Tjull, reykingabann og kattahöfnun

Hæfileikakeppnin æfingSkrýtið, ég fór frá himnaríki um hádegisbil í gær og kom upp úr ellefu í kvöld aftur heim. Samt er eins og ég hafi verið í heila viku í sumarbúðunum, svo mikið hefur verið um að vera. Ég afþakkaði boð um að vera dómari í söng- og hæfileikakeppninni í kvöld og hjálpaði Möggu minni að tjulla grindverkið við framhlið sumarbúðanna. (sjá mynd)

Tjullað grindverkSvo var klukkan allt í einu farin að ganga tíu, við Magga enn á Hellu og síðasti strætó heim frá Mosó eftir rúman klukkutíma. Við kvöddum hvorki kóng né prest, heldur rukum að stað og án þess að leggja okkur eða aðra í lífshættu komumst við í Mosó á réttum tíma. Lítil umferð og engir lestarstjórar á 80 km/klst. Kvöddum með tárum í gegnum gemsann minn. Ég virðist alltaf yfirgefa sumarbúðirnar á ljóshraða. Hafði bara fimm eða tíu mínútur síðast til að koma mér í veg fyrir rútuna vegna kolrangra upplýsinga á Netinu.

ReykingabannStrætóbílstjórinn í kvöld vinnur líka af og til sem dyravörður á vinsælum pöbb í Reykjavík (þar sem m.a. listamenn hanga) og var að vinna í gærkvöldi. Það var sæmilegt að gera, sagði hann, en um síðustu helgi mætti varla hræða. Hann spurði örvæntingarfullur: „Hvar er reyklausa liðið sem kvartaði svo mikið yfir reykmettuðum skemmtistöðum? Þessir fáu gestir sem komu um síðustu helgi reyktu allir (úti) ... og innkoman um kvöldið dugði ekki einu sinni fyrir laununum. Þetta reykingabann mun gera svo marga atvinnulausa,“ sagði hann spámannslega.

Ég var eiginlega viss um að allt væri fullt út úr dyrum af reyklausu, happí liði, þessu rosalega háværa sem hefur tjáð sig svo mikið um gleði sína yfir reyklausum skemmtistöðum. Var þetta bara forsjárhyggja eftir allt saman?

Kisurnar þekktu mig varla þegar ég kom heim, svo langur tími hafði liðið ... en samt var nægilegt vatn og matur hjá þeim. Áhugaleysi þeirra á mér er algjört, þær sofa!
Rifjaði bara upp ást mína á kaffinu góða í himnaríki og horfi nú með öðru á Geisha ... The birds hérna fyrir utan er aðeins meira spennandi. Engir kvenfuglar í hópnum sem líta á það sem heiður að vera þrælar karlfuglanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Kettir eru fjótir að hafna manni ef maður fer frá þeim, við vorum fjarverandi í sólarhring og Simbi er rétt að taka okkur í sátt núna.  Eftir að ég fór á flakk með mömmu um árið þá var það Tinni (hundur) sem fagnaði mér ákaft, þrátt fyrir augljósa hagsmunaárekstra þar sem við elskuðum bæði sama manninn. Kettirnir voru mánuð að ,,sjá" mig aftur, þót þeir teldust fremar til nánasta vinahópsins en Tinni karlinn.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.6.2007 kl. 00:54

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hhahahah, frábært. Auðvitað, þeir eru bara móðgaðir, þessar elskur. Best að klappa þeim út í eitt, þá fæ ég kannski fyrirgefningu! Hefði ég verið aðeins lengur veit ég að Mía systir hefði mætt og gefið þeim klapp og mat! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.6.2007 kl. 00:57

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin aftur á heimaslóðir.  Varðandi reykingabannið þá segir húsbandið mér (en hann er í bænum á nóttunni við vinnu) að ekki kjaftur sé inni á stöðunum en allir úti á götu.  17. júní allar helgar bara (til hamingju með daginn).

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2007 kl. 01:03

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að kisurnar muni fyrirgefa mér fljótt, þær eru ekki langræknar, þessar elskur.

Jenný, ég er svo fegin að vera komin í Been there-done that hópinn í sambandi við djamm og djúserí. Mér finnst leiðinlegt á "skemmtistöðum" og nú er ekkert fútt að fara á djammið nema vera í útivistarfatnaði og húka úti með öllum hinum í kulda og trekki, ... er ekki sexí með lambhúshettu, sver það, nýja klippingin nýtur sín ekkert! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.6.2007 kl. 01:15

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þetta er eins og í partýunum. Allir út'á svölum að svæla

Jóna Á. Gísladóttir, 17.6.2007 kl. 01:23

6 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ég vissi að þetta yrði svona eftir að reykingabannið var sett á....... ég tek á þessu þegar ég kem heim ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 17.6.2007 kl. 02:58

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur pæliði í því í vetur þegar liðið stendur og norpar úti við vegg!  Mikið rosalega hljóta fagnaðarlætin að brjótast út.  Og fyrst allir eru á gangstéttinni að reykja og ekki kjaftur innanhús í reylausu sælunni, hvar eru þessir allir þá sem alltaf eru að lýsa yfir hvað þetta sé mikill munur??? Arg.. Eva þú drífur þig heim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2007 kl. 04:41

8 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Sæl Guðríður! Þetta kemur hjá okkur reyklausa liðinu. Við erum bara búnin að koma okkur upp öðrum rútínum þar sem skemmtistaðirnir hafa verið svo mettaðir. það tekur okkur nokkrar vikur að breyta um lifnaðarhætti, en við munum láta sjá okkur á veitingarstöðunum oftar uppúr þessu.

Tíkin mín breytist í trommara í villtustu rokkhljómsveit þegar ég kem heim, (slær skottinu útí allt sem er í 40 cm hæð frá gólfi) þó ég hafi bara farið út með ruslið. En gallinn er að ekki er hægt að skilja hana eftir eina nema nokkra klukkustundir. Kettirnir eru meira eins og táningar. Þurfa að vita að við komum heim einhvertíma, sem sagt mun sjálfstæðari og ekki eins háðir okkur eins og litlu börnin (hundarnir).

Ásta Kristín Norrman, 17.6.2007 kl. 08:04

9 Smámynd: www.zordis.com

Gledilegan zjódhátídardag krúttid mitt. 

Er komin svona hallaerisplansstemmning í baenum e. ad bann var sett á reykingarnar! 

www.zordis.com, 17.6.2007 kl. 10:34

10 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Já fjörið er víst komið út á götu

Gleðilegan þjóðhátíðardag Gurrí mín  

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.6.2007 kl. 12:07

11 Smámynd: Jens Guð

  Af því að þú minntist á kaffi í himnaríki þá minni ég þig á að Gunnar í Krossinum hefur fundið út að kaffi er djöfladjús. 

Jens Guð, 17.6.2007 kl. 18:11

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehhe, hvernig hann hefur fundið út að kaffi komi frá djöflinum skil ég ekki! Er svona lítið að gera hjá honum? Hélt að "alvörusyndir" héldu honum við efnið, svona eins og samkynhneigð ... hmmm!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.6.2007 kl. 20:14

13 Smámynd: Jens Guð

  Það voru víst múslimar en ekki kristnir sem fyrstir löguðu kaffi til drykkjar.  Þar fyrir utan bera áhrifin af kaffidrykkju öll merki þess að vera ættuð frá djöflinum:  Hjartsláttur verður ör,  svefntruflanir sem leiða til martraða,  vöðvabólga og eitthvað fleira sem ég man ekki.  En Gunnar er búinn að skoða málið og er ekki í nokkrum vafa um að þessi drykkur sé djöfladjús.   

Jens Guð, 18.6.2007 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 53
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 691
  • Frá upphafi: 1505982

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 556
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband