Konan á vespunni og kúnstugt kattalíf

Við VesturgötunaÞetta verður svona matar- og kisublogg, aldrei þessu vant ... Hulda snillingur var með gráðaostfylltar kjúklingabringur í matinn. Hún steikti líka saman sneiðar af gulrótum og döðlum með kókosmjöli ... mjög gott þótt ég hafi sleppt döðlunum.
Hulda býr hinum megin á Skaganum, Vesturgötumegin, hefur sjóinn upp við garðinn sinn og er með útsýni yfir til Snæfellsjökuls. Hún er líklega eina konan á Skaganum sem fer allra sinna ferða á lítilli vespu og finnst það alveg frábært. Hún sagði mér að fólk á öllum aldri ferðaðist á þennan máta á Spáni og því ekki á Akranesi.
Myndin af rólu og brimi er tekin rétt hjá húsinu hennar. Hún hefur alla vega þetta útsýni. Fattaði ekki að taka með mér myndavélina í kvöld ...

Bjartur í glugganumElskan hann Bjartur er kominn í pössun og byrjaði á því að ráðast á Tomma sem flúði undir rúm. Kubbur er enn uppi á skáp og nú er augnaráðið hræðslulegt. Kommon, kettir mínir, Bjartur er minni en þið og skíthræddur, þess vegna lætur hann svona. Mía og Sigþór ætluðu aldrei að geta kvatt dúlluna sína, ætla að heimsækja hann á morgun. Það á að fara að mála gluggana hjá þeim og þeim fannst betri meðferð á kettinum að koma honum í sumarbúðir í himnaríki en loka hann inni einhvers staðar á meðan málningin er að þorna, svo tekur eitthvað annað við svo að Bjartur verður í nokkra daga. Hann er farinn úr glugganum og lagstur í stól fyrir aftan mig, elsku dúllan eltir mig um allt. Mínir eigin kettir eru í gíslingu og þora ekki að ganga frjálsir um af hræðslu við hrædda köttinn ... þetta kattalíf.

Jæja, best að fara að horfa á nýju DVD-myndina með Hugh Grant. Ellý segir að hún sé góð! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Music and lyrics er góð mynd og hallærislega fyndin á köflum. Góða skemmtun.

eða ertu ekki annars að meina music and lyrics? 

Björg K. Sigurðardóttir, 15.7.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nýja myndin með Hugh Grant fannst mér ekkert sérstök...en ég ætla að lauma mér uppí með tölvuna og horfa á Fur með Noceole Kidman. Held að hún sé góð. DVD spilarinn minn er dáinn, blessuð sé minning hans.

Lífsreynsla mín bara eykst og eykst  eftir því sem ég les meira í lífsreynslubókinni. Knús og sofðu vel með öllum kisunum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.7.2007 kl. 22:38

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, held að hún heiti það. Takk

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.7.2007 kl. 22:38

4 Smámynd: www.zordis.com

Vespur eru kúl og notalegur fararmáti ..... Ég er stadrádin ad fá mér mótorhjól ef ég naeli mér í próf!  Kvedjur á Akranesid ....

www.zordis.com, 15.7.2007 kl. 22:38

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Missti af þér, frú Katrín. Ætti kannski að verja kvöldinu í aðra mynd, sú heitir Apocalypto ... eftir Mel Gibson, allir segja hana alveg stórkostlega, er samt meira í stuði fyrir léttmeti í kvöld.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.7.2007 kl. 22:41

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... og kveðjur til Spánar, elsku Zordís!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.7.2007 kl. 22:42

7 identicon

Apocalypto er frááábææær.... Skelltu þér á hana.

Maja Solla (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 23:00

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Halló fröken G!

Ættir nú frekar að vera að lesa, mannstu?

En vegna þess að ég er forvitin og fjári minnugur stundum, getur verið að þinn elskulegi mágur hann Sigþór sé Ómarsson?

Mig minnir nefnilega að þú hafir sagt að þín systa Mía,´hafi átt heima í fögrum bæ forðum daga, en þá spilaði flottur sóknarmaður með Þór, að nafni Sigþór Ómarsson!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.7.2007 kl. 23:33

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Alveg fell ég fyrir þessari rólu í hvert sinn sem ég sé hana.....

Hrönn Sigurðardóttir, 15.7.2007 kl. 23:37

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mæli með mynd Gibbsons, ég var hugfangin bæði af sögunni og umhverfinu og leikararnir voru auðvitað brilljant.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 01:09

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Magnús, Mía systir hefur aldrei átt heima á Akureyri (fögrum bæ), önnur systir aftur á móti. Þetta er ekki hinn flotti sóknarmaður Sigþór, heldur hinn flotti bankamaður Sigþór sem er maður Míu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.7.2007 kl. 07:50

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir þetta Gurrí góð!

Þá geng ég ekki með neinar grillur um þetta, en gat svosem verið samt!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.7.2007 kl. 15:12

13 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Geturðu fengið uppskriftina hjá Huldu. Þetta hljómar hvort tveggja æðislega. Mig langar að búa til svona mat.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.7.2007 kl. 16:31

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skal gera það, Kristín!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.7.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband