29.1.2024 | 16:59
Hamingjuríkt bílleysi og ótrúlegar hleranir
Enn einn fundurinn í dag og sá var góður þótt umfjöllunarefni hans héldi sig inni í herbergi og nennti ekki taka þátt. Kettir himnaríkis létu gestina aldeilis finna fyrir ástúð sinni og hrifningu, nema Mosi sem svaf á sínu græna eyra lengst af.
Af hverju ertu ekki á bíl? spurði ein fundarkvenna. Það var freistandi að segja að ég hefði svo oft verið tekin full á bílnum og væri orðin þreytt á því ... svo ég sagði það bara. Hún trúði mér ekki og fékk þá réttu söguna: Blankheit vegna lágra launa og himinhárrar leigu (á níunda áratug síðustu aldar, áður en ég keypti á Hringbraut 1988) og svo þegar ég hefði getað keypt mér notaða bíldruslu var ég bara orðin skrambi sátt við bíllausan lífsstíl. Ekkert vesen við að fá stæði, lenda í umferðarsultu, skipta á milli sumar- og vetrardekkja, olíuskipti, borga tryggingar, greiða háa verkstæðisreikninga ... en auðvitað fylgir því frelsi að hafa bíl, geta sest upp í hann og heimsótt vini og ættingja sunnan Rörs (Hvalfjarðargöng). Eins og allir vita er leiðin Reykjavík-Akranes svo miklu lengri en Akranes-Reykjavík ...
Ef ég kaupi mér bíl yrði það víst að vera Toyota, sem er fjölskyldu- og ættarbíllinn, skilst mér. FÍB mælir með þeim asísku varðandi bilanatíðni, ásamt Kia, Hyundai, Honda og Lexus. Sá síðastnefndi hefur þá sérstöðu að ef hann bilar á annað borð, er mjög dýrt að gera við hann, einnig Porsche og Chrysler. Þegar búið er að keyra 78 þúsund kílómetra má fara að búast við bilunum en þá fara oft tímareimar eða tímakeðjur vélanna að gefa sig. Dísilbílar hafa lægri bilanatíðni en bensínbílar, Porche á metið í bilunum á gírkössum og drifi ... Þessar arfaleiðinlegu en gagnlegu upplýsingar hef ég frá FÍB en þær eru frá 2017 svo sitt af hverju hefur mögulega breyst. En mér finnst auðveldara að stíga upp í strætisvagn:
Góðan daginn, herra bílstjóri, hér er debitkortið mitt, ekki dirfast að gefa mér elliafslátt, annars hefurðu verra af, eins og ég segi stundum við útlensku unglingana sem keyra leið 57 og þeir horfa ætíð á mig með óttablandinni virðingu (don´t mess with her-augnaráði) og láta mig réttilega borga fullt gjald.
- - - - - - - - - - - - - - -
Upp úr nýlegri hlerunarskýrslu sem ég fékk senda nafnlaust. Þakklát fyrir auknar forvirkarhlerunarheimildir.
AA: Sælir. Hvað get ég gert fyrir þig?
BB: Ég er enn verulega ósáttur við þetta blogg, þú veist, á okkar helga svæði. Gerðu eitthvað.
AA: Í alvöru, hún sem er svo sæt og bara örfáar kvartanir hafa borist.
BB: Hún er haldin heimskublindu varðandi t.d. tjöld á heilagri grund.
AA: Mér skilst að hún hati að gista í tjaldi, þetta kemur mjög á óvart.
BB: Ha?
AA: Svo átti hún áður heima nálægt Dvalarheimilinu Grund, ertu að meina það?
BB: What ever ...
AA: Ég hef mín áhrif, en varla viltu að ég láti eyða blogginu?
BB: Nei, ekkert píslarvætti fyrir hana, mér datt fyrst í hug að senda Kollu á hana, en ég held að það að fækka lækum niður í pínkupons eftir umfjöllunarefninu væri jafnvel enn betra.
AA: Djöfuss snillingur. Og hafa þá mörkin við 5-10 læk til að kenna henni?
BB: What ever ... þetta verður bara að hætta.
AA: Þú veist samt að hún er í flokknum, er það ekki?
BB: Njósnarar mínir segja nú að hún sé í fleiri flokkum.
AA: Nei, hver þremillinn!
BB: Eins satt og ég stend hérna.
AA: Aha, sennilega til að kjósa kerlingar í prófkjörum. Það er týpískt fyrir svona femínistabeljur. Ég fer í að láta eyða blogginu.
BB: Hinkraðu, hún á reyndar sama afmælisdag og tengdapabbi.
AA: Vó! Það breytir nú ansi miklu.
BB: Látum nægja að fækka lækum, hún hættir þá kannski að bulla.
- - - - - - - - - - - - - - -
Fréttir af Facebook:
Litla kaffistofan hefur verið í vandræðum seinnipartinn, eldingu laust þar niður og allt rafmagnslaust.
Grindvíkingar ósáttir við að þurfa að aka Krýsuvíkurveg, enda fastir í ófærð.
Bjarni vill ekki að fleiri varnargarðar verði byggðir: Það hafa heyrst raddir um að einhver nasisti hafi eitt sin fengið grjót í höfuðið af svipaðri gerð og varnargarðanir eru gerðir úr. Það þarf að rannsaka þetta mál fyrst. Fréttirnar.
Fullt hús er bara hrikalega fyndin ræma. Allir í bíó sem vilja sjá. Sunna.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 633
- Frá upphafi: 1524994
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 539
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.