7.7.2007 | 01:11
Fyrsti kossinn 07.07.72
Þann 7. júlí 1972 fór ég á afdrifaríkt ball í Aratungu. Ég var of ung, eða tæplega 14 ára, en afar fullorðinsleg eftir aldri, hélt ég, þar sem mér var hleypt inn. Komst að þeirri niðurstöðu síðar að dyraverðirnir hafi vitað að þetta væri kaupakonan á Felli, enginn vandræðagemsi. Hitti aðrar stelpur úr sveitinni, m.a. eina sem var í sveit í Fellskoti, og hékk með þeim. Myndardrengur bauð mér upp og hjartað fór að slá hraðar. Hann var á sveitabæ í nágrenninu og ég hafði nokkrum sinnum séð hann og fannst hann sætur ... og við dönsuðum nokkra dansa saman.
Skellur þá ekki á þetta líka rosalega vangalag og ... til að gera stutta sögu enn styttri ... þarna fékk ég fyrsta kossinn. Heimurinn snerist ... og eins gott að þetta var vangadans með stuðningi, annars hefði ég hnigið beint niður á gólf. Ég varð samstundis rosalega skotin í honum. Sú ást entist eitthvað fram á veturinn þótt ég hafi ekki hitt hann aftur þetta sumar. Með kænsku og snilli tókst mér um haustið að hafa upp á símanúmerinu hans. Ég bað vinkonu mína (sem hafði aldrei hitt hann) um að hringja í hann og setti eyrað á mér upp við tólið svo að ég heyrði líka. Henni tókst að veiða upp úr honum eitthvað um sumarið og stelpurnar í sveitinni en það var eins og hann myndi ekkert eftir mér ... Ég steinhætti að vera skotin í honum, fannst ekki taka því, enda var annar eiginlega kominn til sögunnar, maður sem löngu síðar varð fyrrverandi eiginmaður minn.
Tuttugu árum seinna, á Radíuskvöldi með Davíð Þór og Steini Ármanni, hitti ég unga kaupamanninn næst og hann mundi eftir mér, merkilegt nokk.
Saklausasti brandarinn þetta kvöldið og sá eini sem ég man eftir var: Veistu hvað skýlið sem hýsir Fokkerflugvélarnar á nóttunni heitir? Svar: Mother-fokker. Fólk skemmti sér flest mjög vel, nema þessi fyrstakossmaður sem hvarf af vettvangi nokkru síðar fölur á vangann. Hann sagði mér í kveðjuskyni að hann hefði ekki smekk fyrir svonalöguðu.
Eftir þennan fyrsta koss var greinilega engin leið að hætta ... sem sannast best á því að erfðaprinsinn fæddist tæpum átta árum síðar.
Hér fyrir neðan er rómantíska vangalagið í boði youtube.
http://www.youtube.com/watch?v=IcQRI1vzd-0
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Tónlist, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 212
- Sl. viku: 646
- Frá upphafi: 1505937
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 520
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
það var nú gott að þú sast ekki uppi með þennan fýlupúka.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.7.2007 kl. 01:23
Segðu ... hver grenjaði ekki úr hlátri yfir Radíusbræðrum?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.7.2007 kl. 01:26
Ekki vangaðir þú við þetta lag 1972? Btw 1972 var ég 20 ára góða mín. Þú ert barn. OMG (skelfingarkarl)
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2007 kl. 01:38
sæt saga hjá þér Gurrý....ég skil hann samt vel, hef ekki smekk fyrir radíus heldur
Ragnheiður , 7.7.2007 kl. 08:25
Skemmtileg saga Gurrí mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.7.2007 kl. 08:59
Aldeilis gaman að vera með svona dagsetningar á hreinu.
Maja Solla (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 09:17
Hmmm, já Maja Solla, ég er frekar mikill nörd! Hélt líka Dagbók veiðimannsins að sjálfsögðu og skrifaði allt sem ég veiddi upp frá því ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.7.2007 kl. 09:37
Eftirminnilegasta vangalag sem ég man eftir er Careless whisper með George Michael..
Jummí..
Brynja Hjaltadóttir, 7.7.2007 kl. 20:57
Þykir mér þetta góð saga og svona rjómablár rómans er miklu skemmtilegri er kynlífið á topp vinsældarlistans.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.7.2007 kl. 00:22
Já hver man ekki eftir fyrsta kossinum, minn var í afmælispartýi og ég var algjör slut, kyssti tvo stráka það kvöldið, einn hét Halldór, og hinn hét Elmar. Elmar varð svo fyrsti kærastinn minn, því að hún Þórdís vinkona mín spurði hann í frímínútunum hvort hann vildi byrja með mér, svo vorum við saman í þrjár heilar vikur. Þvílíkt stuð, töluðum aldrei saman, og kysstumst aldrei aftur...
Bertha Sigmundsdóttir, 8.7.2007 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.