8.7.2007 | 13:27
Afdrifarík gleymska og smá Evróvisjón-upprifjun
Uppgötvaði mér til mikils hryllings að ég yfirgaf brúðkaupið áður en brúðurin kastaði vendinum. Þarna held ég að ég hafi orðið af síðasta tækifæringu til að ganga út. Eftir rúman mánuð verð ég 49 ára og þjóðtrúin segir að verði kona (eða karl) ekki gengin út fyrir þann merkisviðburð geti hún allt eins gleymt því og gerst kattakerling í fullu starfi. Sungu Stuðmenn ekki svo eftirminnilega og réttilega: Hver vill elska 49 ára gamlan mann? Konur eru menn.
Allir eru að tala um Evróvisjón ... er það ekki? Rakst á skemmtilegt myndband úr keppninni sem haldin var 1967 en talningakerfið var afar frumstætt á þessum tíma ... mikið um mistök. Sandy Shaw sigraði þetta ár, eins og allir muna.
Tók einu sinni viðtal við merkilega konu sem heitir Kolbrún. Hún sagði m.a. frá því að hún dvaldi eitt sinn á sveitasetri í Englandi hjá vinafólki og þar var stödd engin önnur en Sandy Shaw í helgarheimsókn og notaði sveitakyrrðina til að kyrja. Kolbrún gerðist síðar búddisti. Þegar hún fór að vinna í öskunni eitt árið var mórallinn frekar slæmur hjá körlunum en á stuttum tíma lagaðist hann, hún sagðist hafa kyrjað fyrir því.
Hér er myndbandið frá Evróvisjón 1967: http://www.youtube.com/watch?v=oM0UtIH-Yik
P.s. Veit ekki hvað er að í dag ... horfi á Formúluna með öðru auganu og veit varla hver staðan er!!! Er það sólin sem eyðileggur barnslega gleði manns yfir jafnsjálfsögðu sunnudagshádegisáhorfi og Formúlan er?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Formúla 1, Lífstíll, Sjónvarp, Tónlist, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 212
- Sl. viku: 646
- Frá upphafi: 1505937
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 520
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Gurrí mín! Má ég benda þér á að þú ert útgengin......þú hafðir bara vit á að skila " gölluðu vörunni" í tíma.......
Magga (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 13:40
Sólin?! Ég sá mig tilneydda til að gera mér ferð út að glugganum og horfa upp á skaga. Ég sé enga sól. Hvað drakkstu í brúðkaupinu, ertu með tremma?
krossgata, 8.7.2007 kl. 13:41
Góð tillaga með dúkkurnar ... Magga, má ekki stundum líta á fyrsta hjónaband sem prufu? Og Krossgata, það er glampandi sólskin á Skaganum!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.7.2007 kl. 13:49
Guð minn góður..nú er Gurrí búin að missa það..lifir í eilífu sólskini þegar það sér hver geilvita mannvera að það er skúr og svo heldur hún enn að hún sé single. Þess vegna er hún svona hamingjusöm í kjallarakompunni sem hún kallar Himnaríki. Og hún var ekkert í brúðkaupi í gær. Hún var í fjórum jarðarförum og er greinilega með tremma!
p.s geilvita mannvera á auðvitað að vera heilvita mannvera..en mér fannst bara geilvita vera eitthvað svo fyndið að ég ákvað að láta það standa.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 13:57
Gaman af myndunum með Sandy Shaw þú ert snillingur.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.7.2007 kl. 14:07
Já þjóðbúnngadúkkur og herbergi í Norðurmýrinni er það sem koma skal. Lala
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 14:14
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHHAHA, Katrín þú átt eftir að drepa mig!
Katla, það var svo sniðugt að sjá hvað þetta var frumstætt þarna fyrir 40 árum. Við lifum greinilega á þeim tímum sem tækniframfarir eru sem mestar ... einu sinni VISSI ég reyndar að við myndum ferðast á fljúgandi bílum árið 2000 ... bíð bara þolinmóð til ársins 3000.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.7.2007 kl. 14:17
Smá stráksskapur verður nú að komast að hérna, innan um þetta annars hlýja "meyjamas"!
Meyjar skiljum sorg og sút,
sífelt fjölgar hennar árum.
En Gurrí eigi gangi út,
græt ég Krókódílatárum!
Magnús Geir Guðmundsson, 8.7.2007 kl. 15:00
Það ebarasona! Er hann gengin út hann Magnús Geir?
Edda Agnarsdóttir, 8.7.2007 kl. 15:16
hahahaha. En yndislega krúttleg stigataflan. Mér væri sko ekki treystandi til reikna saman stigin svona í beinni útsendingu. Ég man eftir svona stigatöflu í einhverri keppni sem Pálmi Gunnars vann með Ástin er eins og sinueldur.... Söngvakeppni Íslands eða eitthvað álíka. Þá horfði maður á tölustafina rúlla áfram og afturábak þeir rugluðust svo í samlagningunni.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.7.2007 kl. 15:16
Jájá, það er bara svona, ekki hinsegin!
Geng bæði út og inn, út og inn... Eins og fleiri!
Magnús Geir Guðmundsson, 8.7.2007 kl. 15:39
Ha Ha Ha þú er alveg dásamleg Gurrí mín
Kristín Katla Árnadóttir, 8.7.2007 kl. 16:30
Hefur maður sem sagt til 49 ára aldurs? Nú, þá þarf ég nú ekki að fara að örvænta strax. Rúmur áratugur í það. Þyrfti samt kannski að láta frysta einhver egg ef ég þyrfti að bíða svo lengi.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.7.2007 kl. 18:00
mæli með þjóðbúningadúkkum eða grænlenskum perlusaum
Gunna-Polly, 8.7.2007 kl. 19:16
Formúlan er betri en þjóðbúningadúkkur! Og sólin toppar hvort tveggja! Hamilton lofar góðu, en ég var úti á palli í bústaðnum og fylgdist stopult með formúlunni, en það er þó hægt að horfa núna, hefur verið erfitt síðan Coultard fór til Red Bull. Samt vissi ég ekki fyrr en á heimileiðinni að Hamilton hefði bara lent í 3ja sæti.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.7.2007 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.