Sveitasælan sæta

Mikið er gaman í sveitinni. Mér er ekki þrælað mikið út. Fékk að fara í mat og allt ... og kjúklingurinn var ÆÐI! Eftir matinn kíkti ég upp í matsal til sumarbúðabarnanna. Ástandið minnti mig á atriði úr Oliver Twist ... nema börnin fengu aftur og aftur á diskinn. Frönskurnar voru mjög vinsælar (ekki djúpsteiktar), sumir komu nokkrar ferðir. Þau fengu bara hrós fyrir að vera dugleg að borða ... Jenný, ég var ekki að segja að þú værir feit!

Er að skrifa inn í tölvuna lista yfir börnin sem koma á næsta tímabil og þegar diskóið er búið í kvöld kemur tölvan aftur inn á skrifstofu (PC-dýrðin hans Davíðs) verður hægt að skella myndunum inn á heimasíðuna.

Best að kíkja inn á herbergin hjá börnunum og fá að mynda þar ... svo á diskóið.

Bloggums leiter!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sjúkkit eins gott að þú tókst það fram.  Ég hefði flippað annars.  Það er fjör í sveitinni greinilega.  Hvað eru börnin lengi í einu (svona upp á seinni tímann ef Jenny færi en ég færi með henni, eru ömmu velkomnar?)?

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Alltaf færð þú mann til að fara að hugsa um mat *slúrp* ég verð bara feit á að lesa þig ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 15.6.2007 kl. 22:43

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þau eru í viku, koma á miðvikudegi og fara næsta þriðjudag á eftir. Man eftir einni ömmu sem kom í vinnu þá viku sem barnabarnið hennar var hér, það þótt ömmunni skemmtilegt ... og barninu svo sem líka þótt það hefði eiginlega engan tíma fyrir ömmsuna sína.

Iss, Davíð letipúki þykist vera í fríi og ætlar ekki að setja guðdómlegu ljósmyndirnar inn á heimasíðuna fyrr en á morgun!

Ég er að flippa á þessum Makka ... mun aldrei fá mér slíkan grip, 1 - 17 - 20.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.6.2007 kl. 22:45

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er bara til að ég geti valið MATUR OG DRYKKUR af valflokkunum, Eva mín. Reyni að lauma einhverju að úr sem flestum flokkum, eftir að ég uppgötvaði þá. Eins og Jennýju finnst mér þeir æði!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.6.2007 kl. 22:46

5 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalegt fjör ... Vaeri til í ad leika med krökkunum og rembast vid ad reima skóna mína, muna eftir ad bursta tennurnar og syngja hástöfum!

Njóttu verunnar og ég fae mér diet vatn, bara

www.zordis.com, 16.6.2007 kl. 06:34

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vindáshlíð var mitt annað heimili þegar ég var krakki. Yndislegt bara.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.6.2007 kl. 10:22

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég fór í Vindáshlíð 2 eða 3 sinnum og skemmti mér alltaf vel.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.6.2007 kl. 10:59

8 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Nammi namm, kjúklingur og franskar, skúffukaka í kaffitímanum, mig langar bara að koma í þessar sumarbúðir. Má ég ekki syngja með í karaókínu, og kannski smíða kassabíl???? En hvað það er yndislegt að vera barn...

Bertha Sigmundsdóttir, 16.6.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 30
  • Sl. sólarhring: 144
  • Sl. viku: 668
  • Frá upphafi: 1505959

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband