Hetjusaga af Heimi, veiðifréttir af Tomma og kolbrúnir sóldýrkendur

Sólríkur dagur enn og afturKarlarnir mínir á stoppistöðinni töluðu glaðlega um og af tilhlökkun að það myndi loksins fara að rigna á fimmtudaginn en því miður héldu þeir að það entist ekki mjög lengi. Hvað er eiginlega í gangi? Mikið hefur allt breyst nú í sumar vegna þessarar einstöku veðurblíðu. Hérna í gamla daga, ja, bara í fyrra og öll árin þar á undan, notaði fólk hverja sólarglætu og fannst skammarlegt að vera inni í þau fáu skipti þegar sólin skein. Ég fékk ótaldar skammirnar fyrir að nota ekki sólina!!! Þetta fólk sem gekk lengst í þessu hlýtur að vera ansi brúnt á litinn núna, ansi brúnt ... Karlarnir mínir höfðu víst líka frétt að Tommi bílstjóri hefði ekki veitt eina einustu bröndu í veiðiferðinni í Vesturhópið ... og allt mér að kenna. Maður segir ekki "Góða veiði" við veiðimenn, man það héðan í frá. Nú mun ég segja "Gangi þér illa, helvítið þitt" eða "Fótbrjóttu þig, auminginn þinn" ... við alla, svona til öryggis! Mikið held ég að öllum fari þá að ganga vel ...

Heimir bílstjóri kom okkur heilu og höldnu í bæinn, eiginlega á mettíma án þess að glanna, og ég tók eftir því þegar hann hleypti okkur út, einum ljósastaur lengra en stoppistöðin, að sá staður væri bara skrambi hentugur fyrir stoppistöð. Enginn rúllar niður vegkantinn (skaðræðisbrekkuna) og Strætó bs þarf ekki að búa til rándýrar tröppur á hann ... Mín alltaf að spara fyrir Strætó bs sinn.

Sigþóra sagði mér á leiðinni upp rassvöðvabrekkuna að Heimir hefði sýnt glæsileg viðbrögð undir kvöld á föstudaginn. Einhver bílstjóri á einkabíl svínaði illilega, beygði frá Þingvallaafleggjaranum, inn á Vesturlandsveg og í veg fyrir strætó. Heimir bremsaði víst hetjulega og bjargaði farþegunum naumlega frá árekstri. Sigþóra var með hjartslátt alla leiðina heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Þú veist að brúnkan er nú ansi fljót að renna af í vetrarhörkunum ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 16.7.2007 kl. 08:42

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Annars er alveg ótrúlegt hvað íslendingar geta kvartað yfir veðrinu..... og nú er það út af því að það er búið að vera of gott!

Bíðið bara elskurnar.... veturinn kemur í allri sinni dýrð og varir í 9 mánuði....... það er hægt að kæla sig niður yfir þeirri hugsun...Brrrrrrr

Eva Þorsteinsdóttir, 16.7.2007 kl. 08:46

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fólki finnst þetta svo tilbreytingarlaust veðurfar, leiðinlegt að hefja alltaf samræðurnar á: "Þetta er nú meiri veðurblíðan dag eftir dag!" Ekkert hægt að bölva veðrinu ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.7.2007 kl. 08:55

4 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Já það er rétt, við erum þó vön að geta röflað sí og æ yfir veðurbreytingum yfir daginn.... hehehe

Eva Þorsteinsdóttir, 16.7.2007 kl. 08:58

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú hefur margt á samviskunni kona góð.  Ég merki hjá þér einhvern smá söknuð eftir eðlilegu veðri.  Mikið skelfing skil ég þig.  Ég sakna þeirra daga þegar ég gat verið inni að innipúkast með góðri samvisku, það er erfiðara núna.  Gott hjá þér að spara fyrir Strætó bs þinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 09:42

6 Smámynd: svarta

Ég er að koma heim til Íslands eftir viku og skal lofa að taka bresku "haust" rigninguna með ! Ég er komin með sundfit hér í flóðunum í Sheffield.

svarta, 16.7.2007 kl. 10:31

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það byrjar að rigna á föstudaginn kl.1600, svo hjálpi oss guð. Og hvað er vant að rigna lengi, svona þegar slíkt á annað borð byrjar?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.7.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 16
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 650
  • Frá upphafi: 1506003

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 527
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband