Tölvuraunir - sjokkerandi upplifun

Ég veit eiginlega varla hvar ég á að byrja ... en eftir að hafa gannnntast aðeins í síðustu færslu með það hvort ég gæti hugsanlega brætt úr Youtube með síendurtekinni spilun á einu lagi gerðist eitthvað skelfilegt í kjölfarið ... tölvan mín fór í verkfall eða kannski dó!

Elsku tölvan mínÉg var einmitt að blogga þegar þetta gerðist, skrifa æðislega frábæra færslu sem hefði mögulega getað breytt lífi fólks og búin að búa til bíómynd og allt en áður en ég gat ýtt á vista varð skjárinn blár og einhverjir stafir birtust. Mér skildist á útlensku stöfunum að líklega hefði nýleg uppfærsla ekki tekist (og ég sem hlýddi bloggvini sem sagði að ég YRÐI að uppfæra allt sem tölvan stingi upp á). Nú svo átti ég að endurræsa tölvuna (ýta síðan á F8) nema ég gat ekki endurræst og varð að slökkva með handafli. Þegar ég kveikti aftur virðist tölvan vera galtóm, það birtist bara nafnið á henni á skjánum, ekkert Windows eða neitt. Ætli geti verið að hún sé með bráðaofnæmi fyrir Rick Wakeman? Þetta er skelfilegt og ég sem vinn heima á þriðjudögum.

Strætóferðin í morgun var algjörlega gjörsamlega sallaróleg. Ég náði næstum því sætinu mínu, eða hinum megin við ganginn, og gat því rétt úr fótunum. Við hlið mér sat skemmtilegi heilaskurðlæknirinn (eða skrifstofukonan á LSH). Viðurkenni að ég var leiðinlegur og þögull sessunautur, enda grútsyfjuð ... Var kannski andvaka út af afdrifum tölvunnar ... ja, eða datt ofan í Hercule Poirot-mynd (á Stöð 2 plús) sem ég hef ekki séð áður og heldur ekki lesið bókina (eftir Agöthu Christie).

Hvað á ég að gera út af þessu tölvumáli? 1) Biðja nágranna minn sem er tölvuséní að kíkja á kvikindið? 2) Fara með hana í viðgerð?  3) Kaupa nýja tölvu? 4) Hætta að nota tölvur? 5) Hætta í vinnunni af því að þar er krafist tölvunotkunar? 5) Vona að tölvan lagist að sjálfu í dag?

P.s. Þarf kannski ekki að taka það fram að ég er núna að hluta á Rick Wakeman-lagið í þriðja sinn, var komin í alvarlegt fráhvarf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú ferð með tölvuna í gott fyrirtæki til viðgerðar, þá ættir þú að fá lánstölvu með þér meðan hún er í viðgerð. Do it fast ... því ég hef reiknað það út að ef þú ert tölvulaus heima hjá þér, þá verða færri færslur og fyrir addict eins og mig, þá er það slæmt.

Ef þú hefðir verið á Akureyri, þá hefði ég ekki hikað við að lána þér mína - en það er kannski bara súrsætt að heyra það.

Í viðgerð - í versta falli kauptu nýja - annars sýnist mér Guðmundur segja allt sem segja þarf.

Stuðningskveðjur og knús að norðan!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 09:55

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég kann ekki tæknimál og bara örlítið í ítölsku svo ég get ekki hjálpað Gurrí mín. Sorry!!

Sendi samt bylgjur og strauma en hef samt ekki skýra hugmynd um hvert þær eiga að fara í tölvunni.

. Best þær fái bara pláss í fætinum þínum..

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 09:56

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já Gurrí kauptu þér laptop svo þú getir bloggað á svölunum, á kaffihúsinu, í rútunni og rúminu. Það væri langbest fyrir þig..og okkur!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 09:57

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk fyrir góð ráð og fagrar hugsanir. Luv jú!!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 10:05

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með að vera komin í umræðuna krúttið mitt til allra "leiðinlegu" bloggaranna.  Fésið á yður gargaði á mig þegar ég blásaklaus fór inn á bloggið áðan.

Hm.. get ég fengið átógraf?

Smjúts,

Aðdáandi

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 10:20

6 identicon

Gurrí - þessir gúrúar hérna fyrir ofan (Jenný líka) eru komnir með öll bestu ráðin, algjör óþarfi að bæta við, nema kannski þessu með átógrafið, Þ.e. að ég fái eina líka?  En þú hefur greinilega ekki kíkt á bloggið mitt um hann Tomma hennar Gurríar :(

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 10:37

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta kom fyrir tölvu hjá stráknum mínum en hann uppfærði hana sjálfur nú er hún eins og ný.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.7.2007 kl. 10:51

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Er ekki búin að kíkja neitt núna. Anna, bíddaðeins. ... En í alvöru ... Er ég komin á umræðuna? Hvaða sumarstarfsmaður gerði mistök? Hehhehe.

Guðríður Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 10:56

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bíddu, no komment á átágrafið fyrir okkur Önnu?  Sumt fólk þoli ekki frægðina

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 12:04

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ókei ... ég játa að þessi skyndilega frægð gerði mig merkilega með mig um stund en ... ég skal senda ykkur áritaða mynd af mér. Hvað viltu margar? Eina fyrir hvert herbergi hússins?

Guðríður Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 12:18

11 Smámynd: Bragi Einarsson

Svo er kannski ráð að versla sér Makka, þeir eru nokkuð stapílir

Bragi Einarsson, 2.7.2007 kl. 12:44

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vá. Það er sannkallað panikk time þegar tölvan manns krassar. Jæts. Þurfa kannski að lifa án netsins heima við. Hmmmm... það er spurning hvort maður þurfi á afvötnun að halda.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.7.2007 kl. 14:09

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lífi mínu, eins og alþjóð þekkir það, væri lokið, hryndi tölvan. Ég má ekki hugsa til annarar eins þjóðarsorgar

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 16:06

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég vona að þetta sé komið í lag hjá þér Guðríður, en tölvuviðgerð er dýr og yfrleitt þegar tölvur hrynja er hægt að laga vandamálið án mikils fyrirhafnar. Þannig satt að segja líst mér best á 1) Biðja nágranna minn sem er tölvuséní að kíkja á kvikindið? Hann/hún væri enga stund að koma þessu í gírinn fyrir þig.
P.s. ég er margmiðlunarfræðingur og vinn sem forritari og þekki þetta aðeins.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.7.2007 kl. 16:07

15 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þakka þér kærlega fyrir þetta, Guðsteinn Haukur. Ég geri það, vil ekki að tölvan hrynji!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 3.7.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 437
  • Sl. viku: 2253
  • Frá upphafi: 1456549

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1884
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband