1.7.2007 | 14:40
Eru þau ekki að herma eftir Lindu Pé?
Mikið var ég ánægð yfir því að það fæddist dóttir hjá hefðardúllunum í Danmörku. Völvan okkar hjá Vikunni var svo viss um það en ég er efasemdarmanneskja ... Spádómar völvunnar okkar birtust líka í danska BT og það sem hún sagði þar hefur líka komið fram!
Líst vel á nöfnin á prinsessunni og flott hjá foreldrunum að breyta aðeins til frá hefðunum.
Man hvað mér fannst flott þegar Hilda á Hóli reyndist heita Gunnhildur Benedikta Friðrika fullu nafni. Gleypti í mig bækurnar um Hildu í gamla daga. Hef alltaf verið hrifin af svona voldugum nöfnum. Samt heitir erfðaprinsinn minn tveimur frekar stuttum nöfnum. Tískan var þó önnur í nafngiftum þegar hann fæddist og þess vegna heitir hann ekki Guttormur Vilhjálmur eða slíkt. Nei, hann heitir Ljótur Bambi! Eða myndi kannski heita það hefði hann fæðst 25 árum síðar.
Dönsk prinsessa nefnd Ísabella | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 670
- Frá upphafi: 1505961
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 540
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
En þú komst nú ansi nálægt þessu þegar þú svo skírðir einkaerfingjann Ófríðan Barnunga eða hvað?
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 14:43
-Af hverju heitir heita vatnið heita vatnið?
Eitthvað verður það að heita, vatnið.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.7.2007 kl. 15:14
Adda, Anna í Grænuhlíð og Hilda á Hóli voru mínar uppáhalds. Mundi samt ekkert eftir þessu stóra nafni hennar Hildu, hugsa að ég með mitt stutta nafn hefði nú bara fengið minnimáttarkennd ef ég hefði tekið eftir því. En þetta með völvuna: Gæti ég þá kannski líka fengið svona völvudjobb??? Ég veit alltaf hvort kynið er þegar ég horfi á óléttukúlu!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 15:18
Heheheheh, fyndnar addna! Anna, ég hafði líka mjög gaman af dramanu um Önnu í Grænuhlíð. Svo fann ég demanta í gömlu bókunum hennar mömmu, eins og Beverly Grey, Snjallar stúlkur (fann þá snilldarbók frá 1946 í gegnum Gvend dúllara en mömmu eintak var týnt), Ráðskonuna á Grund, Gesti í Miklagarði og fleiri. Verst var hvað vantaði inni í seríurnar, eins og Beverly Grey-bækurnar. Mamma er tvíburi og þær systur fengu oft sameiginlegar gjafir eins og þær væru ekki tveir einstaklingar! Bókasafn Akraness bætti úr þessu. Já, og ég bendi á þig sem ólétturáðgjafa völvunnar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.7.2007 kl. 15:48
Þetta er voldugt nafn sem daman fékk, vorkenni henni samt þegar hún fer að læra að skrifa nafnið sitt. Úff!
Er samt að spá í hvort þetta sé eitthvað statement að hafa nafnið á drottningunni síðast, eitthvað tengdóvesen?
Björg K. Sigurðardóttir, 1.7.2007 kl. 15:53
Nostalgía hér. Beverly Gray, Baldintáta, Hilda á Hóli. Sérstaklega Hilda. Hef lengi verið að spá í að lesa þær bækur aftur. Kallaði ekki Soffía litla nýfundna afann Afasín. Sossattín er orð sem mig rámar í líka. Soldið sona eins og Jennýsín hennar Jenfo.
Jóna Á. Gísladóttir, 1.7.2007 kl. 16:47
Ég las aldrei Hildu á Hóli, veit ekki einu sinni hvaða bækur það eru. En af því að Anna frá Grænuhlíð var nefnd verð ég endilega að segja frá því að ég hef komið í Grænuhlíð. Lucy Maud Montgomery, höfundurinn, bjó á nágrannabæ við Grænuhlíð en elskaði þennan bæ og gerði hann því að sögusviði bóka sinna. Og það eru í alvöru ástargöng frá bænum. Á Prins Edward eyju hefur líka verið byggt upp þorp að nafni Avonlea og þjónar sem skemmtigarður fyrir túrista. Enda var Avonlea bæði í bókunum um Önnu og svo að sjálfsögðu síðar í 'Leiðin til Avonlea'. Daginn áður en ég fór til Prins Edward eyju gisti ég á hóteli í Halifax og sá þá konu í ótrúlega flottum jakka, þannig að ég horfði meir á hana en ég horfi svona vanalega á fólk sem ég mæti á hóteli. Allt í einu snéri hún sér við og þá sá ég að þetta var engin önnur en Jackie Burroughs sem lék aunt Hettie, í Leiðinni til Avonlea. Fannst þetta ferlega fyndin tilviljun.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.7.2007 kl. 18:53
Skemmtileg saga hjá Kristínu, Sjónvarpskonu ekki satt?
Ég strákskömmin man nú vel eftir þessum þáttum frá fyrri tíð, Leiðin til Avon Lea minnir mig sérstaklega að hafa verið mjög vinsælir.
En útaf nöfnunum mörgu á kóngafólkinu, þá eru nú fleiri sem lenda í þessu, m.a. "Maðurinn með gullröddina" Pálmi Gunnars, hann var skírður allavega Aðalsteinn Helgi líka, gott ef ekki einu nafni til!?
Magnús Geir Guðmundsson, 1.7.2007 kl. 20:15
Held að Kristín sé "bara" íslenskufræðingur í framhaldsnámi ... veit ekki með sjónvarpið. Annars er ég algjör dóni ef ég hef ekki þekkt hana.
Ég á vinkonu sem heitir Guðjóna Sigríður Elísabet ... kölluð Gauja. Hún ber þessi nöfn með miklum sóma! Veit ekki með Pálma, hef aldrei heyrt þetta.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.7.2007 kl. 20:22
Hvað með Milly-Molly-Mandy stelpur? Og Möttu-Maju? Hönnubækurnar og..og..og. Ég held að ég hafi sjaldan hlegið eins mikið sem unglingur þegar ég las ráðskonuna á Grund.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 22:34
Ég hafði engan áhuga á þessum stelpubókum. Las bara Bonanza og Frank&Jóa..enda heita synir mínir Frank & Jói...hmm...nei átti einu sinni kærasta sem heitir Frank en man ekki eftir neinum Jóa...
Ég heiti nú bara Guðríður og kölluð Brynja...
Ljótur Bambi..ææ..
Brynja Hjaltadóttir, 1.7.2007 kl. 23:12
Ó já ! Hönnu bækurnar :) þegar ég var krakkakvikindi las ég Hönnu bækurnar, var sérstaklega hrifin af " hanna eignast hótel" ætlaði mér sannarlega að eignast hótel þegar ég yrði stór :) nema hvað, þegar ég varð stór, átti ég GISTIHEIMILI á Hvammstanga Gunnukaffi, en það gerðist nú aldrei nein sérstök dramatík þar hehehe
En svona er nú að trúa á draumana sína, þá eru miklar líkur á að þeir rætist .
Guðrún Jóhannesdóttir, 2.7.2007 kl. 01:34
Það er rétt hjá Gurrí, ég er bara málfræðingur. Annars var ég með þættina Daglegt mál um tíma í útvarpinu og í ein tvö ár var ég málfarsráðunautur á sjónvarpinu, þannig að ég er næstum því sjónvarpskona.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.7.2007 kl. 02:25
Ég setti BARA innan gæsalappa af því að mér finnst ögn merkilegra að vera málfræðingur ... lít alla vega rosalega mikið upp til þín!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.7.2007 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.