Syfjublogg úr Rangárþingi ... zzzzzZZZZZZZ

Ó, hvað það er búið að vera gaman. Um tíu manns hafa verið að skrúfa saman kojur, baka súkkulaðikökur í tonnatali, sandkökur og annað gúmmulaði sem verður fryst og síðan þítt og notað fram eftir sumri og fleira og fleira. Við Hilda höfum mest verið í verðlaunatiltektinni en börnin munu fá verðlaun fyrir margt hérna. M.a. ruslatínslu í kringum húsið næstsíðasta daginn, sigur í karaókíkeppninni (sem Ellý sjálf heldur utan um), kassabílarallíið, snyrtilegt herbergi og margt fleira.
Sigurjóna matráðskona (frá Sandgerði en samt ágæt) gaf okkur guðdómlegt lasagna í kvöld ... slurp. Það er hægt að venjast því að vera í fæði hérna í sumarbúðunum ...

Læknanemarnir okkar í Ungverjalandi hringdu í matartímanum og grétu það að vera ekki að vinna í sumarbúðunum í sumar, eins og oft áður. Þær byrjuðu í þrifum og eldhúsi þegar þær voru unglingar og kunna allt utan að í sumarbúðunum. Vonandi velja þær að vinna hér á sumrin eftir útskrift heldur en fyrir einhver skítalaun á sjúkrahúsi. Alltaf gott að geta látið alvörulækni hugsa um börnin ef þau fá ælupest eða nefkvef.

Sama má segja um Davíð frænda og Ágúst, þeir voru bara krakkar þegar starfsemin hófst en eru orðnir ungir menn núna. Davíð heldur sig líklega við kvikmyndagerðina, klippa bíómyndir barnanna og slíkt ... og kannski verður Ágúst áfram í eldhúsinu hjá Sigurjónu, hann er skrambi góður með uppþvottaburstann.

Þegar fyrsti hópurinn mætir á miðvikudaginn verður þetta orðið geggjaðislega flott. Þarf að muna að taka myndir á morgun. Nú bara S O F A ... zzzzz en lesa pínku fyrst.

Eini gallinn við heimsóknir mínar í sumarbúðirnar á sumrin er sá að ég fæ alltaf sama matinn þegar ég kem í heimsókn á laugardögum, eða pylsur! Svo er ég farin fyrir kvöldmat á sunnudeginum þegar eitthvað stórkostlegt er ... arggg. Þetta er við mikla gleði barnanna en fýlusvip minn. Hilda ætlar að biðja Sigurjónu að geyma kjúkling frá föstudagskvöldinu handa mér ...

Jæja, ég er eiginlega dauð úr syfju ... Dean Koontz bíður líka eftir mér inni í herbergi, lokkandi og girnilegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góða nótt mín kæra.

Heiða Þórðar, 9.6.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Ólafur fannberg

góða nótt og góða drauma.....um mig heheheh

Ólafur fannberg, 9.6.2007 kl. 22:47

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða nótt elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.6.2007 kl. 23:34

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gurrí, hvaða sumarbúðir eru þetta aftur?

Jóna Á. Gísladóttir, 9.6.2007 kl. 23:47

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sweet dreams og hvað er í matinn á sunnudögum?

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2007 kl. 23:55

6 Smámynd: Saumakonan

Hvað eru yngstu börnin gömul?  Er með einn 6 ára (7 í des) sem er alveg óður í að fá að komast í sumarbúðir nefnilega hehe      Sendu mér uppls í meilið um þetta ef þú getur      

Saumakonan, 10.6.2007 kl. 11:48

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ævintýraland (á Hellu).

Eitthvað hryllilega, ofboðslega gott í matinn á sunnudögum sem ég missi alltaf af. Þetta er reyndar ekki alveg uppáhaldsmatseðillinn minn samt, en krakkarnir emja úr gleði. Heimabakaðar pítsur eitt kvöldið, hamborgarar, franskar og kók annað, og slíkt.

Mætti ég biðja um indverskan ... einnig sushi ... osfrv. Ekki sumarbúðahæft!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.6.2007 kl. 11:48

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Saumakona, hann er nógu gamall, fyrst hann verður sjö ára á árinu. Hilda systir er fædd í desember og lætur engan tapa á því að vera svona yngstan ... heheheheh kíktu á www.sumarbudir.is ....

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.6.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 159
  • Sl. sólarhring: 268
  • Sl. viku: 849
  • Frá upphafi: 1506348

Annað

  • Innlit í dag: 130
  • Innlit sl. viku: 689
  • Gestir í dag: 127
  • IP-tölur í dag: 124

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Anna og Elfa
  • Kaffi Vest
  • Elfa komst í píanó ... heima hjá mér

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband