25.2.2024 | 13:34
Óvænt kaupæði og rokkað til yfirliðs
Afsökunum mínum fækkar óhjákvæmilega eftir að stráksi flytur að heiman ... hann verður tvítugur eftir hálfan mánuð, allamalla! Nú get ég ekki lengur sagt við Einarsbúð þegar ég panta: Fjögur stykki af engjaþykkni með nóakroppi, hann er alveg vitlaus í þetta drengurinn ... sem verður í senn megrandi og stórlega svekkjandi. Þess ber að geta að hann fær alltaf helminginn, stundum rúmlega það. Á minni stöðum, þar sem margir þekkja marga, gerir fólk líka sjálfkrafa ráð fyrir að engjaþykknið góða sé ætlað krökkum eða unglingum ... ekki virðulegum konum á mínum aldri, RF, rúmlega fimmtugum, eins og ég mun kalla það út lífið. Aðeins í afmælinu mínu verður hulunni svipt af réttum aldri, á afmælistertunni, svo það er eins gott að mæta. Ef einhver birtist síðan mynd af tertunni á samfélagsmiðlum get ég alltaf kennt gervigreindinni um, þetta er þaulhugsað hjá mér.
Skrapp í bæinn í gær, aðallega til að sækja kattamat (fokdýrt sjúkrafæði fyrir Kela sem hinir njóta góðs af, eins gott að vera í þremur störfum). Við skruppum í Costco og í fyrsta sinn á ævinni var nokkuð margt í körfunni minni, iðulega er bara sítrónukaka (sandkaka með sítrónubragði) en hún var ekki til, eins og kanadíski starfsmaðurinn sagði mér frá. Aha, Kanada, sagði ég greindarlega. Þar fékk ég eitt besta kaffi lífs míns. Í Vancouver, The Bean of the World, eitthvað slíkt heitir kaffihúsið, bætti ég við. Maðurinn drekkur greinilega bara vont kaffi eða ekkert því hann varð tómlegur á svip, enda frá Toronto svo sem. Sennilega algjör viðbjóður kaffið þar.
Ljúfur Palestínumaður hjálpaði svo til við afgreiðslu á kassanum, flýtti fyrir sem munaði mikið um, það minnti talsvert á fyrstu daga og vikur eftir að verslunin opnaði.
Þetta er sniðugt, sagði Hilda og átti við súkkulaðisleikjóa í páskastíl, til að gefa litlu skvísunum þínum (dætrum vinar míns sem eiga nú ótrúlega flott föt og dót eftir að Skagamenn og Borgnesingar opnuðu hjörtun og fata- og dótakassa).
Ég er nú frekar að hugsa um að gefa þeim páskaegg, játaði ég, ekki svona pínkupons-eitthvað, varla drög að páskaeggi. Eftir smástund kom Hilda hlaupandi með ótrúlega flotta stelpukjóla, algjöra sparikjóla: Þessi kostar svipað og meðalstórt páskaegg, sagði hún og veifaði öðrum þeirra með svo miklum sannfæringarkrafti að ég setti þá báða samstundis í körfuna. (Sjálfsagt liður í: Svona reddar maður sér barnabörnum). Fínustu jólakjólar, hugsaði ég samt lymskulega, þarf ekki að gefa þeim þá strax, svo þær fá sín páskaegg samt, múahaha, Hilda fær aldrei að vita af því.
Við fórum líka í Elkó og þar keypti ég afmælisgjöf fyrir stráksa, draumagjöf sem nýtist vel í litlu stúdíóíbúðinni sem hann flytur í innan tíðar. Eitthvað sem hann hefur langað ofboðslega mikið í og nýtist honum vel við tedrykkjuna ... segi ekki meira. Hugsa sér að alast upp, well, síðustu sjö árin, á miklu menningarkaffiheimili, þar sem aðeins gott kaffi er drukkið. Vissulega smávegis plebbaheit þar sem vel brennt kaffi er í mesta uppáhaldinu og sýrnin eigi mjög vinsæl ... og ákveða svo bara að verða tedrykkjumaður! Það eru varla til þær tetegundir sem hann hefur ekki prófað. Svo vill hann hafa teið sitt bleksterkt! Jæks. En ég ætla svo sem ekki að fleygja stórgrýti úr gróðurhúsi ... (Ath. myndin er af klakavél og tengist textanum ögn neðar.)
Skottið á bílnum hennar Hildu var orðið fullt, og það fyrir utan Uriany-kattamatinn 2 x 3,5 kg, og 2 x 12 af blautmat. Ávallt mikið magn í einu til að þurfa ekki að fara of oft - víðsjárverð veður á Kjalarnesi og aukin hætta á eldgosum þarna fyrir sunnan ... bara við hliðina á Reykjavík, miðað við útsýnið sem ég hef frá Akranesi. Hvernig átti að koma þessu öllu fyrir í farangursrými leiðar 57 sem átti að fara frá Mjódd kl. 20? Eða fara nokkrar ferðir frá stoppistöð á Garðabraut til himnaríkis. Já, ég keypti líka litla klakavél (sjá mynd) nokkuð sem ég hef lengi þráð en ekki nennt að fá í eldhúsið mitt vegna stærðarinnar, þessar gömlu eru hálfgerð skrímsli. Ég er frekar lítið fyrir "görótta" drykki og hrifnust af kaffi og vatni. Klakavél var vissulega það sem mig vantaði ekki, en verður samt mikið notuð.
Jæja, Davíð frændi, nú neyðist ég til að syngja* fyrir þig - ef þú skutlar okkur stráksa ekki heim í kvöld. (*hótunin var mun hroðalegri en ég þori að skrifa hér - nenni ekki í lokaða búsetuúrræðið á Hólmsheiði). Sagði þetta í einrúmi við frænda eftir matarboðið góða í gærkvöldi ...
En elsku fjanda mín, auðvitað skutla ég ykkur heim. Og svo spilaði hann á leiðinni (til að halda mér rólegri?) Pixies, Muse, Queens of the Stone Age og "nýja" í mínum eyrum, rokkhljómsveit sem heitir Tool, og er æðisleg. Við spiluðum mjög hátt, eins og vera ber, mér tókst nokkrum sinnum samt að spyrja stráksa aftur í: Hvernig finnst þér þessi tónlist? Ég varð sífellt órólegri þegar hann svaraði ekki. Kannski vorum við búin að rokka hann meðvitundarlausan, hann virtist samt horfa ósköp sæll út um gluggann, út í myrkrið. Skömmu eftir að við komum á Skagann og ókum sem leið lá að Himnaríki, sá ég með aðstoð götuljósanna að hann var með heyrnartól í eyrunum ... Þá vissi ég loks hvað það þýddi að kasta perlum fyrir svín. Sá skal samt fá að hlusta á Tool hérna heima. Ég má engan tíma missa varðandi tónlistaruppeldið. Ég þarf þó fyrst að klára að hlusta á Jóhannesarpassíuna, á bara 57 mínútur eftir af þeirri dýrð og dásemd. Þegar ég kemst ekki á tónleika sem mig langar samt á (í dag í Langholtskirkju) geri ég þetta, finn góða útgáfu á YouTube-veitunni og hlusta ... svo finnur veitan áframhaldandi svipaða tónlist út í hið óendanlega. Þannig kynntist ég til dæmis nýjasta uppáhaldslaginu mínu (Me and the devil, með Soap&Skin frá Austurríki).
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 618
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Frú Guðríður.
Leyfist mér að benda (góðfúslega) á, að 4/3 er eftir eina viku en ekki tvær.MÚHAHAHAHAAAAAA
Guðrún (IP-tala skráð) 25.2.2024 kl. 21:23
Vá, almáttugur. Veislan hans verður eftir um tvær vikur. Þessi tími ... líður svoooo hratt. Takk.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.2.2024 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.