Enginn munkastrætó hér ...

Sól og blíðaÞað hýrnaði yfir samstoppistöðvarkörlunum mínum þegar Tommi birtist og á hárréttum tíma að vanda. Hann sefur aldrei yfir sig. Ekki það að hinir stundi það en það hefur komið fyrir. Ég hreiðraði um mig hjá Ástu og ætlaði að gera enn eina árangurslausa tilraunina til að sofa þá frétti ég af rökræðum sem stjórnstöð strætó átti við Tomma í gærmorgun. Tommi hafði samband við þá og kvartaði yfir vöntuninni á aukabílnum, því sem leiddi til þess að fólk frá Akranesi og Grafarvogi blandaðist saman í áætlunarvagninn. Tommi fékk þau svör frá einhverjum, örugglega gömlum vini mínum á stjórnstöð, að það ætti bara að sjá um að ég yrði ekki áreitt í strætó. Tommi reyndi eitthvað að mótmæla, sagði að Skagastrætó væri enginn munkabíll ... Veit ekki hvað stjórnstöð er að skipta sér af ánægjustundum mínum .... heheheheh! Beið með mínu fólki í gær og upplifði að vera í kássu og kremju  með Grafarvogsbúum og það er efni í alla vega þrjár lífsreynslusögur í Vikuna ... 

Þegar við komum út úr göngunum tautaði Tommi: „Á hvaða vaskafati er Elli núna?“ Við litum upp og sáum litla bílinn, 25 manna vagninn sem var að fara fyrstu morgunferðina frá Mosó. Vaskafat er nokkuð gott orð yfir litla kvikindið sem er annars þægilegur bíll þegar hann er ekki stappaður af fólki.

„Passa puttana,“ sagði Tommi við húsasmiðinn þegar hún fór út úr strætó. Hún hló bara og lofaði því. Karítas brekkubjútí stóð í brekkunni og við spurðum hana undrandi hvort skólarnir væru byrjaðir aftur, enda vinnur hún í skóla í Rvík. „Nei, sérverkefni á fimmtudögum,“ svaraði hún og flissaði.

Tommi veiðir enn stærri fiska um helginaSéð og heyrt með okkur Tomma í faðmlögum í strætó kemur út í dag og mun Tommi eflaust kaupa blaðið á leið sinni norður í Vesturhóp í veiðiferðina sem hann sagði okkur frá. Þegar við Sigþóra gerðum okkur líklegar til að hoppa út við Vesturlandsveginn sagði ég hlýlega við Tomma: „GÓÐA VEIÐI!“ Tommi greip um stýrið og náfölnaði og hinir farþegarnir frusu. Þegar Sigþóra kom upp orði sagði hún: „Svona segir maður ekki við veiðimann, það táknar að hann veiði ekki neitt!“ Ég reyndi að bæta fyrir þetta með því að tauta nokkrar vel valdar bölbænir á meðan ég gekk niður tröppurnar, óskaði þess m.a. aðTommi mölbryti á sér lappirnar og þess háttar, en er skíthrædd um að ekkert veiðist í Vesturhópinu vegna þessarra óábyrgu orða minna. Ég vissi þetta ekki með hjátrú veiðimanna, hélt að leikarar væru eina fólkið sem fótbrotnaði ekki þótt maður óskaði þeim þess en nú veit ég betur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þú hefðir átt að hrækja vænni slummu á bakið á bakið á flínka veiðimanninum .... Vaskafat er bara sætt

www.zordis.com, 12.7.2007 kl. 09:36

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jésús Pétur og almáttugur Jakob. Var hann ekki að fatta þetta..þegar leyniástmey segir ísmeygilega "góða veiði "þegar karl fer á flakk...er hún bara að meina eitt. Að hann fari ekki að gera sig til fyrir öðrum kvennsum. Er þetta ekki bara augljóst. Jiii hvað skagamenn eru með langan fattara. Kannski bara búið að hrista úr þeim vitið með því að hossa þeim á milli borgar og bæjar í gömlu vaskafati.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 10:06

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

p.s

ég er núna 50 sinnum lifsreyndari eftir að ég las bókina sem kom sko með hraði.

knús og takk!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 10:09

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvar get ég nálgast lífsreynslusögur úr kaffihúsi Gurríar?

Hef hvergi séð hana - en mikið heyrt um hana......

Hrönn Sigurðardóttir, 12.7.2007 kl. 10:20

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Argggg ... held að hún fáist bara í bókabúðum (Penninn-Eymunsson). Vildi að hún færi í sjoppur og bensínstöðvar um allt land, ég fæ mörg símtöl og tölvupóst með fyrirspurnum á hverjum degi með fyrirspurnum. Eru ekki Penninn-Eym. búðir um allt land?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.7.2007 kl. 10:48

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Katrín, bannað að láta mann flissa kaffi hérna yfir lyklaborðið ... minna fyndin, takk! Leyniástmey Tómasar ... hahahah, tommi stefnir sko hærra en það að fá einhverja blaðakerlingu ... nú er það sko golfskvísa með öllu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.7.2007 kl. 10:50

7 identicon

Hæhæ! Vildi bara segja þér að ég er búin að kippa myndamálum í liðinn

Hafðu það gott,

H. 

Frænkan (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 13:35

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvaða skvísa er það? Út með sprokið!

ER hðún fræg?

Magnús Geir Guðmundsson, 12.7.2007 kl. 16:16

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú hefur gott  skopskinn Guðríður.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.7.2007 kl. 16:25

10 Smámynd: Elín Arnar

Flott í Séð og heyrt ;)

Elín Arnar, 12.7.2007 kl. 17:47

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mig er farið að langa til að hafa þig í blogghring mínum. Ætla að senda beiðni, það virkar reyndar ekki alltaf hjá mér svo ef ekkert kemur vilt þú þá prófa þín megin.? kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 12.7.2007 kl. 19:05

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekkert bréf um bloggást þína barst mér svo að ég sendi þér bloggástarbréf ... svona beiðni um bloggvináttu, hvernig væri þá að taka mér? Ha, hmmmmm!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.7.2007 kl. 19:41

13 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Hah! og ég sem var búin að fela mig á bak við rekka í Bónus og fletta síðustuvikublaði til að finna myndina af þér.  Fann ekki neitt, og lét það því vera að kaupa það.  Er nú samt að hugsa um að kaupa nýja blaðið ef ég finn mynd af þér......  Er annars bara upptekin við ammælisundirbúning fyrir morgundaginn.  Þú veist, big 50.  Kveðjur,

Sigríður Jósefsdóttir, 13.7.2007 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 208
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband