Innipúkar

RennibrautÍ sól og sumarylFlestir samstarfsmenn farnir út í sólina en vér Vikukonur þurfum að senda allt í prentsmiðju í dag og bíðum eftir góðgæti úr prentaranum til að geta lesið yfir. 

Mikið er ég fegin að vera ekki sóldýrkandi, þá væri ég viðþolslaus. Nýt bara rólegheitanna sem hafa læðst yfir. Gott að hér er smávindur ... annars myndi allt bráðna. Hitti Ingu vinkonu áðan og hún talaði um að það væri hrikalega mikil umferð, hún var á leið í garðinn sinn þar sem er algjör suðupottur! Fjara, tíkin hennar, var í bílnum og þvoði mér vel og vandlega. Slepp því við að fara í ísmolabað í kvöld ...

Guðrún Eggerts er svipuð vélstýrunni í almennilegheitum og nú á að skutla manni á Skagann í kvöld eftir vinnu. Held að Guðrún eigi heimsóknametið síðan ég flutti uppeftir ... án þess að ég telji heimsóknir fólks.

Fann þessa sumarlegu og sætuÍ sól og sumaryl mynd og ákvað að deila henni með ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er nú eingin sérstakur sóldýrkandi Gurrí mín en ég fór út í dag og var í sólinni ég var að drepast úr hita alltof heitt fannst mér.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.6.2007 kl. 19:56

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

já svakalega krúttleg mynd

Jóna Á. Gísladóttir, 29.6.2007 kl. 20:16

3 identicon

Vá æði.......fær maður þá rifin börn!!!!!!!! Náttrlega bara ósmekklegt

Magga (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 20:49

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jamm...sólin ykkar megin og hérna megin allt að RIGNA í kaf...flóð og hörmungar..meira af slíku næstu fimm dagana...en ég er svo heppin að búa í brekku svo allt lekur niðureftir. Nema ég..ég stend uppúr eins og sólin ein og líkar bara vel útsýnið hjá mér.

Knús til þín Gurrí...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.6.2007 kl. 21:28

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Rifin börn? Ef þú skoðar myndina vel sérðu að skórnir stoppa drenginn í að komast lengra ... svo er þetta bara uppstilling. Enginn í hættu. Ég var bara svo öfundsjúk út í þá sem gátu verið úti í góða veðrinu meðan ég vann að ég vildi sjokkera þá þegar þeir komu inn í límonaðisafa og íste ... og svo veistu líka hvað ég er nærsýn. Sá þetta ekki almennilega fyrr en ég stækkaði þetta upp í raunstærð. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.6.2007 kl. 21:30

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hæ, elsku Katrín, þú bara komst í heimsókn þegar ég var að reyna að afsaka mig við Möggu ... Knús á móti í rigninguna, elskið mitt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.6.2007 kl. 21:31

7 identicon

Heyrðu annars.....var að finna kaffibaunir......datt í hug að bjóða þér í kaffi.....er ekkílagi að þær séu síðan um miðja síðustu öld

Magga (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 21:38

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Við getum kannski reykt þær saman í friðarpípu?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.6.2007 kl. 21:58

9 Smámynd: Ólafur fannberg

krúttmynd

Ólafur fannberg, 29.6.2007 kl. 22:05

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, skil ekki æsinginn í henni Möggu yfir henni ... Þótt krakkinn lendi á hundaskít eða eitthvað ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.6.2007 kl. 22:17

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

heh, þetta var engin uppstilling, augljóslega fótósjoppað. Og reyndar bráðfyndið. Kallið mig sick...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.6.2007 kl. 23:44

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Loksins einhver sem skilur mig, held að ég skelli "vondu" myndinni aftur inn til að Magga missi ekki alveg mannorðið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.6.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 214
  • Sl. sólarhring: 293
  • Sl. viku: 906
  • Frá upphafi: 1505913

Annað

  • Innlit í dag: 173
  • Innlit sl. viku: 739
  • Gestir í dag: 166
  • IP-tölur í dag: 160

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband