Rómantík í morgunsárið ...

Morgunhanarnir mínirElskan hann Tommi sat undir stýri í morgun og var með Rás 2 á. "Góða ferð, góða ferð, góða ferð," söng einhver annar en Ingibjörg í BG, við Tommi héldum jafnvel að þetta væri Eyvi. Rómantíkin hélt áfram því næsta lag var Söknuður með Roof Tops og svo hélt ég að ég yrði ekki eldri þegar Zeppelin fóru að syngja ómþýtt Babe I´m gonna leave you ... Fólkið í strætó var farið að vanga aftur í, ég lygndi bara aftur augunum en á rómantískan hátt. Ef ég geng einhvern tíma út þá gerist það í strætisvagni og verður Rás 2 að kenna.   

Í millitíðinni, eða skömmu fyrir Zeppelin, gerðist reyndar sá æsispennandi atburður að farþegarnir í Skagastrætó þurftu að skipta um rútu á Kjalarnesinu. Ég klökknaði þegar ég sá endurfundi Tomma og rútunnar sem beið okkar, enda er hann oftast á þeim bíl. Tommi klappaði á mælaborðið, tautaði falleg ástarorð og svei mér ef allir farþegarnir fengu ekki eitthvað í augað ...

Mig grunar að Magga mágkona (systir Tomma) píni Gest Einar til að spila rómantíska tónlist í útvarpinu til að við Tommi verðum skotin hvort í öðru og hún fái loks alvörumágkonu. Held að hún verði að sætta sig við rútu sem mágkonu ... ansi flotta og þægilega rútu sem kann þó ekki að búa til gott kaffi!

Engin Karítas var í brekkunni í Mosó og Tommi ákvað að hún hefði sofið yfir sig, ég giskaði á að skólarnir væru bara búnir, en Karítas er yfirmaður í grunnskóla í 112 Rvík. Tommi sagði að dóttir hennar væri algjör eftirmynd hennar, hann hefði haldið einu sinni þegar hann kom á stoppistöðina í Háholti að Karítas væri þar á hnjánum ... en sá svo að þetta var barnið hennar.

Mikil hátíð ásatrúarmanna verður á morgun, enda sólstöður, og hef ég rökstuddan grun um að mannfórnir verði færðar, að vænum höfðingja verði slátrað eða eitthvað ... ef marka má það sem Tommi hefur gefið í skyn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég get svarið það, ekki þurr þráður á mér eftir lesturinn.  Grét svo svakalega vegna allra laganna sem þú taldir upp.  Rás 2 er greinilega hættuleg og getur komið konu í vandræði.

Hver er á myndinni?

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2007 kl. 09:36

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Aha, maður getur sko lent í alvarlegum vandræðum undir áhrifum svona tónlistar ... argggg. Þetta dúllulega fólk sér um morgunþátt Rásar 2, Hrafnhildur og Gestur Einar ... þau eru mjög skemmtileg!

Guðríður Haraldsdóttir, 20.6.2007 kl. 09:57

3 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég spyr bara - Gurrí - hvar væri ég ef ég hefði ekki bloggið þitt til að lesa og koma mér svona nokkurnveginn heilbrigðri á geði - í gegnum daginn!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 20.6.2007 kl. 10:08

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert alltaf skemmtileg maður fer í gott skap þegar að ég les bloggið þitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.6.2007 kl. 10:30

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí mig vantar meilið þitt, þarf að forwarda á þig svolitlu. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2007 kl. 13:26

6 identicon

Hæhæ, vildi bara kvitta fyrir innlitið og láta þig vita að myndir og ferðasaga er komið inn á síðu frændanna

Kveðjur,

H. og co. 

Heiðdís frænka (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 13:50

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Eyvi var það örugglega heillin, lagið á plötunni hans og STebba frá því fyrir sl. jól, ef ég man rétt!

'ojá, rómantík milli manns og Motorrútu verður seint fullgrátin hahahah!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.6.2007 kl. 14:18

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Meil himnaríkis er gurri@mi.is, ef það er stórt keðjubréf með krúttlegum myndum (sem ég trúi aldrei að þú myndir gera mér) þá er ég með stærra pósthólf í vinnunni gurri@birtingur.is kannski bara betra að fá póst þangað!

Guðríður Haraldsdóttir, 20.6.2007 kl. 15:09

9 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

En ég skil bara ekki af hverju þú skellir þér bara ekki á hann Tomma. Ég meina, þú þekkir greinilega fjölskyldu hans þannig að þú þarft ekki að óttast að mægjast neinum vitleysingum (eða hvað?). Ég vil fá að vita af hverju þú streitist á móti og góð rök.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.6.2007 kl. 16:16

10 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ég er komin með eitthvað í augað sjálf, hvurslags er þetta eiginlega, ég er ruggandi hérna fram og tilbaka sjálf... Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, vinan, hlakka til þess að koma heim, við verðum að mæla okkur mót á kaffihúsi eða eitthvað...

Bertha Sigmundsdóttir, 20.6.2007 kl. 16:38

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Skella mér bara á hann Tomma ... þekki fjölskyldu hans ... well, elskan hún Magga (mágkona) er bloggvinur (með IP-tölu) og ég hef aldrei séð hana. Held að við Tommi séum bæði of ung til að binda okkur, ég segi það satt! Lífið er rétt að hefjast og hvað heldur þú að hann nenni að þvo af mér sokkana þegar hann getur verið í golfi eða mannfórnum!

Guðríður Haraldsdóttir, 20.6.2007 kl. 17:01

12 Smámynd: www.zordis.com

Sokkazvottur er eftirsóknarverdur í tilhugalífinu!  Zad er ordid eftirsóknarvert ad komast í straetó med zér  kossar út um allt, í straetó!

www.zordis.com, 20.6.2007 kl. 19:17

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Elskan mín, ég held þú hafir hitt naglann á höfuðið rétt eina ferðina enn; þið eruð alltof ung til að binda ykkur.   Takk fyrir skeifulosandi bloggfærslu sem endranær !

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.6.2007 kl. 20:40

14 Smámynd: www.zordis.com

Gudmundur! Ertu búinn ad fara í brúsebadid eins og ég .... Hreynar meyjar og sveinar!  Best ad vara sig eins og Gudmundur!

www.zordis.com, 20.6.2007 kl. 22:43

15 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Einhver snilldar náungi (Kristinn Pálsson heitir hann) sem er með tónlistarþátt á rás 2 á sunnudagskvöldum rústaði næstum fyrir mér Baby I'm gonna leave you með því að flytja það í upprunalegri gerð The Plebs. Hérna er þátturinn ennþá: http://dagskra.ruv.is/ras2/?file=3591 og þetta var reyndar alveg í anda Rásar 2, ekkert nema snilldar músík og mikil rómantík, nema í þessari útgáfu af laginu reyndar.

Þetta var einmitt eitt af lögunum (,rétta" útgáfan með Zeppelin) sem ég setti á disk handa konu sem við þekkjum báðar, hin voru m.a. There must be 50 ways to leave your lover, If you've gotta go go now, Goodbye my love, hún skildi hintið!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.6.2007 kl. 23:03

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hef aldrei séð fólk vanga í strætó. Hefði viljað vera þarna

Jóna Á. Gísladóttir, 20.6.2007 kl. 23:56

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Getið þið Tommi ekki bara gert einfaldan díl. Ef þið eruð ekki gengin út og dáin úr hamingju með einhverjum öðrum þegar þið eruð seventy something að þá vilji hann kannski þvo sokkana þína og þú að klóra honum bak við eyra eins og ketti? Hann verður hættur að keyra þig í vinnuna enda þú hætt að vinna og svo getið þið setið á svölunum og þú sagt honum frá öllum leynigröfu og kafbáta elskhugunum sem voru í lífi þínu þegar þú varst enn of ung til að bindast?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.6.2007 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 285
  • Sl. viku: 2078
  • Frá upphafi: 1462127

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1786
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Örbylgjueldað
  • Örbylgjueldað
  • Diskóeyjan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband