska Hondúras og eyjaklasa í Kyrrahafi sem heitir Míkrónesía. Svo eru til lönd sem byrja á ártalinu en þá missti ég þolinmæðina, enda alltaf frekar áhugalaus um landafræði sem sýnir sig með algjörri leti minni við ferðalög um heiminn. Vinkona mín er að fara til Jórdaníu og Óman eftir viku ... ég lít upp til hennar fyrir hugrekkið (að heimsækja öll þessi pöddulönd sem hún hefur farið til) en læt mér nægja myndir og ferðasögur.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 4
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 634
- Frá upphafi: 1524995
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 540
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.