29.4.2024 | 23:42
Óvæntur dögurður, nýr stráksi og afmælisklúður
Svolítið spennandi að taka þátt í fjáröflun, eða festa kaup á einhverju hratt án umhugsunar til styrktar körfuboltastrák, og ekkert pæla í því hvað kemur. Þegar dyrabjallan hringdi undir hádegi í gær, ýtti ég á takkann og mæðginin Hjördís og Aron þutu upp stigana hjá mér (án þess að blása úr nös, hrósuðu fyrir þessa ókeypis líkamsrækt) með vænan kassa með í för og afhentu mér. Þetta var nýbakað súrdeigsbrauð, alls kyns vínarbrauð (einhvers konar crossant-tegundir, ekkert hnetudrasl, jess) og tvær tegundir af salati. Ákaflega flottur dögurður/bröns fyrir átta manns. Í huganum hafði ég séð eitthvað fyrir mér sem ég komið með færandi hendi til Hildu í næstu bæjarferð, hún er með svo stórt heimili. Bakarísvörur eru bara góðar nýjar, finnst mér. Nú þurfti að hugsa hratt. Ég setti upp mitt blíðasta bros og bað þau um að aðstoða mig með kassann inn í eldhús. Á meðan þau hjálpuðu mér, læsti ég með alls kyns lásum og slagbröndum, nánast öllu sem ég fann og hefur einmitt orsakað að löggur, sendlar og vottar koma alltaf tveir og tvö eða tvær eða tvennt saman.
Þið sleppið héðan EF þið aðstoðið mig við átið, sagði ég svo ákveðin að þau settust. Mig grunar reyndar að þau hafi verið orðin svöng eftir að hafa hlaupið með svona brönskassa um allt Akranes. Klukkutíma og nokkrum mörgum kaloríum síðar fengu þau að fara. Ekki nema hálft brauð, niðurskorið í tveimur pokum, fór í frysti, enn svolítið eftir af salati. Brikk-bakarí? Ef rétt munað, þið eruð æði. Fínasti félagsskapur, akkúrat rétt um hálftólf á sunnudegi. Svona vildi ég byrja alla sunnudaga.
Í dag komst á hreint að nýr stráksi (15) flytur í himnaríki, sennilega í næstu viku og tímabundið í einhverja mánuði. Þátt fyrir háan aldur minn (miðað við tvítuga manneskju) er ég þar með aftur komin í tvær til þrjár vinnur og finnst það bara fínt. Ég bjóst nú aldeilis við, snemma í apríl, að ég myndi fríka út hérna ein með kisunum, en þessar vikur hafa nánast bara farið í, fyrir utan vinnu við tölvuna, fjandans tiltektir eða annað hræðilega nauðsynlegt. Hvað með fallhlífastökkið, súludansinn, ananas-leiki í Hagkaup, valhoppa Fimmvörðuhálsinn ... og það allt.
Það er samt ekki hægt að kalla hann stráksa, burtfluttur stráksi minn á það nafn, það þarf eitthvað á borð við drenginn, piltinn, snáðann ... þigg allar tillögur.
Mynd af Mosa, (ekki ný).
Konan sem mætti hingað í dag til að ganga frá málum var næstum kæfð í gæsku af köttunum. Krummi lá á öxlunum á henni, hélt nánast utan um hálsinn á henni, Keli lagðist þétt við hlið hennar í sófanum og Mosi nuddaði sér upp við hana. Sennilega bara svona góð manneskja, mér sýndist það nú líka þótt ég léti ekki svona í henni. Keli er reyndar algjör snillingur þegar einhver er í ástarsorg, konan sór það af sér, hann finnur það og sækir í viðkomandi til að mala hjá honum, svo ef vini okkar, einhverfum, leið illa, var Keli kominn til hans og það gladdi, því Keli var annars hræddur við hann, eins og svo marga. Kettirnir mínir eru yfirleitt góðir við alla en ég hef aldrei séð þá sýna álíka ástreitni og þetta.
Ég kláraði nýlega bókina Ég ferðast ein, e. Samuel Björk, mjög fín bók. Snjalla lögreglukonan Mia missti tvíburasystur sína fyrir tíu árum og syrgir hana enn sárt, þótt hún hafi skotið "morðingja" hennar, gaurinn sem kom henni í dópið. Hún gælir við að sameinast systur sinni, þegar hún hefur fyllt sig af víni og lyfjum, og sér fyrir sér nöfn þeirra systra, fer yfir nöfnin og svo koma fæðingardagarnir ... nema í Ég ferðast ein, eiga þær afmæli 11. nóvember, en í næstu bók á eftir Uglan drepur bara á nóttunni, sem ég er að ljúka við núna, eiga þær allt í einu afmæli 11. september. Í þriðju bókinni panta ég að þær eigi afmæli 12. ágúst! Held að ég eigi þessar bækur einhvers staðar, verð að kíkja, og ... þetta hlýtur að hafa verið höfundurinn sem klikkar svona, ekki þýðandinn, þetta kemur fyrir oftar en einu sinni í hvorri bók. Kannski tekur enginn eftir þessu nema ég. Kannski tók ég eftir þessu af því að ég las (hlustaði) þá seinni strax á eftir þeirri fyrri.
Fólk sem lifir lífinu í gegnum tölur (ég) tekur eftir svona. Heyrir kannski orðið Hvammstangi og fær þá upp í kollinn töluna 530. Það má ekki koma jarðskjálfti nema ég verði að vita hve stór hann var, nægir ekki að vita að fólk hafi orðið vart við hann alla leið upp í Borgarnes. Á meðan covid var, þurfti ég að vita tölurnar, fannst bara ekki nóg að heyra að smitum hefði fækkað eða þeim fjölgað. Afmælisdaga man ég marga, gömul símanúmer, og ef líf mitt lægi við gæti ég sennilega rifjað upp nafnnúmer (8 tölustafir) Hildu systur og mömmu (þær skrifuðu upp á lánin fyrir mig í gamla daga) og alltaf varð útibússtjórinn í Búnaðarbankanum á Hlemmi jafnhrifinn þegar ég þuldi þetta upp, á eftir mínu eigin nafnnúmeri. Hvílíkur hvalreki hefði ég verið fyrir 118.
Það kæmi mér ekkert á óvart þótt einhver hugglegur stærðfræðingur hringdi í mig mjög fljótlega til að biðja mín. Ég varð sjálf alltaf máttlaus í hnjánum þegar ég hitti flotta menn sem mundu t.d. póstnúmer og giftist þeim nokkrum. Þeim mun meira svekkelsi þegar kom í ljós að þetta var bara tímabundinn utanbókarlærdómur til að næla í mig. Eftir á að hyggja dáist ég samt að þeim fyrir að leggja það á sig.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 35
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 731
- Frá upphafi: 1517311
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 590
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég man eftir þessari villu í bókinni og varð frekar pirruð, langaði næstum að hringja á Bylgjuna í lof eða last :)
Er drengsi ekki bara fínt nafn á nýja guttan?
Sirrý (IP-tala skráð) 30.4.2024 kl. 10:24
Stng upp á pottormurinn eða piltunginn.
Steingerdur Steinarsdottir (IP-tala skráð) 30.4.2024 kl. 12:55
Frábærar tillögur, takk, Sirrý og Steingerður.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.4.2024 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.