Svalastemmning og tásufetttissss

Af tám og köttumRiðið í rökkrinuTolldi bara til fjögur á svölunum en samt náði ég rauðleitum blæ á annars undanrennugráa húðina. Ætti kannski að koma mér upp kremi með sólstuðli .. eða hvað þetta heitir. Ólífuolía er ekki sniðug, nema til að komast í kynni við góða fólkið á brunadeildinni. Eins og sjá má á myndinni til hægri var ég nakin í sólbaði, eins og vera ber. Bókin er algjört æði. Klára hana í kvöld og síðan hinar tvær í sama bókaflokki. (Skurðir í rigningu eftir Jón Kalman)

Náði nokkrum stemmningsmyndum. Ein er síðan seint í gærkvöldi og er af manni sem laumaðist niður á sand í skjóli nætur og framkvæmdi athæfi sitt mun hljóðlausar en flestir Langasandsgestir þann sólarhringinn.

Kíkti í heimsóknir til nokkurra bloggvina í dag en dett svo oft út úr skráningunni að það er álíka erfitt að kommenta fyrir mig og þá óinnvígðu á Moggablogginu. Fór um fleiri lendur og skemmti mér vel yfir nokkrum bloggum, m.a. bloggi Mengellu sem ég linkaði á um daginn.

Útsýnið til norðaustursSkil ekki alveg þá sem missa sig í því að dissa Moggabloggið, þetta er bara enn einn bloggheimurinn og sá einfaldasti fyrir svona hálfgerða tölvuklaufa eins og mig.
Las blogg nýjustu bloggvinanna. Listinn er orðinn langur á síðunni en ég tími ekki að grisja. Kannski maður ætti að fara að henda Hrólfi út, hann er hættur, við mikinn söknuð minn. Hann fór yfir öll mörk en var samt svo fyndinn.

Svampur, bloggóvinur minn, leggur mig í einelti en mér finnst það bara fyndið. Vona samt innst inni að enginn trúi honum. Ég myndi aldrei ráðast á einhvern mann í brekkunni á leið til vinnu, ég hlakka of mikið til þess að fá mér morgunkaffið til að ég nenni að horfa áfergjulega á einhverja karla, hvað þá stökkva á þá.
Jamm, best að fara að hlusta á fréttir á Stöð 2 og njóta aðeins kvöldblíðunnar úti á svölum á meðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég er eitthvað að missa af þessu mogga-blogga-dissi....

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Stefán Pálsson nokkur lýkur alltaf hverri bloggfærslu sinni með ósk um ófarnað Moggabloggsins. Frekar fyndið samt. Hjörtur J. Guðmundsson, bloggvinur minn, talar um þetta á bloggsíðu sinni og vísar í Mengellu.

Guðríður Haraldsdóttir, 30.6.2007 kl. 19:02

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Keli minn, kíkti á ykkur, kommentaði meira að segja hjá þér en datt svo út. Núna þori ég ekki að aftengja mig fyrr en ég fer að sofa fyrst svona vel gengur að haldast inni.

Guðríður Haraldsdóttir, 30.6.2007 kl. 19:16

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Please Baby please! ´Don´t throw me away as the trash everyday! I´am so poor and lonesome little boy, deep in the dirt of life! Oh,ust af desperate soul in a wild and cruel world!

Hahaha þetta fer bara að hljóma eins og léttþungavigtarlýsing á volæði, ekki satt fröken Gurrí!

En held nú, svo aftur sé snúið til hversdagsins, að ekki veitti af að taka tölvuna þína í gegn aðeins, eða að þjónustufyrirtækið sé bara ekki að standa sig!? Hjá mér er þetta alveg öfugt, liggur við að Moggabloggið fari bara í fýlu ef ég vil hætta haha!Flýg alltaf inn og hangi þar, en bloggið er þó ekki alveg gallalaust.

Magnús Geir Guðmundsson, 30.6.2007 kl. 20:28

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Já, þetta er orðin langur listi hjá þér,er samt viss um að þú samþykkir mig, ef ég bæði um það. Get nefnilega mútað þér með mynd af Himnaríki.

En ætla ekki að biðja þig um það, þú verður að biðja MIG. Það hefur nebbnilega engin gert áður, ég verð alltaf að snýkja mér bloggvini (grátukall).

Þröstur Unnar, 30.6.2007 kl. 20:49

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég fer beint í málið, Þröstur Unnar, og lem þig ef þú svo hafnar mér!

Guðríður Haraldsdóttir, 30.6.2007 kl. 21:16

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Berutásukveðjur frá svölum til svala!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.6.2007 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 401
  • Sl. sólarhring: 401
  • Sl. viku: 2363
  • Frá upphafi: 1456066

Annað

  • Innlit í dag: 353
  • Innlit sl. viku: 1954
  • Gestir í dag: 332
  • IP-tölur í dag: 323

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband