21.6.2007 | 08:31
Karlar úr bókaheiminum kysstir og nýjar tvíburamyndir
Morgunþátturinn var ekki alveg undir hælnum á Möggu mágkonu í morgun eins og í gær. Eina rjómatíska lagið á Rás 2 var: "Komdu aftur til mín Dísa - komdu til mín Kenwood Chef!" Get alla vega ekki heyrt betur en maðurinn í laginu líki Dísu við hrærivél og því er ekkert skrýtið að konan hafi farið. Ég myndi ekki hanga lengi með manni sem kallaði mig AEG eða Bloomberg!
Ég vann lengi frameftir í fyrrakvöld og svaf því ekki nema í fjóra eða fimm tíma um nóttina. Það hafði afleiðingar. Ég dottaði við tölvuna eftir að ég kom heim um sjöleytið í gærkvöldi og skreið í bólið um hálftíu. Það var notalegt. Var of andlaus til að blogga og ákvað að ná góðum svefni, enda erfiður dagur fram undan í dag. Nú myndi ein kunningjakona mín segja að við værum orðnar svo gamlar að við yrðum að fá okkar svefn og engar refjar. Aftur á móti ef ég hefði vaknað hress eftir fimm tíma svefn tvo daga í röð hefði hún líka útskýrt það með ellinni, að við værum orðnar svo gamlar að við þyrftum ekki jafnmikinn svefn og þegar við vorum ungar. Ef hún fær í verk þá er það elliverkur... þessi kona er ekki orðin fimmtug! Þarf að fara að segja henni frá Madonnu, jafnöldru okkar! Það eru alla vega 40 ár í að hrumleikinn taki yfir hjá mér og þá ... þá fyrst er möguleiki á því að ég þori t.d. að prófa LSD. Þá er ég líka loksins orðin nógu gömul og stór til þess!
Dró vélstýruna með mér í matreiðslubókarkynningu Skjaldborgar eftir vinnu í gær. Út var að koma bók með kjúklingaréttum, ansi hreint girnileg og glæsileg bók. Búið var að elda flesta réttina úr bókinni og við fengum að smakka. Þetta var frábært. Við Anna hlömmuðum okkur hjá Skerjafjarðarskáldinu, höfundi Afa ullarsokks, og teiknaranum. Svo náði ég að kyssa helling af körlum úr bókaheiminum og meira að segja sjálfan Davíð Þór sem kom þarna þegar við Anna vorum að fara! Anna var söm við sig, mátti ekki heyra minnst á að keyra mig fyrir strætó, heldur var sko farið alla leið á Skagann. Samt hefði ég náð 18.30 strætó í Mosó ... Anna þurfti að fara að vinna kl. 20 þannig að þetta var bara keyrsla.
Færslan er skreytt með nýjum myndum af tvíburunum sætu sem stækka og dafna með hverjum deginum. Það er ekki að sjá á þessum myndum að drengirnir hafi fæðst með skarð í vör og gómi. Aðgerðin á þeim hefur tekist mjög vel. Mikið elska ég þessa stráka!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 216
- Sl. viku: 641
- Frá upphafi: 1505932
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 516
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Tvíbbarnir eru yndislegir!! Og orðnir svo mannalegir og búttaðir! Auðsjáanlegt að þeim líður vel, þessum litlu elskum. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þeim.
Hugarfluga, 21.6.2007 kl. 10:09
Þeir eru fallegir elsku börnin.
Kristín Katla Árnadóttir, 21.6.2007 kl. 10:26
Þessir gaurar eru perlubörn. Hreint ótrúlega fallegir.
Sko ég hef frá fyrstu hendi (elstu dóttur minni) hvað átt er við í textanum: ""Komdu aftur til mín Dísa - komdu með í Kenwood Chef!" en það þýðir sleikur. (sko í sleik eins og hrærivél á fullu) meiri viðbjóðurinn í þessum börnum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2007 kl. 11:27
Hahhah, hélt að þetta væri svona hrikaleg misheyrn ... eins og í Sylvia´´s Mother. "Plís missis Seifría" sem á að vera "Plís missis Avery" Það þurfti Kana til að segja mér þetta! Æ, hvað ég er fegin að þetta var Kenw. Chef ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.6.2007 kl. 12:40
Tvíburarnir eru gullfallegir og yndislegir, fyrir og eftir aðgerðina. Það ljómar alveg frá þeim, greinilegt að þeir eru mikið elskaðir og að vel sé hugsað um þá. Gott að heyra að þú fékkst nægan svefn, hann á það til að vera góður, blessaður svefninn, mér hefur samt alltaf liðið að ég get bara sofið þegar ég er orðin gömul (hversu gömul? Ekki alveg viss um það), en þarf oft að sofa mikið núna... Kannski er ég bara orðin gömul
Bertha Sigmundsdóttir, 21.6.2007 kl. 14:25
Sammála Önnu, Frú Bloomberg hljómar vel Fröken Gudrídur!
Krúttuboltar eru drengirnir fraendur zínir .... dafna vel og eru hreint yndi bádir tveir!
www.zordis.com, 21.6.2007 kl. 16:47
Ætlaði einmitt að mæla Bloomber bót, en Anna K. sá um það.
En er Madonna að skríplast eitthvað ennþá eða stríplast?
Og Hreinsmögur, skellti hann ekki einni léttri á þig milli kosssa!?
Börn eru já yndisleg, ekki síst tvíbbar!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.6.2007 kl. 17:01
Takk fyrir fallegu myndirnar af tvíbbunum - þeir eru himneskir, ekkert minna Verð að fá mér þessa kjúklingaréttabók - uppskriftabækur eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér - fer sjaldnast eftir uppskriftunum, nema svona í grunninn, verð alltaf að improvisera eitthvað til viðbótar. Hreinsmögurinn hefði nú fengið sérstakar kveðjur frá mér - enda hefur hann sko ort til mín lymru
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 17:19
Jæja, þú fékkst útskýringunaá Kenwodd dótinu
Bragi Einarsson, 21.6.2007 kl. 17:47
gúllígúllígúllígúll.... gullfallegastir... og skemmtilega ólíkir
Jóna Á. Gísladóttir, 22.6.2007 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.