Rúllandi Sigþóra í rjómablíðu og bomsupælingar

SkaðræðisvegkanturinnBílstjórinn í morgun stoppaði aðeins fyrr/aftar (fjær Reykjavík, nær Akranesi) þegar hann hleypti okkur Sigþóru út við Vesturlandsveginn, mun aftar en Tommi gerir venjulega og ég upplifði loks að sjá Sigþóru kútveltast niður brekkuna. Það var samt hvorki fögur né fyndin sjón, Sigþóra gerði þetta bara töffaralega og líktist helst njósnara í spennumynd. Líklega hefði þetta verið fögur sjón ef ég hefði séð þetta í slow motion en þetta var svona hviss bang, eina sekúnduna liggjandi og þá næstu staðin upp.

Ég hlæ vitanlega aldrei að svonalöguðu, eins og t.d. Hilda systir myndi gera og margir sem ég þekki ... Aftur á móti sturlaðist ég úr hlátri yfir skemmtiþætti í sjónvarpinu fyrir nákvæmlega sex árum sem sýndi viðbrögð fólks við óþægilegum uppákomum. Þarna sást m.a. líkbíll fara upp bratta brekku ... afturdyrnar opnuðust og kistan rann út og brotnaði (minnir að leikari eða brúða hafi verið í kistunni). Það var óborganlegt að sjá viðbrögð fólks við þessu ... þegar ég sá þetta var ég svona frekar döpur því að pabbi hafði dáið deginum áður. Mikið var gott að geta argað úr hlátri! Ekkert samasemmerki þarna milli dauða pabba og grínsins.  

Held að elskurnar mínar hjá Strætó bs. verði að gera eitthvað fyrir þessa stoppistöð áður en fólk fótbrýtur sig eða rúllar fyrir trukk á leið upp aðreinina, auðvitað feta sig flestir niður vegkantinn þarna niður af stoppistöðinni. Eftir að ég rúllaði þarna niður í fyrra hef ég tekið langan sveig (ef bílstjórinn stoppar á "réttum" stað) til að það gerist ekki aftur og svo vil ég líka halda virðuleika mínum í lengstu lög. 

Merguð, ókeypis hugmynd: Í stað þess að ráðast í, með ærnum tilkostnaði, að gera tröppur þarna niður vegkantinn (sem breytast í rennibraut í snjó og hálku) sting ég upp á MIKLU ódýrari lausn, bara eiginlega næstum því ókeypis lausn! Hún er svo að færa stoppistöðina vestar, eða NÆR Reykjavík, að staðnum þar sem aðreinin og Vesturlandsvegur mætast. Þá erum við farþegarnir á jafnsléttu og getum gengið settlega niður eftir götu. Sigþóra var ekki hress með fallið í morgun, enda hefur hún oft kvartað yfir þessu. Bara færa skiltið, krúttin mín og málið er dautt! Svo verð ég að kaupa nýja vetrarskó (ef leið 18 heldur áfram að rúnta um Árbæinn) til að geta gengið upp brekkuna framhjá góðu lyktinni frá Nóa Síríus í öllum veðrum. Laufey kom með mér í hittiðfyrra í Outletbúð þar sem ég fann hina fínustu X-18 skó. Laufey starði á mig um daginn og spurði hræðslulega: "Ekki eru þetta sömu skórnir og við keyptum saman hérna í gamla daga?" Henni finnst ég ganga of langt í búðahatri og nýtni, samt hata ég nísku. Best að einbeita mér að því að finna góða vetrarskó næst þegar ég fer í Kringluna eða á Laugaveginn. Fer maður annars ekki að komast á bomsualdurinn?

Sólin stubbarVá, hvað ég er fegin að ég fór í svartan stutterma rúllukragabol undir svartan kvarterma jakkann í morgun. 

Þetta gula þarna uppi eirir engu og koma því svartar Casall-buxurnar sér ákaflega vel í hitanum og fara vel við svarta þunna kápuna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu ekki að drepast úr hita svona svartklædd?? Vona að skiltið verði fært svo þú lendir ekki fyrir bíl einhvern morguninn.  Góða helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2007 kl. 11:12

2 identicon

Þetta gula þarna uppi er eitthvað feimið við okkur Akureyringa í dag, en ég skila kveðju samt!

Ég stend keikur og sit fastur ... og allt það  ... og get sagt: Ég hlæ ekki að óförum annarra (þú veist, svona minniháttar veltum eða gaurar á brettum að detta á hausin ... ) -- en svo stend ég mig að því að standa ekki alltaf við þetta. Ef ég hefði séð Sigþóru velta svona, þá hefði ég fyrst tryggt að það væri í lagi með hana, en svo er líklegt að ég hefði brosað. Mér líður ekki eins illa yfir þessu, vegna þess að þegar ég lendi í svona sjálfur, þá hlær fólk að mér og mér finnst það í lagi.

Tvö dæmi: var í partý fyrir 10 árum eða svo hjá vini mínum. Stóð upp úr sófanum en náði að hrynja á hausinn og fékk þannig einhvern veginn brunablett á skallann minn og leit út eins og Gorbatsjov í nokkrar vikur. Það var hlegið að þessu og ég hafði lumskt gaman líka ... Svo um daginn var ég að leika við litla frænku mína og hún átti svona gúmmítrúð á sogskál (sem hægt var að setja á ísskáp og í glugga og svona) og í skemmtianda setti ég trúðinn á hausinn, en svo þegar ég ætlaði að taka hann af, voru blöðkurnar kröftugri en ég bjóst við og eftir sat fallegur rauður sogblettur á skallanum í rúma viku eða svo. - Mikið hlegið að þessu.

Bottomline hjá mér: ef ég get hlegið að sjálfum mér og haft broslegt gaman af smáóförum mínum sjálfur, þá finnst mér í lagi að aðrir geri það líka og þar af leiðandi brosi ég að óhöppum annarra, þegar ég hef tryggt að um engin meiðsli sé að ræða

Knús og kossar til þín, sæta!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 12:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég elska svona "heppinings" eins og lík á fleygiferð (Keith Richards er eitt svona mobile lík) og svo er það doldið fyndið svona þegar fólk dettur skemmtilega.  Hm...við erum misþroska. 

Hurru ég er alltaf í svörtu, alltaf pen, vel til höfð og glæsileg.  Á tillits til gula fíflsins.

Ps. er móðguð.  Þú hefur ekki kommentað hjá mér á s.l. 20 færslur og hann nýji bloggvinur minn hann Doddi hefur ALDREIGI kommenterað hjá mér heldur(ekki ég hjá honum heldur en úr því verður snarlega bætt) og hafðu það svo þolanlegt kjéddlingarauli

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2007 kl. 12:25

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég mun bæta mig, frú Jenný, kommenta eins og brjálæðingur, elskan mín. Hef nú náð að lesa allt ... svo kannski hringir síminn eða eitthvað truflar og svo bara líða 20 færslur fram hjá á fullu!

Góðar sögur, Doddi (flisssss) og farðu nú að láta ljós þitt skína hjá Jennýju. Ásdís, ég er í þynnstu og svölustu fötunum mínum og líð því engar kvalir. Þannig vill bara til að þau eru svört!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.7.2007 kl. 12:50

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég var eimitt að reyna að staðsetja þessa stoppistöð ykkar á fleygiferð í bíl og reyna að benda manninum mínum á þennan ófögnuð sem manneskjunni er boðið upp á sem fer með vagninum ! Ég skil aldrei hvernig fólkið fer að því að ganga frá þessari stöð í vinnu, ekki nema vinnan sé þeim megin, en hvað með alla sem vinna fyrir ofan veginn eins og t.d. í Orkuhúsinu?

Bara annars gott að þú komir ósködduð út úr þessu.

Edda Agnarsdóttir, 13.7.2007 kl. 13:23

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég vinn sko fyrir ofan ... labba niður aðreinina á móti umferðinni, fer síðan undir brúna og upp götuna þar sem Nói Síríus og Rekstrarvörur eru meðal annars við. Geng upp upp upppppp ... beygi síðan inn til vinstri hjá Prentmet, framhjá Harðviðarvali og ... bara komin í vinnuna! Það er freistandi að henda sér niður vegkantinn, eða feta sig varlega niður, en ég vil frekar tefjast um 20 sekúndur, labba aðeins lengra ef stoppistöðin verður færð nær Reykjavík.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.7.2007 kl. 13:56

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Heyrðu kella mín. Ég er að selja alveg dýrindis mannbrodda í sjoppunni rétt áður en þú kemur að Einarsbúð á leiðinni frá Himnaríki. Þá ferð þú niður alla vegkanta og upp allar brekkur eins og Stóri Rauður minn gerir.

Skemmtileg færsla að vanda.

Þröstur Unnar, 13.7.2007 kl. 15:13

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Góð hugmynd. Kem við hjá þér þegar fer að hausta ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.7.2007 kl. 15:55

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég skal tala við bóndann þegar hann kemur heim úr fjallaferðini  sambandi við strætó  svo fer hanna að keyra strætó´. Iss Gurrí ég er mjög oft svartklædd.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.7.2007 kl. 17:30

10 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Góða helgi

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 13.7.2007 kl. 17:30

11 Smámynd: svarta

Mér finnst óskaplega fyndið þegar fólk dettur. Veit ekki afhverju. Var í skólaferðalagi með dóttur minni um daginn og hún var að teikna (einhverskonar hópavinna) og upp úr þurru datt af stólnum. Ég fór að skellihlæja, enda óskaplega fyndið og dóttir mín 7 ára að hágráta. Kennari hennar, mrs. Sheppard, var alls ekki ánægð: You are not going to win the parenting award this year. Are you?

svarta, 13.7.2007 kl. 18:13

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, Svarta! Húmorslaus kennari ... Samúð mín er með barninu en ég man eftir því þegar ég grætti son minn, fékk myndir úr framköllun og þar voru tvær þar sem hann var með hettusótt. Hann var svo eymdarlegur, bólginn og óþekkjanlegur að ég fór að hlæja, skammast mín enn fyrir þetta. Það var svolítið fyndið þegar Halldór frændi datt af stól og skall í gólfið en ekki fyrr en Hilda systir hafði spurt hann hvort hann hefði meitt sig. Þá svaraði hann: "Nei, þetta eru gleðitár!" Þá bilaðist ég ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.7.2007 kl. 18:25

13 identicon

Gvööööð hvað ég skil hana Sigþóru eitthvað vel. Ég var einu sinni á leið með strætó niður Laugaveg, ætlaði út á síðustu stoppistöð á Laugaveginum, gekk niður tröppurnar í strætó (þetta var fyrir mörgum árum þegar strætó leit allt öðru vísi út) Þetta var um miðjan vetur og trappan var þetta líka hál. Nema hvað ég vissi bara ekki fyrr en ég sat allt í einu á miðri gangstéttinni á Laugaveginum og fullt af fólki í kringum mig "Meiddirðu þig væna?" tíhíhíhí  Mér fannst þetta ekkert voðalega sniðugt  og líka svona frekar vandræðalegt  En getið þið ímyndað ykkur hvernig það er að vera að labba í rólegheitunum niður Laugaveginn og allt í einu sérðu fljúgandi manneskju fyrir framan þig???

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 18:27

14 identicon

Þið skötuhjú bara komin í glans tímaritin Svo sæt saman, dullafullur litur á kinnum brósa annað hvort er það félagskapurinn, eða hann hefur gleymt að tala þrýstingslyfin. Nú er ég farinn að heita á guðina hans Tomma í von um að ég fari að fá mákonuna sem ég er búinn að panta. Ég er bara með einn guð og hann er ekki að hlusta á mig í sambandi við þessa beiðni mína.

Hvar fæ ég bókina þína...er búinn að leita um allt héra fyrir austan, annað hvort er hún uppseld eða hefur ekki borist í sveitina. Knúsauðu ,,karfann,, frá mér

Magga (mákona)

Magga (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 19:52

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að Tommi sé bara sólbrenndur á myndinni ... en sú systir að stríða honum svona á opinberu bloggi ... ehheheeh! Nei, Tommi hyggur á fleiri tímaritasigra, næst er það Golfblaðið! Fyrirsætuferillinn hans er rétt að hefjast, segir hann! Sorrí, hvað ég er lélegt mágkonuefni fyrir þig ... en Tommi er heilu ári yngri en ég og ég treysti mér ekki í slíka smákrakka ef ég á að vera alveg hreinskilin ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.7.2007 kl. 20:10

16 Smámynd: Þröstur Unnar

Gaaaarrrrggg Gurrí. Er hann ekki með amerískt yfirvaraskegg?

Þröstur Unnar, 13.7.2007 kl. 20:36

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, skeggið vinnur nú með honum en ég held að það sé alíslenskt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.7.2007 kl. 20:59

18 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Einu sinni hrundi ég svona út úr strætó niðri á Hlemmi og það sem fólk sendi mér manndrápsaugnaráð þar sem ég var að staulast á lappir, illa tognuð. Það voru rónarnir sem komu mér til hjálpar og studdu mig á fætur, kannski héldu allir viðstaddir að ég væri að koma í partí á Hlemminn snemma á miðvikudagsmorgni Mér fannst það ekkert fyndið

Margrét Birna Auðunsdóttir, 14.7.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 46
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 684
  • Frá upphafi: 1505975

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 551
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband