Afdrifarík gleymska og smá Evróvisjón-upprifjun

Flotta brúðartertanBýr sig undir að fleygja til þeirra óútgengnuUppgötvaði mér til mikils hryllings að ég yfirgaf brúðkaupið áður en brúðurin kastaði vendinum. Þarna held ég að ég hafi orðið af síðasta tækifæringu til að ganga út. Eftir rúman mánuð verð ég 49 ára og þjóðtrúin segir að verði kona (eða karl) ekki gengin út fyrir þann merkisviðburð geti hún allt eins gleymt því og gerst kattakerling í fullu starfi. Sungu Stuðmenn ekki svo eftirminnilega og réttilega: Hver vill elska 49 ára gamlan mann? Konur eru menn.

 
Allir eru að tala um Evróvisjón ... er það ekki? Rakst á skemmtilegt myndband úr keppninni sem haldin var 1967 en talningakerfið var afar frumstætt á þessum tíma ... mikið um mistök. Sandy Shaw sigraði þetta ár, eins og allir muna.

Sandy ShawTók einu sinni viðtal við merkilega konu sem heitir Kolbrún. Hún sagði m.a. frá því að hún dvaldi eitt sinn á sveitasetri í Englandi hjá vinafólki og þar var stödd engin önnur en Sandy Shaw í helgarheimsókn og notaði sveitakyrrðina til að kyrja. Kolbrún gerðist síðar búddisti. Þegar hún fór að vinna í öskunni eitt árið var mórallinn frekar slæmur hjá körlunum en á stuttum tíma lagaðist hann, hún sagðist hafa kyrjað fyrir því.

Hér er myndbandið frá Evróvisjón 1967: http://www.youtube.com/watch?v=oM0UtIH-Yik

P.s. Veit ekki hvað er að í dag ... horfi á Formúluna með öðru auganu og veit varla hver staðan er!!! Er það sólin sem eyðileggur barnslega gleði manns yfir jafnsjálfsögðu sunnudagshádegisáhorfi og Formúlan er? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gurrí mín! Má ég benda þér á að þú ert útgengin......þú hafðir bara vit á að skila " gölluðu vörunni" í tíma.......

Magga (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 13:40

2 Smámynd: krossgata

Sólin?!  Ég sá mig tilneydda til að gera mér ferð út að glugganum og horfa upp á skaga.  Ég sé enga sól.  Hvað drakkstu í brúðkaupinu, ertu með tremma?

krossgata, 8.7.2007 kl. 13:41

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Góð tillaga með dúkkurnar ... Magga, má ekki stundum líta á fyrsta hjónaband sem prufu? Og Krossgata, það er glampandi sólskin á Skaganum!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.7.2007 kl. 13:49

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Guð minn góður..nú er Gurrí búin að missa það..lifir í eilífu sólskini þegar það sér hver geilvita mannvera að það er skúr og svo heldur hún enn að hún sé single. Þess vegna er hún svona hamingjusöm í kjallarakompunni sem hún kallar Himnaríki. Og hún var ekkert í brúðkaupi í gær. Hún var í fjórum jarðarförum og er greinilega með tremma!

p.s  geilvita mannvera á auðvitað að vera heilvita mannvera..en mér fannst bara geilvita vera eitthvað svo fyndið að ég ákvað að láta það standa.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 13:57

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman af myndunum  með Sandy Shaw þú ert snillingur.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.7.2007 kl. 14:07

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já þjóðbúnngadúkkur og herbergi í Norðurmýrinni er það sem koma skal.  Lala

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 14:14

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHHAHA, Katrín þú átt eftir að drepa mig!

Katla, það var svo sniðugt að sjá hvað þetta var frumstætt þarna fyrir 40 árum. Við lifum greinilega á þeim tímum sem tækniframfarir eru sem mestar ... einu sinni VISSI ég reyndar að við myndum ferðast á fljúgandi bílum árið 2000 ... bíð bara þolinmóð til ársins 3000.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.7.2007 kl. 14:17

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Smá stráksskapur verður nú að komast að hérna, innan um þetta annars hlýja "meyjamas"!

Meyjar skiljum sorg og sút,

sífelt fjölgar hennar árum.

En Gurrí eigi gangi út,

græt ég Krókódílatárum!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.7.2007 kl. 15:00

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það ebarasona! Er hann gengin út hann Magnús Geir?

Edda Agnarsdóttir, 8.7.2007 kl. 15:16

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha. En yndislega krúttleg stigataflan. Mér væri sko ekki treystandi til reikna saman stigin svona í beinni útsendingu. Ég man eftir svona stigatöflu í einhverri keppni sem Pálmi Gunnars vann með Ástin er eins og sinueldur.... Söngvakeppni Íslands eða eitthvað álíka. Þá horfði maður á tölustafina rúlla áfram og afturábak þeir rugluðust svo í samlagningunni.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.7.2007 kl. 15:16

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, það er bara svona, ekki hinsegin!

Geng bæði út og inn, út og inn... Eins og fleiri!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.7.2007 kl. 15:39

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ha Ha Ha þú er alveg dásamleg Gurrí mín

Kristín Katla Árnadóttir, 8.7.2007 kl. 16:30

13 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hefur maður sem sagt til 49 ára aldurs? Nú, þá þarf ég nú ekki að fara að örvænta strax. Rúmur áratugur í það. Þyrfti samt kannski að láta frysta einhver egg ef ég þyrfti að bíða svo lengi.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.7.2007 kl. 18:00

14 Smámynd: Gunna-Polly

mæli með þjóðbúningadúkkum eða grænlenskum perlusaum

Gunna-Polly, 8.7.2007 kl. 19:16

15 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Formúlan er betri en þjóðbúningadúkkur! Og sólin toppar hvort tveggja! Hamilton lofar góðu, en ég var úti á palli í bústaðnum og fylgdist stopult með formúlunni, en það er þó hægt að horfa núna, hefur verið erfitt síðan Coultard fór til Red Bull. Samt vissi ég ekki fyrr en á heimileiðinni að Hamilton hefði bara lent í 3ja sæti.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.7.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1505937

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband