26.6.2007 | 14:05
Stórborgarstemmning í dag
Eftir sjúkraþjálfunina í hádeginu fór ég í apótekið og keypti laxerolíu. Það kom ahh, þessi með harðlífi-svipur á afgreiðslukonuna þannig að ég flýtti mér að segja henni frá dásemdum laxerolíunnar í sambandi við vöðvabólgu, bæði setja hana í baðvatnið og líka bera hana á herðarnar eða hvar sem mann verkjar. Ekki vil ég ganga undir nafninu Konan með harðlífið! Það var nóg að vera kölluð Mafíuforinginn á Króknum í gamla daga. Það var ekki vegna glæpa minna, heldur hippalegs útlits, rétt náði í rassinn á hippatímabilinu og hermdi þetta eftir stóru systur á meðan Hilda sýndi sjálfstæði og gekk í terlínbuxum sem þá voru í tísku.
Keypti Skessuhorn í bókabúðinni og tók strætó heim, það kostar bara 100 kall og maður verður ekki fyrir bíl á meðan. Ég gat alveg eins verið í New York að lesa New York Times, mér leið þannig. Svo fékk ég far heim að dyrum himnaríkis til að þú sólbrennir ekki, sagði góði bílstjórinn. Fjöldinn í strætó eykst stöðugt. Ég hringlaði oft ein í litla vagninum í fyrra, nú vorum við t.d. fimm í og erum oft fleiri. Mikið vona ég að strætóinn fari að ganga um helgar, er viss um að einhverjir myndu þigga að skreppa með strætó úr Grundahverfinu niður í Skrúðgarð í kaffisopa. Svo væri hægt að labba heim ... eða alla vega hálfa leið.
Ef ég fann mun á mér síðast eftir sjúkraþjálfunina þá er hann enn meiri núna. Beta píndi mig og kvaldi eftir að hafa svæft mig í hitasængum og teppum í smástund. Ég haltra t.d. ekki lengur út úr strætó, heldur hoppa og skoppa, eins og sætu lömbin. Aldeilis sjón að sjá!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 171
- Sl. sólarhring: 339
- Sl. viku: 863
- Frá upphafi: 1505870
Annað
- Innlit í dag: 137
- Innlit sl. viku: 703
- Gestir í dag: 132
- IP-tölur í dag: 128
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
ég verð bara að segja þér sögu í tilefni af þessari færslu; seinast þegar ég fór í apótek í Reykjavík þá var ég eini kúnninn í búðinni, en svo kemur fræg manneskja inn akkúrat þegar ég fór að afgreiðsluborðinu, sem ég nafngreini að sjálfsögðu ekki. Ég lenti í að standa við hliðina á henni við afgreiðsluborðið - og hún var einmitt að kaupa sér magalyf, he humm, við niðurgangi. Hún leit á mig einsog ég væri djöfllinn sjálfur fyrir að vera þarna, og meiraðsegja ég var vandræðaleg. En þetta getur nú gerst fyrir alla
halkatla, 26.6.2007 kl. 14:12
Gurrí mín farðu nú að koma út úr skápnum með laxerolíuna. Audda þarf maður stundum smá hjálp með magann. Híhí. Heilar fimm manneskjur í strætó. Váááá
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2007 kl. 14:41
Þetta er lítill strætó, þarna kélling! Virkar margt þegar fimm manns eru inni í honum. Myndi nota eitthvað allt annað en laxerolíu fyrir mallakút!
Halkatla, þurfti manneskjan virkilega að lýsa öllu fyrir afgreiðslumanneskjunni? Arggg! Ég hefði bara beðið um eitthvað stemmandi og þóst vera að kaupa fyrir mömmu ... heheheh. Djók. Skrýtið hvað sumar vörur eru "skammarlegri" en aðrar. Þegar strákurinn minn fékk lús fyrir 25 árum hringdi ég á undan mér í apótekið og bað um að lyfið yrði sett í brúnan bréfpoka, fannst þetta skelfilega skammarlegt! Vann um tíma í apóteki og fékk ungan strák til mín sem spurði um það sem allir strákar kaupa. Ég sagði nokkrum sinnum HA? Hræðilegt, hann var bara að kaupa smokka, greyskinnið!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.6.2007 kl. 14:49
Haha, já eins og litlu lömbin, en þú ert nú ekkert lamb að leika við, fröken G!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.6.2007 kl. 15:53
VERÐ að fá að vita NÁKVÆMLEGA
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 16:34
Hvað viltu vita nákvæmlega, heillin mín?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.6.2007 kl. 16:38
Tæknivandamálin þín hafa greinilega flust í mína tölvu - Gurrí- hvað gerðirðu! - ég held samt áfram ótrauð: Sem sagt: VERÐ að vita NÁKVÆMLEGA hvernig mafíuforinginn var klæddur, get ekki beðið - náði nefnilega líka í rassinn á hippatímabilinu. Mamma, sem vann í búð, faldi sig inni á lager þegar ég mætti í búðina í afrópelsinum, götóttum og rifnum
P.S. Sástu hvað ég er búin að setja í spilarann minn - bara fyrir þig - knús
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 16:39
Var með ljónsmakka, gekk í Álafossúlpu, gallabuxum niðurmjóum með hekluðum dúllum á hnjánum og stundum var ég í vinnuskyrtu. Vá, hvað ég hef verið flott! Hætti í landsprófi í Vörðuskóla af því að ég var svo hrædd við Erlend Jónsson kennara sem lagði mig í einelti, fannst mér, með setningum á borð við: "Guðríður, helltu úr þinni andlegu ruslatunnu og segðu okkur hvað andlag er!" Svo tók ég landsprófið á Króknum ári seinna. Við vorum við bara tveir hippar í skólanum, Óli Matt og ég. Heilsumst enn úti á götu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.6.2007 kl. 16:46
Já, ég sá lagið og mun sko hlusta á það reglulega í bloggheimsóknum til þín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.6.2007 kl. 16:46
ekkert smá flott! en SKAMM á þennan kennara - svona fólk á bara að sleppa því að kenna!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 17:30
Þessi kennari virti bara þá krakka sem rifu kjaft við hann ... eitthvað sem ég var ekki alin upp við að mætti gera! Eins og ég var góð í íslensku!
Það var frábært að fara á Krókinn og fá góða kennslu, kennurunum var sko ekki sama ef við lærðum ekki heima. Mikil viðbrigði að flytja frá Akranesi, 13 ára, úr vernduðu umhverfi og í borgina þar sem allt var stærra og erfitt að fóta sig. Held að það hafi hreinlega bjargað okkur systkinunum á margan hátt að Hjalti föðurbróðir okkar var skólastjóri í Austurbæjarskóla. Hann hvatti mig m.a. að halda mig við Áslaugu, sessunaut minn, sem vinkonu og það hef ég gert síðan. Hún er frábær vinkona í blíðu sem stríðu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.6.2007 kl. 17:48
Eins og lamb ad vori! Er haegt ad vera frískari! Ég nota olívuolíu á allt og hún er í senn graedandi sem naerandi .....
www.zordis.com, 26.6.2007 kl. 18:50
Fannst við hæfi að birta mynd af Courtney Lamb hægra megin af því að mér leið eins og lambi að vori. Ólífuolía er æði, fín í bað líka en það er eitthvað verkjastillandi og bólgueyðandi í laxerolíunni, held ég. Hún virkar alla vega!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.6.2007 kl. 19:06
Gurrí litla lipurtá
Jóna Á. Gísladóttir, 26.6.2007 kl. 21:32
Hlakka til ´skan!
Arna, vona að laxerolían virki vel á þig og þína! Ég er eiginlega alveg bit yfir þessari virkni.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.6.2007 kl. 21:32
Iss, piss, maður labbaði þetta í mínu ungdæmi. Það eru vart nokkrar veglengdir þarna til að tala um, nema maður búi út við Ásfell. En þetta var auðvitað í þá daga sem maður óð snjóinn upp að hálsi í skólann þó fellibyljir geysuðu.
krossgata, 26.6.2007 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.