Bráðnun í himnaríki

Kælandi dæmiMikill dýrðardagur er þetta, við kettirnir höfum setið úti á svölum og svolgrað í okkur c-vítamínið. Skagamenn vaða í sjónum hérna fyrir neðan, alls óhræddir við krabba, rækjur, hákarla eða krókódíla. Þessi sandur er algjör dýrð, en það eru svalirnar mínar líka.

Tókst bara ágætlega að sofa út, rétt rámar í að hafa slökkt á klukkunni klukkan sex. Á sumrin þýðir ekkert að reyna að sofa mikið lengur en til hádegis en þá fer sólin að baka rúmið og hver vill breytast í marmaraköku eða þaðan af verra.

Þar sem enginn sér á svalirnar góðu nema fuglinn fljúgandi gæti ég þess vegna farið úr peysunni en af tillitssemi við flugumferð ákvað ég að gera það ekki. Hef þó heyrt stöku bremsuhljóð í flugvél ... en þegar vonarneistinn hverfur þá halda þær sína leið.

Megi dagurinn verða ykkur dýrlegur, sólin baka ykkur og ísinn bráðna í munninum. Ætla að taka Jón Kalman (bók) með mér út á svalir núna ... og góðan drykk (kaffi). Ef ykkur verður of heitt, kæru bloggvinir, er hér þessi dýrðarinnar vetrarmynd til að kæla sig við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sandkakan þín addna

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2007 kl. 15:01

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eigðu flottan dag á svölunum og gættu þín á gr... flugmönnum

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2007 kl. 15:09

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

SVonasvona Gurrí, fyrrverandi Innipúki í vinnunni, faraúrpeysufaraúrpeysufaraúrpeysu!!!

FEgurð heimsins á ekki endalaust, jafnvel þó flugslys hljótist af!

SAma svalaveðrið annars hérna, en gremjugola ef þú hættir þér úr skjólinu.

Skrifaði svona fallega um Lewis vin þinn í gærkvöldi, skoða, en þá vinnur hann ekki tímatökuna, árans!

En kaffiskál fyrir þér frækna mey!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.6.2007 kl. 16:41

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kaffiskál fyrir þér! Hættu bara að skrifa um Lewis ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.6.2007 kl. 16:43

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, ég sem ætlaði að semja 242 erinda dýrðardrápu um hann fyrir þig!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.6.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 38
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 676
  • Frá upphafi: 1505967

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 545
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband