Ekkiboldhorf, einstæðar mæður og enski boltinn

Ridge á brúðarskónumÞarf að játa mig seka um að hafa „ekkihorft“ á boldið núna, það rúllaði í sjónvarpinu en ég hreinlega gleymdi að fylgjast með af athygli. Tók samt eftir því að Ridge horfði morðaugum á slökkviliðsmann eða löggu sem færði Taylor blómvönd en Taylor, geðþekka geðlækninum, tókst að tala mann nokkurn ofan af því að fremja sjálfsmorð. Hún er sem sagt farin að vinna aftur. „Er ég eina manneskjan sem vissi ekki að Taylor er byrjuð að vinna?“ spurði hann pirraður. Hefur Ridge alltaf verið svona rosalega leiðinlegur?
Ef ég á að giska á atburði undanfarinna þátta sem ég hef ekki séð, þá má vera að Eric faðir Ridge, ekki blóðskyldur, hafi gifst Jackie, mömmu Nicks og fyrrverandi eiginkonu Massimos, blóðföður Ridge. Já, og Brooke hafi gifst bjargvætti Taylor, þessum sem ég man aldrei hvað heitir. Já, og Nick og Bridget hafi gifst fyrir rest! Veit þó ekki, en mikil giftingarsýki ríkir í þessum þáttum.  

Einstæðar mæðurHeyrði umræður í dag, fremur neikvæðar, um „þessar einstæðu mæður“, svikarana sem þykjast vera einar á báti en eiga kærasta með tekjur og fá FULLT af meðlagi og mæðralaunum. Hér er misskilningur á ferð, þetta eru pör, ekki einstæðar mæður, svona ef einhver hefur ekki áttað sig á því! Einstæðar mæður eru einstæðar mæður og þær hafa það flestar skítt! Mikið hefði verið gott ef ég hefði áttað mig á því fyrr, þá hefði ég getað rifið kjaft á móti!

Enski boltinn verður á Sýn 2 í vetur. Veit einhver hvað það þýðir? Ég er með Stöð 2 og Sýn núna, ætli ég þurfi að borga meira til að sjá þann enska?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það getur stundum verið langur í þér fattarinn þú þarfna einstæðamóðirinðín addna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sýn smín hvín tvö.... Skil orðið ekkert í öllum þessum stöðvum. Búin að snúa mér alfarið að þessum eina skjá sem ég sit fyrir framan akkúrat núna hnahnahnahnahnahna

Jóna Á. Gísladóttir, 25.6.2007 kl. 21:10

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Jenný, rosalega langur fattarinn og tók mig mörg ár að ná þessu. Þessi misskilningur virðist ríkja enn hjá allt of mörgum. Þekkti ekki liðið sem var að spjalla og vildi ekki troða mér inn í umræðurnar.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.6.2007 kl. 21:17

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

,,Ég  var að glápa á  boldið þetta er orðin  mikil drama , ég  er líka með sýn.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.6.2007 kl. 21:34

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Halló Gurrí!

Var einmitt í gær að rabba um Sýn 2 við einn bræðra minna í gær. EFtir því sem við best vitum, verður þetta bara eins snið og var á Skjasport, ein svona móðurrás þar sem aðalleikirnir verða og svo einhverjar hliðarrásir, eins og reyndar eru nú þegar, extra og extra 2.

Verðlagningin virðist hins vegar ekki komin á hreint, t.d. hvað nýr áskrifandi borgar, lið eins og ég í M12 borgar o.s.frv. Kannski stendur þetta í yfirmönnum þarna, verður að vera nógu dýrt til að standa undir allavega einhverjum grunnkosnaði (auglýsingar + kostun á væntanlega að mynda arð af dæminu?) en nógu ódýrt eða sanngjarnt til að laða sem flesta að og halda jafnframt sem flestum áfram!?

Áskriftargjaldið semsagt ekki ávkeðið enn sem og fleira að því best er vitað!

Nú fer svo Formúlan yfir líka, hún kostar nú sitt, en mun víst ekki skila nýjum áskrifendum sem slík, ekki leyfilegt að sýna hana í læstri dagskrá, en ýmsa þætti í kringum hana má ef til vill sýna þannig og gætu vþí skilað einhverju, veit ekki, en það veit ég þó, að sumir fótboltaáhugamenn sem horfa ekki á Formúluna, hafa áhyggjur af að boltinn verði dýrari vegna bílanna, verði látin niðurgreiða kosnaðinn við þá!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.6.2007 kl. 21:52

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Horfir virkilega einhver á þessa þvælu? Púff ég horfi til himins....

Heiða Þórðar, 25.6.2007 kl. 22:45

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ágætt að detta inn  í boldið ef maður er heima með flensu eða fótbrotinn

Fullt af meðlagi og mæðralaunum!!!! Veit fólk hvað meðlagið er hátt og hvað þá mæðralaunin? Svo finnst mér nú engum koma við þótt einstæðar mæður eigi kærasta og jafnvel farnar í tilraunasambúð eins og svo margar sambúðir eru í dag. Það kemur ekki meðlagi og mæðralaunum neitt við.    Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.6.2007 kl. 23:05

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hvaða pakk var þetta Gurrí mín? Ég er að hugsa um að berja það á huglægan hátt að sjálfsögðu. Ég skal sýna þeim skattaskýrsluna mína, launaseðlana og bankayfirlitin. Allt fyrir málstaðinn. Urr.

Ridge hefur alltaf verið leiðinlegur og með asnalegt hár.

Laufey Ólafsdóttir, 25.6.2007 kl. 23:42

9 identicon

Fyrir stuttu síðan (tveimur þremur vikum held ég) skrifaði Hörður Magnússon komment inn á Liverpool-bloggið þar sem verið var að ræða einmitt hvað myndi breytast við að fá Enska boltann yfir á Sýn 2 - það sem mér skildist á Herði þá er það sem ég trúi í dag, og það er það að leikirnir verða ekki færri (það verður aðalrás og hliðarrásir), Sýnarfólkið heitir betri útsendingum og umfjöllunum (hvað svo sem felst í því) og Hörður bjóst við að áskriftin að enska boltanum yrði svipuð dýr og hún var hjá Skjá sporti, gæti verið aðeins dýrara en "óverulega" ... Ég er í M12 og ég vona að það skili mér einhverjum afslætti ...

Þessu man ég eftir ... en veit ekki hvort eitthvað hefur ákveðið breyst síðan þá. (Fannst bara frábært að starfsmaður Sýnar hafi gefið sér tíma til að fara inn á blogg og leiðrétta ýmsa hluti og svara um leið fyrirspurnum áhugamanna... enda Hörður langskemmtilegasti íþróttafréttamaðurinn í dag finnst mér) 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 134
  • Sl. sólarhring: 312
  • Sl. viku: 826
  • Frá upphafi: 1505833

Annað

  • Innlit í dag: 106
  • Innlit sl. viku: 672
  • Gestir í dag: 105
  • IP-tölur í dag: 101

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband