Hvernig Valsararnir fóru með Skagastelpuna ...

Gaui Þórðar snillingurVið sigruðum! ÍA-Valur ... 2-1. Ætla ekki að reka upp siguröskur því að þá hættir Magga vinkona að tala við mig. Ég ber líka alltaf frekar hlýjar tilfinningar til Valsmanna (og er hrædd við Möggu) síðan ég spilaði handbolta með Val þegar ég var nýflutt í bæinn. Bjó á Bollagötunni og fannst voða gaman að kanna umhverfið fyrstu mánuðina.

Í einni rannsóknarferðinni fann ég Valssvæðið og ungur maður, væntanlega þjálfari hjá Val, bauð mér að vera með í handbolta. Liðið samanstóð af stelpnaklíku úr Hlíðaskóla, minnir mig, og það var ekki vegur fyrir 13 ára stelpu í Austurbæjarskóla að komast inn þannig að ég hætti fljótlega að mæta. Mér fannst ekki nóg að vera umborin. Ég hafði aldrei æft handbolta og var því látin spreyta mig í markinu. Þrátt fyrir nokkra nærsýni reyndist ég vera dúndurgóður markvörður og snögg að sjá hvaðan boltinn kom. Í úrslitaleik þar sem við kepptum um kókkassa var ég í markinu í fyrri hálfleik og fékk ekkert mark á mig. Af hálfvitaskap skipti þjálfarinn um markmann og sú stelpa var ekki jafnæðislega dásamlega fær og ég ... hitt liðið fékk kókkassann, ég átti ekki krónu og fór dauðþyrst heim. Þarna lauk farsælum handboltaferli mínum.

Jú annars, það var eiginlega bara gott, eiginlega bara alveg frábært að Valur tapaði í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það er nú álitamál eftir illa meðferð á unglingi af Bollagötunni ...

Guðríður Haraldsdóttir, 19.6.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

P.s. Mín vegna mega þeir vinna alla sína leiki sem eftir eru! Ég þurfti bara mína hefnd!

Guðríður Haraldsdóttir, 19.6.2007 kl. 23:11

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og hefndin var sko sæt!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.6.2007 kl. 23:52

4 identicon

Ég er Framari, og hefði sosum þegið að Skagamenn töpuðu stigum vegna botnbaráttunnar, en mér fannst bara svo ljúft að sjá Valsmenn tapa. Og mikið eftir af mótinu, þannig að ég er mjög kátur. Hamingjuóskir á Skagann!!!! Woo hoo, segja þeir á enskunni!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 00:52

5 identicon

Jæja ##%&/Ö_ mér þykir þú kokhraust en það var gaman að þekkja þig

Magga (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 00:52

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí mín ég læt mér heldur ekki nægja að vera umborin en það er fullkomlega óásættanlegt.  Fólki má vera illa við mig, ég get lifað með því en ekki hinu.

Er innfæddur KR-ingur og held frekar með ÍA en Val.  Það stendur í biblíunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2007 kl. 00:59

7 Smámynd: www.zordis.com

Ég keppti med KR í den og zad var gaman!  Ízróttir ánaegjunnar vegna   Skil zorstann vel, baedi í kókid og hefndina .......

www.zordis.com, 20.6.2007 kl. 07:01

8 Smámynd: Ester Júlía

*grát* Þetta er ekkert frábært.   Valur er gamla félagið mitt.  Er alin upp í hlíðunum.  Gekk í Hlíðarskóla ( reyndar austurbæjarskóla líka ef því er að skipta) og var í leikfimi í Valsheimilinu.  Miðsonur minn byrjaði i´Val 6 ára og var til 13 ára.  *grát grát grát* .

Nei svona í alvöru, er ekki tryggur Valsaðdáandi..langaði bara að vera á móti

Ester Júlía, 20.6.2007 kl. 07:55

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hélt jafnvel að bloggvinir mínir og Magga hefðu sem snöggvast tekið afstöðu með viðkvæma unglingnum af Bollagötunni gegn val ... bara rétt í augnablik ... en ...

Guðríður Haraldsdóttir, 20.6.2007 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 507
  • Sl. viku: 1239
  • Frá upphafi: 1460063

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 982
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DollyParton
  • Jason-Statham
  • 12. ágúst sko

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband