Kósíheit, styttri nætur og fjólublár Faxaflói

KubburTommiBúin að fá nóg af sól í bili. Skellti sæng og koddum í sólbað í staðinn. Hetjan Kubbur kíkti aðeins út á svalir en entist ekki lengi. Eitthvað hefur komið fyrir þar í gær. Nú liggur hún uppi á fataskáp í svefnherberginu og hefur það náðugt. Fyndið með ketti og uppáhaldsstaði ... Tommi á körfu inni á baði sem hann sefur iðulega í og ég hef aldrei séð Kubb dirfast að liggja þar, samt átti Kubbur þessa körfu upphaflega ... Þegar ég sit við tölvuna leggst Tommi mjög oft út í gluggann og horfir út eða bara sefur. Helst vildi hann vera í fanginu á mér en þar sem hann er risaköttur verður hann svolítið mikið þungur eftir smástund.

 

 
Fjólublár FaxaflóiMikið standa þessar björtu, íslensku nætur stutt yfir. Það er strax farið að dimma aftur á kvöldin en ég náði fjólublárri, draumkenndri mynd í gærkvöldi skömmu áður en það dimmdi enn meir.

Jæja, nóg að gera við þvotta, tiltekt og böðun. Matarboð á eftir hjá Huldu og svo kemur elskan hann Bjartur í pössun. Mikið verður gaman hjá þeim Tomma ... vona ég.
Svo er stefnan að kaupa Lazy boy-stól í Rúmfatalagernum á morgun. Ætla að sætta mig við drapplitaðan (í stað hins uppselda dökkbrúna) og hekla bara skrautlegt teppi á hann. Þá verður nú kósí í himnaríki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fer alltaf að verða meira og meira spennandi að koma í heimsókn! Miðað við myndirnar, þá held ég að þetta hljóti í alvöru að vera himnaríki á jörðu. Have fun bathing and taking til... hmmm ... og knús kús frá Akureyri

(ég ætla nefnilega að prófa cous cous með kjúklingnum mínum á eftir ... ) 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 16:28

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ertu ekki búinn að taka frá sunnudaginn 12. ágúst? Það er ammli en gæti orðið einhver bloggvinahittingur ef bloggvinirnir þora að standa upp frá tölvunum sínum ... heheheh! Mjög áríðandi að taka Veigu með!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.7.2007 kl. 16:36

3 identicon

12. ágúst er án efa "in the works". Vonum bara að íbúðar- og innflutningsdæmið okkar verði komið á þessum tíma. Í versta falli hringi ég í þig, ef við komumst ekki. Og auðvitað kæmi ég ekki án Veigu. Ég lofa þér því þó, að við munum heimsækja himnaríki! Það er bókað!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 16:38

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú hefur Doddinn verið inni á síðunni hjá matardoktornum og fengið cous-cous hugmyndina.  Namminamm Doddi! Verði yður að góðu.

Á að fara að kaupa sér lazy-girl?  Flott hvenær má ég koma í heimsókn frú Guðríður?

Berðu kattarófétunum kveðju mína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2007 kl. 16:55

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kem í ammilið, eins gott að mér sé boðið svo ég þurfi ekki að "krassa".

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2007 kl. 16:56

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hvurnin spyrðu, kélla? Offff kors! Og Doddi, það er aldrei skyldumæting í afmælin mín ... en ég veit að þið komið einn daginn og ég til ykkar! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.7.2007 kl. 17:04

7 Smámynd: Ester Júlía

Mér finnst ströndin þín svo æðisleg......

Ester Júlía, 15.7.2007 kl. 17:41

8 identicon

Híhí, Kubbur er með yfirvaraskegg... Talar hann kannski þýzku líka?
Þetta útsýni sem þú hefur er alveg stórkostlegt, Himnaríkið þitt ber nafn með rentu.

Maja Solla (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 19:12

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi hvað þeir eru sætir kubbur líkist mósa mínum.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.7.2007 kl. 19:59

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fjólublá nótt við Flóann

Yndi

Hrönn Sigurðardóttir, 15.7.2007 kl. 20:47

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Búin að hraðlesa bloggið. Keypti bókina þína í Eymundsson áðan, byrja að lesa í kvöld  Flottar myndirnar í Séð og Heyrt.  Gef skýrslur um Akureyrarviku, og ætla að hitta Dodda og Veigu.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.7.2007 kl. 22:18

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Jesússminn, hvað maður er eitthvað á eftir núna, í bloggheimum ( en bara sko þar ) --- Séð og heyrt og bók og allt, og ég sem hef ekki komizt í Mál og Menningu í mannsaldur. Verð að taka mig á. Til hamingju með þig, elsku bloggvinkona!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.7.2007 kl. 22:03

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

P.S. Stundum skrökva ég, alveg óvart, við Gunna vinkona sátum á Súfistanum fyrir nokkrum dögum og kláruðum allt kaffi dagsins á hitabrúsunum. Töluðum svo mikið, að ég mátti ekki vera að því að kynna mér bókmenntir dagsins i dag....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.7.2007 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband