Rómantík en samt ekki ...

BrúðkaupstertaHafði ekki nema um stundarfjórðung til að vakna almennilega, hafa mig til og ná strætó í morgun. Ekkert kaffi var því drukkið í himnaríki í morgun en ég gat hlakkað til góða kaffisins í vinnunni sem ég er að drekka nákvæmlega NÚNA. Mikið er gott að vera svona viðhaldsfrí,  hafa svona góðan efnivið til að vinna úr; ekkert spartl ... bara hviss, bang og ég enn meira sæt en þegar ég vaknaði. Alla vega greindi ég hrifningu bæði hjá körlunum mínum þremur á stoppistöðinni og líka bílstjóranum í morgun. Það er svo sem ekkert nýtt! Ég var vör um mig þegar ég hoppaði út um dyr himnaríkis en enginn silfurlitur jeppi sat fyrir mér. Kannski kunna hundaníðingar ekki að lesa.

Á Langasandinum„Hva, engin umferð,“ sagði bílstjórinn þegar við komum út úr göngunum sunnanmegin. „Neibbs, þeir eru örugglega alveg lamaðir heima eftir gærdaginn,“ stakk ég gáfulega upp á. Hvernig verður næsta helgi, næstmesta eða jafnvel mesta ferðahelgi ársins? Samt fúlt að fara ekki í sumarbúðirnar tvær helgar í röð. Ég fer nefnilega í brúðkaup 07.07.07, eins og hálf þjóðin. Hressa bílstjóranum frá Húsavík er boðið í fjögur brúðkaup (og vonandi enga jarðarför) þennan dag og ætlar ekki að mæta í neitt, heldur fara í mótórhjólasniglaeitthvað .

Myndskreytingar á síðunni tengjast  brúðkaupum, þótt rómantík mín sé í sögulegu lágmarki núna.

Er mjög „ódugleg“ við að kommenta hjá bloggvinum mínum þessa dagana. Það orsakast af því að ég dett alltaf út og þarf að skrá mig inn við næstum hverja hreyfingu. Ég þarf að pikka allt hele klabbet inn jafnvel tvisvar á hverri síðu bloggvinar. Fyrst til að geta byrjað að kommenta, síðan þegar "bloggið" heldur því fram að ég sá óskráð og heimtar aðra skráningu. Arrrgggg!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Allir að gifta sig en samt er meiri en helmingur allra giftra mjög busy við að skilja.  Hvað endar þetta?  Þetta er eins og að grafa sífellt skurð og moka jafnharðan yfir hann aftur.  Ekki gifta þig, tölfræðilega endar það með skilnaði.  Ég hef gert það þrisvar og fer örgla bráðum að skilja eins og í hin 2 skiptin (segi sonna).  Kakan er flott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 08:48

2 identicon

Sama vandamál hér,dett stanslaust út úr innskráningu.Arg og garg.  Yndisleg bloggin þín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 08:57

3 Smámynd: Hugarfluga

Það er orðið alltof langt síðan ég hef farið í brúðkaup og ég fer ekki fyrr en í desember næst! Nema við skötuhjúin tökum upp á því að láta smyrja okkur saman í eina samloku fyrr. Veidiggi.

Hugarfluga, 25.6.2007 kl. 08:59

4 Smámynd: Jens Guð

  Það koma alltaf upp svona innskráningarvandamál af og til.  Ég hef grun um að það sé á einhverjum álagstímum vegna þess að þetta er bara stundum.  Ég hef helst lent í þessu eftir miðnætti.  Það eru ótrúlega margir sem virðast blogga um miðnætti eftir eril dags og kvölds. 

Jens Guð, 25.6.2007 kl. 09:29

5 Smámynd: Saumakonan

kvittikvitt (án þess að detta út)    Engin brúðkaup sem ég veit um á næstunni í þessari familíu og ekki ætla ég að fara að pína karlinn upp að altarinu... tók nú nokkur ár að fá blessaðan hringinn svo ég læt það duga... vil nú ekki hræða hann í burtu!

Saumakonan, 25.6.2007 kl. 09:37

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Þetta kemur stundum fyrir  hjá mér  en Gurrí skemmtu þér vel í brúðkaupinu

Kristín Katla Árnadóttir, 25.6.2007 kl. 09:58

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Engin vandamál hjá mér......

....ekki heldur við að commenta

Vona að þessir hundaníðingar brenni í víti!

Hrönn Sigurðardóttir, 25.6.2007 kl. 11:42

8 Smámynd: gua

Ég skrapp upp á Skaga í gær og keyrði á móti umferðinni kl 1700 og ætlaði síðan að bíða af mér umferðina aftur í bæinn en æææ var klukkutíma á leiðinni Notaði tímann til að skoða Skagann, fann Nínubúð fer þangað fljótlega en EKKi Skrúðgarðinn keyrði samt fram og til baka þarna ég held að hann (kaffihúsið) sé bara ekki nógu vel merkt þú ættir að láta vita af því.  Keyrði meira að segja undir gluggann á Himnaríki í von um að sjá drottninguna veifa af svölunum, nei enginn Gurrí og nú veit ég skýringuna, mín í draugastrætó á leiðinni heim. Það er hægt að komast að því hver er eigandi bílsins með því að hringja í skráningu bifreiða

gua, 25.6.2007 kl. 12:04

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

held ekki að þeir gefi lengur upp eigendur af bílnúmerum, er það?

Já, ég heyrði um daginn að í Dómkirkjunni minnir mig verða brúðkaup þennan dag frá kl. 8 um morguninn til kl. 10 um kvöldið. Það er voðalega krúttlegt að velja einhvern svona dag en er ekki það sem á eftir kemur meira aðkallandi? Þ.e. lífið í hjónabandinu.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.6.2007 kl. 12:23

10 identicon

Ætli nokkur hjón sem gifta sig 07.07.07 láti sér detta í hug að skilja ???  Það má ekki skemmileggja svona flottan giftingardag!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 12:29

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ó, GUA mín, engin Gurrí heima í himnaríki! Kaffihúsið er við hliðina á Nínubúð, í dökkbláu húsi og það er bjórskilti framan á ... þarf að segja henni Maríu minni frá þessu - það VERÐUR að merkja það betur!

Þessi 07.07.07 er svakalega flottur brúðkaupsdagur! Minn var nú bara 29.7.

Anna, ég legg ýmislegt á mig við að kommenta ef að mér er vegið .... passaðu þig bara!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.6.2007 kl. 12:36

12 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Gurrí mín, þá bara kommenta hjá mér, ekkert wesen á wordpress...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.6.2007 kl. 13:03

13 Smámynd: gua

það er hægt að fá allar upplýsingar nema þú sér leyniskráður

gua, 25.6.2007 kl. 14:36

14 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þeir sem gifta sig 07.07.07 geta svo kvittað undir skilnaðarpappírana 08.08.08, hehe nei vonandi ekki.

Björg K. Sigurðardóttir, 25.6.2007 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 213
  • Sl. sólarhring: 294
  • Sl. viku: 905
  • Frá upphafi: 1505912

Annað

  • Innlit í dag: 172
  • Innlit sl. viku: 738
  • Gestir í dag: 165
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband