Hægfara beljur - svikin um Schwarzenegger

Kátar kýrÞað var frekar skrýtið að keyra framhjá sveitabænum við Akranes á leiðinni heim. Rétt fyrir sjö í morgun var hópur af kúm á leið í fjósið og staðan virtist síðan algjörlega óbreytt rúmum tíu tímum síðar. Annað hvort var kúrekinn svona lengi að reka beljurnar, tíminn frystur eða mjaltir miðast við áætlun strætó.

Hlakkaði til að horfa á heimsendismynd með Arnoldi sem átti að hefjast strax á eftir dansþættinum sem ég afplánaði lauslega með eyrunum. Hef ekki gaman af dansi yfirhöfuð, ballett getur þó verið ansi flottur við góða tónlist. Girnilegasti kosturinn er að skríða upp í með góða bók og sofna út frá henni. Ég er á því stiginu í augnablikinu að vera að breytast úr A-manneskju yfir í B, eins og alltaf á föstudögum, grútsyfjuð en tek ekki í mál að sofna snemma á föstudagskvöldi.

End of daysÍ Póstinum, aðalblaði okkar Skagamanna, er nefnilega auglýst myndin End of Days. Er veik fyrir sumum myndum með Arnoldi ... einn af mínum örfáu veikleikum. Kíkti á dagskrá Stöðvar 2 á Netinu og þar er engin slík mynd auglýst. Prófaði að athuga hvort hún væri á dagskrá á morgun ... en nei, þá verður sýnd átakanleg fótboltamynd með Billy Bob Thornton. Henni er í alvöru lýst svona á Netinu. Hlýtur að vera mikið um rauð spjöld, illa nýtt færi og sjálfsmörk. Martröð allra aðdáenda fótbolta. Ætla ekki að horfa.

Í fyrrnefndu dagskrárblaði segir að myndin The Thin Red Line verði sýnd. Það er ekki fótboltamynd, held ég. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mín yndisfagra, svartklædda Skagamær, myndasystemið er eitthvað að stríða þér, það koma bara krossar í stað mynda! Vildi bara láta þig vita.

Ég veðja á að tíminn hafi verið frystur. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.7.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Dúddelí, þarna birtust þær allt í einu!!! Það er sennilega bara mín tölva sem er að stríða mér!!!  Sorry....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.7.2007 kl. 22:35

3 identicon

Er dansþátturinn ekki á Skjá1?
Nei annars, það eru aldrei bíómyndir þar...

Maja Solla (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 22:40

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

The thin red line hringir bjöllum (er örgla búin að sjá hana í víninu sko man ekki um hvað hún er) örgla góð. Hm...

Ég held að beljurnar séu á strætóáætluninni nema að þetta séu bara Potemkintjöld sko "the front side only" en líti út fyrir að vera raunveruleiki.  You get my drift?

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2007 kl. 22:54

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú varst flott í Séð og Heyrt og bílstjórinn þinn líka. Nú þarf ég bara að kaupa bókina og lesa hana. Hafðu það gott flotta stelpa.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2007 kl. 23:51

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ertu í Séð og Heyrt? - missit ég af bloggfærslu hjá þér? Og takk fyrir upplýsingarnar, Ásdís.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.7.2007 kl. 01:05

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamm ... stutt viðtal og svo mynd af okkur Tomma strætóbílstjóra sem var svo óheppinn af vera á vaktinni. Bæði kynning á lífsreynslubókinni sem ég tók saman nýlega og svo aðeins um hetjuskapinn við að taka strætó kvölds og morgna ... ef fólk vissi hvað þetta er þægilegra en að keyra eigin bíl ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.7.2007 kl. 01:14

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Sorrý, ég ligg í krampa Gurrí. Fótbolti er alltaf átakanlegur með eða án Billy Bob. Dansþætti á maður að horfa á undir teppi (svo maður sjái ekki á sér lærin) og borða ís uppúr dallinum á meðan. Konfektkassi gerir sama gagn. Kýr eru frábærar. Arnold Scwartzenegger. Þú ert svo biluð!

Laufey Ólafsdóttir, 14.7.2007 kl. 01:18

9 Smámynd: krossgata

Heldurðu að það geti verið að mjaltir miðist ekki við áætlun strætó heldur ferðir þínar með strætó? 

krossgata, 14.7.2007 kl. 01:56

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Laufey, gerðu bara grín að mér ... heheheh! Krossgata, ég held að þú hafir hitt naglann á höfuðið! Strætókarlinn flýtti sér svo í gær að hann sleppti því að koma við á Kjalarnesinu ... hann hefur viljað ná seinni mjöltum ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.7.2007 kl. 14:03

11 Smámynd: Laufey B Waage

Mikið áttu gott að breytast úr A- yfir í B-manneskju á föstudagskvöldum. Ég vildi að ég gæti sagt það sama. Mér finnst föstudagskvöld nefnilega vera ekta heima-í-stofu-bíómyndakvöld, en ég er bara sú kvöldsvæfasta A-manneskja sem ég þekki, og sofna í flestum föstudagsmyndunum mínum (ekki bara kvöldsvæfa, heldur líka vikuloka-þreyta), sama hvað þær eru góðar.

Laufey B Waage, 14.7.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 55
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 693
  • Frá upphafi: 1505984

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 557
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband