Svalir óttans

Kósí lesturHef verið með hrikalegan athyglisbrest síðustu vikurnar, ekki getað eirt almennilega við lestur og það er alveg fáránlegt! Girnilegar, ólesnar bækur bíða í bunkum, meira að segja tvær Dean Koontz-bækur sem ég fékk lánaðar á dögunum. Þegar ég kom heim á föstudaginn hefði ég átt að fara að lesa en nei, ég fór að þrífa ísskápinn! Svona gerir maður ekki. Held að ég prófi að setjast út á svalir með Leyndu kvöldmáltíðina ... eða Þrjá daga í október ... eða Skurði í rigningu ... eða The Bad Place ... eða By the Light of the Moon.

 

Svalir skelfingarinnarÞað hljómar vissulega afar vel að setjast út á svalir en samt gerðist eitthvað þar í gærkvöldi sem fær mig til að halda að þetta gætu mögulega verið Svalir skelfingarinnar ...

Tommi kom nefnilega veinandi inn í bókaherbergi snemma í gærkvöldi og þar sem ég skil ekki kattamál fór ég inn í stofu. Mætti þar Kubb sem kom úfin og stressuð af svölunum.

Eitthvað hrikalega skelfilegt hlýtur að hafa gerst, hárin risu á Kubbsu og hún jafnaði sig ekki fyrr en hún fékk að borða og mikið klapp. Jamm, hér gerast sko hin dularfyllstu ævintýri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Vissirðu ekki að bróðir Loch Ness er á Langasandi og hann hefur sérstakt dálæti á kisukjöti ?

Þröstur Unnar, 15.7.2007 kl. 13:11

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég skvetti bara ónýtu sólvörninni minni á það ef það abbast upp á mig á eftir!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.7.2007 kl. 13:16

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

ÚPPS. Loch Ness passaðu kisurnar Gurrý.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.7.2007 kl. 13:21

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að kisurnar séu einfaldlega forspáar og að svalirnar muni uþb að losna frá húsinu.  Muhahahahaha Hef alltaf verið skelfingu lostin við þessar svalir eftir þú settir myndina af húsinu á bloggið og þær "hanga" fríhangandi utan á viðkomandi byggingu.  Passaðu þig

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2007 kl. 13:34

5 identicon

Gurrí mín........þau sáu flugu í nærmynd......nokkuð sem innikisur eru ekki vanar

Magga (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 13:36

6 Smámynd: Halla Rut

Kisan hefur séð draug. Einhver er að fylgjast með þér.

Halla Rut , 15.7.2007 kl. 13:56

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Flugu, Magga, ... huhhhh, þær snæða allar flugur sem villast hingað inn. Jenný, the svals hvíla á niðurgröfnum staurum og haldast þótt ég héldi dansleik á þeim. Og Katla, ég skal svo passa dúllurnar mínar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.7.2007 kl. 13:57

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, sá þig ekki Halla, þar sem jarðneskir karlar líta ekki við mér þá verð ég bara að sæta mig við drauga sem aðdáendur. Held að þú hafir hitt naglann á höfuðið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.7.2007 kl. 13:59

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Þér var nær að sleppa Tomma í golfið.

Þröstur Unnar, 15.7.2007 kl. 14:19

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Við minnumst þessarar færslu þegar einn daginn birtist í Vikunni lífsreynslusaga með þessu nafni. Svalir skelfingarinnar.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.7.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 661
  • Frá upphafi: 1506014

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 535
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband