Sönn ást í himnaríki

Er búin að vera í algjöru nostalgíukasti í dag milli sólbaðs og kjúklingaeldamennsku.
Hef ekki talið skiptin sem ég hef hlustað á Rick Wakeman í dag og sl. nótt. Skelli yfir á 2.20 mín. á spilaranum á Youtube og hlusta á sönginn. Þetta var eiginlega eina lagið sem ég hlustaði á af plötunni á sínum tíma. Á Journey to ... var ég snillingur með nálina á plötuspilaranum og spilaði miskunnarlaust tvo sungna kafla aftur og aftur. Setti annan þeirra á link fyrir Akureyrar-Önnu í dag. Veit ekki hvort hún hefur séð það.

Ætla ekki að leggja á ykkur að horfa á þetta aftur (ef þið hafið þá kíkt í gærkvöldi) en gaurinn vinstra megin syngur SVO vel ... unglingahormónarnir vöknuðu til lífsins og ég er orðin ástfangin ... af rödd ...
Er nokkuð hægt er að bræða úr Youtube?

Held að ég hafi fundið HANN á Netinu. Um leið og ýtt er á myspace-síðuna hefst kántrílag, þvílík vonbrigði, þvílík leiðindi .... arggggg (ég er sko að tala um minn mann). http://www.myspace.com/glenncornickswildturkey
 

Gary Pickford-HopkinsHeld að hann líti svona út núna, eins og framan á plötuumslaginu, þessi í hvíta bolnum. Sá hefur breyst á 30 árum ...


Hér kemur eitt gamalt og gott, ekki kántrí en róandi fyrir svefninn:
http://www.youtube.com/watch?v=eClZA5IHLUc  

Hækka svo!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko - ÞÚ ert BEST - (kommentaði líka á hitt bloggið) - knús

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir mig.  Lovlí

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 22:30

3 identicon

 Takk,takk. Ummmmmmmmm. Ekki heyrt í Led Zepplin lengi. Þetta var og er enn mitt uppáhalds lag með þeim. Þvílikar minningar sem spruttu upp. Ég small "örfá"ár aftur í tímann.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 22:36

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Smá játning frá aðal Zeppelin aðdáandanum. Mér finnst Dire Maker alltaf vera æðislega flott lag, en mér finnst það einhvern veginn ekki Zeppelín, og var meira að segja staðin að því að reyna að sannfæra krakkana mína um að þetta lag væri alls ekki með Zeppelín, en ég ætla aldrei aftur að klikka á því. Mínar Zeppelín minningar eru svona meira á Baby I'm gonna leave you nótunum, en þetta er auðvitað alveg æðislegt allt saman og endilega haltu áfram að leiða okkur á rétta YouTube braut!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.7.2007 kl. 00:04

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ohhhhh Guðmundur. Roof Tops var æðisleg hljómsveit og lagið Söknuður frábært.

Sammála þér, Anna, Dyer Maker er ekki mjög Zeppelin-legt lag, svona pínku eins og Modern Love með David Bowie, eitthvað sem sumir segja að sé úr karakter ... nei, líklega ekki góð samlíking. Man bara hvað ég elskaði þetta lag þegar ég vann í fiski í Grindavík eitt sumarið. Argggg.

Birna, ég er búin að vera í algjöru nostalgíukasti síðan ég fór í ferðalg um lendur Youtube. Býst við að reyna að klessa eins og einu lagi á dag ... svona til að deila með hlustendum, ... meina bloggvinum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 46
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 684
  • Frá upphafi: 1505975

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 551
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband