Frægðin og furðulegur kjúklingur

Forsíðuviðtalið okkar þessa vikuna er við 55 ára konu sem lifir lífinu til fulls, svo vægt sé til orða tekið. Börnin eru uppkomin og búin að gera hana að þrefaldri ömmu. Hún málar, ferðast, skrifar og bara nýtur þess að vera til. Hún á virkilega myndarlegan og góðan kærasta sem er 27 ára. Geri aðrir betur.  Hlakka til að lesa viðtalið við hana í strætó á leiðinni heim. Verð greinilega að hætta að glápa græðgislega á þessa gráhærðu gaura og ... nei, annars.

Gunni ljósmyndari skutlar mér í Mosó á eftir og tekur mynd af mér í strætó kl. 16.45 ... fyrir Séð og heyrt, já, ég legg ekki meira á ykkur. Fyrst er það Wall of Fame hérna á Moggablogginu, loksins tekin í sátt eftir að hafa skrifað ódauðlegar færslur hér síðan í lok janúar án nokkurrar viðurkenningar ... og nú er það Séð og heyrt! Ástæðan fyrir þessu síðarnefnda er útkoma bókarinnar með lífsreynslusögunum.

Ein bókabúðasamsteypa er strax búin að panta fullt í viðbót ... úje! Þetta heyrir maður þegar labbað er fram hjá lagernum. 

Þetta er náttúrlega ótrúlega skemmtilegt lesefni í flugvél, sumarbústað, strætó, uppi í rúmi, inni í eldhúsi, í vinnunni í felum bak við tölvuna, á rauðu ljósi og fleira og fleira ... Ég er mjög montin af þessu og bíð spennt eftir viðtökunum. Ég ítreka að þetta eru dagsannar sögur, nöfnum yfirleitt alltaf breytt og stundum aðstæðum. Þarf að leggja til við yfirmenn mína að ég fái að ferðast um landið og safna sögum!

Kjúklingurinn í hádeginu var ... uuu, áhugaverður. Við héldum fyrst að hann væri reyktur en þetta var bara kryddið. Náði ekki að klára bringuna, fíla ekki  mikið saltan mat. Mætti ég þá frekar biðja um vel sterkt indverskt eða mexíkóskt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ítreka beiðni um átógraf og er EKKI græn af öfund

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2007 kl. 16:23

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Gvööööð, þarf ég þá að kaupa Séð og Heyrt?

Sigríður Jósefsdóttir, 4.7.2007 kl. 18:26

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Of kors ... klippa svo myndirnar út og ramma þær inn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.7.2007 kl. 18:30

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Tími ekki að kaupa Kvennablaðið Vikuna, en er þó forvitinn um þetta viðtal við þessa 55 ára. En Gurrí mundi það ekki valda pínu fjaðrafoki ef ég, þegar ég verð, ef ég verð 55 mundi þá ná mér í eina 27, og segja "geri aðrir betur".

Vonadi ekki því það væri soldið freistandi

Engin öfund hérna heldur

Þröstur Unnar, 4.7.2007 kl. 18:32

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heyrðu mig nú Þröstur! Vikan höfðar líka til karla og kostar innan við 500 kall! Það er svo algengt að 55 ára guttar nái sér í 27 ára stelpur að það þykir ekkert tiltökumál. Þekki meira að segja konu sem á tengdason sem er eldri en hún! Ef nánesið er að drepa þig getur þú fengið þér kaffibolla (eða vatnsglas) á Skrúðgarðinum og flett blaðinu. María er að sjálfsögðu áskrifandi! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.7.2007 kl. 18:39

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Glæsilegt, vissi ekki af þessum guttum, og ég þá í góðum málum. En ég verð að safna fyrir kaffibolla hjá Miss Nolan og lesa Vikuna, held hún mundi henda mér út ef ég bæði um vatn og Kvennablaðið (þó ég sé soldið stærri )

Þröstur Unnar, 4.7.2007 kl. 19:22

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Segi eins og Jenný - hlakka til að lesa bókina þína og kannski mæti ég með hana og bið um eiginhandaráritun

Hrönn Sigurðardóttir, 4.7.2007 kl. 20:18

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

......gleymdi

Séð og Heyrt!!!!!?

Sé það alveg fyrir mér..... "Gurrí 46 og Tommi 47 eiga góðar stundir í strætó......."

tíhíhíhíhíhíhí

Hrönn Sigurðardóttir, 4.7.2007 kl. 20:20

9 identicon

Jæja Gurrí gaman að heyra að þú sért að skrifa bók,humm eitthvað minnir mig að hafa heyrt þetta sagt við þig

valli (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 20:47

10 Smámynd: Saumakonan

hmm.. hvar pantar maður þessa bók???? Og já ég heimta átógraf sko!!!!

btw.... þessi "yngri" eru náttlega bestir  (allavega minn)

Saumakonan, 4.7.2007 kl. 21:04

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mér finnst sko kominn tími til að þú verðir ennþá frægari en þú þegar ert. Ég fagna hverju því skrefi sem gerir þig hamingjusamari og ánægðari!! Mundu nú samt þetta með ungan aldur og bindinguna. Ég ætla pottþétt að kaupa nýjustu Vikuna, þetta hljómar afar vel, þrátt fyrir það að hún sé með barn uppá arminn, þessi ágæta kona.  Sólarlagskveðjur!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.7.2007 kl. 23:08

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hæ. Gunni tók einu sinni myndir fyrir  No Name vinaleik,  svo ég hef líka verið í   ...  frægðin lét á sér standa.  Myndin er uppi á vegg hjá mér eftir Gunna .   kveðja

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.7.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 214
  • Sl. sólarhring: 295
  • Sl. viku: 906
  • Frá upphafi: 1505913

Annað

  • Innlit í dag: 173
  • Innlit sl. viku: 739
  • Gestir í dag: 166
  • IP-tölur í dag: 160

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband