Tommi tölvuséní, góður eftirréttur, heimsókn og sjónvarpsdiss

Tölvuséníið á heimilinuTommi köttur (ekki strætóbílstjóri) gekk yfir lyklaborðið mitt til að sýna mér extra-ástreitni og áður en ég náði að setja hann niður á gólf hafði honum einhvern veginn tekist að lita eitt bréfið í tölvupóstinum appelsínugult. Þetta gæti ég ekki gert þótt lífið lægi við. Mjög dularfullt. Fannst ég vera komin inn í Dean Koontz-bók, nema Dean notaði labradorhund sem ofurgáfað kvikindi í einni bóka sinna. Appelsínugulur litur er sagður mjög góður og skapandi. Hér með birti ég litaða bréfið frá samstarfskonu minni, líklega var það tilgangurinn með þessu öllu saman, guði sé lof að þetta var saklaust bréf. En svona er bréfið:

JarðarberjabúðingurGÓÐUR EFTIRRÉTTUR
750 g vanillu skyr.is án viðbætts sykurs
1 peli þeyttur rjómi

Hrært saman og berjum blandað í (t.d. jarðarberjum og/eða bláberjum)
Látið standa í kæli í um eina klst. og skreytt með berjum.
Ath: hægt að setja smá ósætt hafrakex í botninn!

 
HuldaGömul vinkona af Skaganum kom í heimsókn seinnipartinn og sat með mér á svölunum í smástund. Þótt ég sé hálfgerður hermit þá finnst mér fólk í raunheimum bara virkilega skemmtilegt. Ég leyfði Huldu að smakka góða eftirréttinn úr tölvupóstinum sem ég klessi saman á einni mínútu en notaði mun minni uppskrift. Huldu fannst þetta MJÖG gott og mér líka. Þoli ekki bláber (ormar í þeim) og notaði jarðarber.

  

America´s got talentHorfði á America´s Got Talent áðan í fyrsta sinn, missti af fyrsta þættinum. Miðað við það sem ég hef séð á youtube.com hefði ég miklu frekar viljað fá Britain´s Got Talent. Ant og Dec, kynnarnir í bresku þáttunum, eru svo æðislegir ... og kannski er maður bara búinn að fá nóg af ammmrískum svona þáttum. Ég er tryggasta kvikindi sem fyrirfinnst en treysti mér t.d. ekki til að horfa á ameríska ædolið sl. vetur ... þá var ég búin að fá nóg, löngu á eftir öllum sem ég þekki.

Nokkrir breskir þættir hafa reyndar verið á dagskrá undanfarin misseri, m.a. draugagangsþáttur og tískuþáttur en mér fannst þeir reyndar alveg skelfilegir. Draugaþátturinn er með þekktum miðli sem „finnur fyrir“ framliðnum í þekktum draugahúsum og sjónvarpsfólkið með honum skrækir ógurlega. Tískuþátturinn er þannig að tvær gellur auðmýkja nokkrar kerlingar í hverjum þætti, fá þær helst til að skæla og viðurkenna hvað þær eru ljótar og hallærislegar en svo redda gellurnar öllu! Arggg!     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: bara Maja...

Girnilegur eftirréttur, takk ... en var Tommi ekki bara að senda Hrafnhildi ofurkisu email og spurjast um ævintýri næturinnar ? Kv. frá hægfara Búkollu...

bara Maja..., 14.7.2007 kl. 22:50

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Búkolla, þú hefur örugglega rétt fyrir þér. Leit á þetta sem hvatningu til að búa til þennan búðing (gleymdi að mynda hann áður en við gúffuðum honum í okkur).

Jón Arnar, ég er hætt að borða jarðarber! Takk! 

Guðríður Haraldsdóttir, 14.7.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gott á kjéddling þetta með jarðarberin, þú nefnilega snérir við í mér maganum með þetta ormatal um bláberin, ég var að sporðrenna heilli skál þakka þe´r kærlega fyrir.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2007 kl. 00:04

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sorrí, sá eitt svona kvikindi fyrir mörgum árum í dalli með bláberjum og tortryggi þau síðan. Bið yður auðmjúklega afsökunar.

Guðríður Haraldsdóttir, 15.7.2007 kl. 00:19

5 Smámynd: Laufey B Waage

Ástarþakkir fyrir uppskriftina. Hún hentar mér einstaklega vel, þar sem ég er búin með sykurkvótann fyrir lífstíð, en er mikill gúmmolaðissælkeri.

Laufey B Waage, 15.7.2007 kl. 00:22

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ormar??? Ekki gera mér þetta!!!

Kisa góð. Vildi örugglega bara skreyta póstinn þinn og gleðja þig . Ég sá annars lokaþáttinn af America's got talent í gær. Get sagt þér hvernig hann endar . Var líka að enda við að horfa á glænýjan breskan svona þátt sem heitir DanceX og lítur vel út. Draugaþættirnir eru absúrd! Við dóttir mín hlógum okkur máttlausar yfir einum slíkum um daginn. Elska hinsvegar drusluþættina ...svona á mjög spes hátt.

Laufey Ólafsdóttir, 15.7.2007 kl. 01:26

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

DanceX ... eru það dansþættir? Hugsa að AGT skáni með tímanum og verði spennandi, þá er kannski frekar fúlt að vita úrslitin ... og þó. Hugsa málið. 

Guðríður Haraldsdóttir, 15.7.2007 kl. 01:37

8 identicon

Hey, þarna minntirðu mig á rithöfund sem ég hef ekki spáð í lengi, Dean Koontz!
Þóttist eitthvað ætla að lesa bækurnar hans þegar ég var unglingur, en síðan urðu þær nú ekki nema tvær.
Nú hef ég eitthvað að spökúlera í aftur.

Maja Solla (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 09:29

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Draugaþátturinn er skelfing. Horfði á Stelpurnar í gær og þar var gert grín að breska þættinum. Stelpurnar rúla.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.7.2007 kl. 10:00

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir boðið, Gurrí mín -- sem er hér með þegið! Verð samt eitthvað stopull á þessu vinamóti meðan veröldin lætur svona blítt!

Sigurður Hreiðar, 15.7.2007 kl. 11:13

11 identicon

Kettir eru snillingar!

Díta (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 11:15

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Alltaf að hugsa jákvætt í ormunum er prótein gott

Edda Agnarsdóttir, 15.7.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 395
  • Sl. sólarhring: 476
  • Sl. viku: 2512
  • Frá upphafi: 1456462

Annað

  • Innlit í dag: 340
  • Innlit sl. viku: 2098
  • Gestir í dag: 332
  • IP-tölur í dag: 325

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband