25.6.2007 | 08:40
Rómantík en samt ekki ...
Hafði ekki nema um stundarfjórðung til að vakna almennilega, hafa mig til og ná strætó í morgun. Ekkert kaffi var því drukkið í himnaríki í morgun en ég gat hlakkað til góða kaffisins í vinnunni sem ég er að drekka nákvæmlega NÚNA. Mikið er gott að vera svona viðhaldsfrí, hafa svona góðan efnivið til að vinna úr; ekkert spartl ... bara hviss, bang og ég enn meira sæt en þegar ég vaknaði. Alla vega greindi ég hrifningu bæði hjá körlunum mínum þremur á stoppistöðinni og líka bílstjóranum í morgun. Það er svo sem ekkert nýtt! Ég var vör um mig þegar ég hoppaði út um dyr himnaríkis en enginn silfurlitur jeppi sat fyrir mér. Kannski kunna hundaníðingar ekki að lesa.
Hva, engin umferð, sagði bílstjórinn þegar við komum út úr göngunum sunnanmegin. Neibbs, þeir eru örugglega alveg lamaðir heima eftir gærdaginn, stakk ég gáfulega upp á. Hvernig verður næsta helgi, næstmesta eða jafnvel mesta ferðahelgi ársins? Samt fúlt að fara ekki í sumarbúðirnar tvær helgar í röð. Ég fer nefnilega í brúðkaup 07.07.07, eins og hálf þjóðin. Hressa bílstjóranum frá Húsavík er boðið í fjögur brúðkaup (og vonandi enga jarðarför) þennan dag og ætlar ekki að mæta í neitt, heldur fara í mótórhjólasniglaeitthvað .
Myndskreytingar á síðunni tengjast brúðkaupum, þótt rómantík mín sé í sögulegu lágmarki núna.
Er mjög ódugleg við að kommenta hjá bloggvinum mínum þessa dagana. Það orsakast af því að ég dett alltaf út og þarf að skrá mig inn við næstum hverja hreyfingu. Ég þarf að pikka allt hele klabbet inn jafnvel tvisvar á hverri síðu bloggvinar. Fyrst til að geta byrjað að kommenta, síðan þegar "bloggið" heldur því fram að ég sá óskráð og heimtar aðra skráningu. Arrrgggg!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Tölvur og tækni, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 213
- Sl. sólarhring: 294
- Sl. viku: 905
- Frá upphafi: 1505912
Annað
- Innlit í dag: 172
- Innlit sl. viku: 738
- Gestir í dag: 165
- IP-tölur í dag: 159
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Allir að gifta sig en samt er meiri en helmingur allra giftra mjög busy við að skilja. Hvað endar þetta? Þetta er eins og að grafa sífellt skurð og moka jafnharðan yfir hann aftur. Ekki gifta þig, tölfræðilega endar það með skilnaði. Ég hef gert það þrisvar og fer örgla bráðum að skilja eins og í hin 2 skiptin (segi sonna). Kakan er flott.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 08:48
Sama vandamál hér,dett stanslaust út úr innskráningu.Arg og garg. Yndisleg bloggin þín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 08:57
Það er orðið alltof langt síðan ég hef farið í brúðkaup og ég fer ekki fyrr en í desember næst! Nema við skötuhjúin tökum upp á því að láta smyrja okkur saman í eina samloku fyrr. Veidiggi.
Hugarfluga, 25.6.2007 kl. 08:59
Það koma alltaf upp svona innskráningarvandamál af og til. Ég hef grun um að það sé á einhverjum álagstímum vegna þess að þetta er bara stundum. Ég hef helst lent í þessu eftir miðnætti. Það eru ótrúlega margir sem virðast blogga um miðnætti eftir eril dags og kvölds.
Jens Guð, 25.6.2007 kl. 09:29
kvittikvitt (án þess að detta út) Engin brúðkaup sem ég veit um á næstunni í þessari familíu og ekki ætla ég að fara að pína karlinn upp að altarinu... tók nú nokkur ár að fá blessaðan hringinn svo ég læt það duga... vil nú ekki hræða hann í burtu!
Saumakonan, 25.6.2007 kl. 09:37
Þetta kemur stundum fyrir hjá mér en Gurrí skemmtu þér vel í brúðkaupinu
Kristín Katla Árnadóttir, 25.6.2007 kl. 09:58
Engin vandamál hjá mér......
....ekki heldur við að commenta
Vona að þessir hundaníðingar brenni í víti!
Hrönn Sigurðardóttir, 25.6.2007 kl. 11:42
Ég skrapp upp á Skaga í gær og keyrði á móti umferðinni kl 1700 og ætlaði síðan að bíða af mér umferðina aftur í bæinn en æææ var klukkutíma á leiðinni Notaði tímann til að skoða Skagann, fann Nínubúð fer þangað fljótlega en EKKi Skrúðgarðinn keyrði samt fram og til baka þarna ég held að hann (kaffihúsið) sé bara ekki nógu vel merkt þú ættir að láta vita af því. Keyrði meira að segja undir gluggann á Himnaríki í von um að sjá drottninguna veifa af svölunum, nei enginn Gurrí og nú veit ég skýringuna, mín í draugastrætó á leiðinni heim. Það er hægt að komast að því hver er eigandi bílsins með því að hringja í skráningu bifreiða
gua, 25.6.2007 kl. 12:04
held ekki að þeir gefi lengur upp eigendur af bílnúmerum, er það?
Já, ég heyrði um daginn að í Dómkirkjunni minnir mig verða brúðkaup þennan dag frá kl. 8 um morguninn til kl. 10 um kvöldið. Það er voðalega krúttlegt að velja einhvern svona dag en er ekki það sem á eftir kemur meira aðkallandi? Þ.e. lífið í hjónabandinu.
Jóna Á. Gísladóttir, 25.6.2007 kl. 12:23
Ætli nokkur hjón sem gifta sig 07.07.07 láti sér detta í hug að skilja ??? Það má ekki skemmileggja svona flottan giftingardag!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 12:29
Ó, GUA mín, engin Gurrí heima í himnaríki! Kaffihúsið er við hliðina á Nínubúð, í dökkbláu húsi og það er bjórskilti framan á ... þarf að segja henni Maríu minni frá þessu - það VERÐUR að merkja það betur!
Þessi 07.07.07 er svakalega flottur brúðkaupsdagur! Minn var nú bara 29.7.
Anna, ég legg ýmislegt á mig við að kommenta ef að mér er vegið .... passaðu þig bara!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.6.2007 kl. 12:36
Gurrí mín, þá bara kommenta hjá mér, ekkert wesen á wordpress...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.6.2007 kl. 13:03
það er hægt að fá allar upplýsingar nema þú sér leyniskráður
gua, 25.6.2007 kl. 14:36
Þeir sem gifta sig 07.07.07 geta svo kvittað undir skilnaðarpappírana 08.08.08, hehe nei vonandi ekki.
Björg K. Sigurðardóttir, 25.6.2007 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.