Berthuspjall og lítil, mögnuð galdrabók

Bertha með dóttur sinniHeyrði í Berthu bloggvinkonu í dag. Hún fer heim til Bandaríkjanna í fyrramálið eftir að hafa verið á Íslandi um tíma. Við náðum ekki að hittast en í staðinn spjölluðum við heillengi saman í síma.

Ég las magnaða sögu hennar á blogginu fyrir nokkrum mánuðum, plataði hana til að verða bloggvinur minn og fékk hana svo til að koma í viðtal í Vikuna í kjölfarið. Hún á tvö börn sjálf og græddi svo tvíburadætur með nýja manninum sínum.

 

GaldrabókinFyrir mörgum árum var mér gefin lítil bók, hún var óinnbundin, vélrituð, heftuð saman og líklega bara til í þessu eina eintaki. Hún kom úr dánarbúi magnaðrar spákonu. Sú spáði í venjuleg spil og þótti víst með eindæmum góð. Ég fletti bókinni og fannst hún sniðug og gleymdi henni svo uppi í hillu. Áður hafði ég þó ljósritað hana og heftað blöðin saman. Nú finn ég hvergi bókina sjálfa, bara ljósritið. Ég hef verið að skrifa upp úr henni til að setja í Galdrahornið í Vikunni, öftustu opnuna. Þetta er svo mikið efni að ég þurfti að tvískipta því, ja, eiginlega þrískipta. Það allra síðasta kemur í þriðja tölublaði héðan í frá og þar má m.a. finna hvaða spil saman tákna lönd og starfsheiti. Dæmi: Laufnía og spaðaátta saman tákna t.d. lækni, laufnía og spaðafimma tákna bónda o.s.frv. Lauftía og laufsexa tákna Noreg, lauftía og spaðatvistur tákna England og lauftía og hjartatvistur tákna Þýskaland. Ég hef aldrei séð svona nákvæmar lýsingar og hreinlega leyndarmál afhjúpuð. Vona bara að konan hafi ekki átt lærisveina sem drepa mig fyrir að leyfa alheiminum að njóta leyndarmálanna. Næstu þrjár Vikur eru sem sagt MÖST fyrir þá sem hafa gaman af þessu. Best að muna að spádómar eru bara samkvæmisleikur sem ætti ekki að taka of alvarlega, bara hafa gaman af.  Spákonan sem gerði bókina segir í formála að það þurfi enga dulræna hæfileika til að spá, bara athyglisgáfu og gott minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm - ég kíki stundum á Berthu vegna þess að ég dáist að henni. Hún lenti illa í því en þorði samt aftur........

Mun örugglega kaupa Vikuna næstu vikur......

Hrönn Sigurðardóttir, 17.7.2007 kl. 23:33

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þarf að kynna mér hana Berthu. 

Híhí þessu má ég ekki missa af.  Þokkalegt ef "spjúkeinið" (eins og við systurnar köllum þær) lýsir yfir að það þurfi bara athyglisgáfu og gott minni til að spá.  Hvað varð um SAMBANDIÐ?

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2007 kl. 23:35

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Bertha er algjör hetja!

Hef smá móral að vera að afhjúpa svona spádómaleyndarmál ... en maður á að deila hlutunum ekki nískast með þá! Ég hef aldrei séð eins mikið af útskýringum á því hvað spil tákna saman fyrr. Þarna eru öll 52 spilin notuð og lesið úr þeim öllum. Þetta hefði eiginlega átt að koma út í lítilli bók!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.7.2007 kl. 23:38

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Jenný, nú spretta upp fjölmargar klárar spákonur með ekkert nema gott minni. Kannski slá þær öllum vonnabímídíum-unum við!!! hahahahaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.7.2007 kl. 23:39

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Djúsý fyrir dulúðar konur.

Þröstur Unnar, 17.7.2007 kl. 23:40

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, karlar hafa líka gaman af því að spá, það fer bara minna fyrir þeim. Maður skyldi aldrei festast í því að eitthvað sé stelpulegt og annað sé strákalegt, annars myndi ég aldrei horfa á fótbolta eða Formúlu, væri bara bleik blúnda ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.7.2007 kl. 23:45

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, bleik blúnda, ert það kannski samt inn við beinið eins og tækni þarna að neðan!?

FH-ingar verða semsagt Íslandsmeistarar, ekkert að marka Völvu vikunnar?

En annars þetta með slíkar eða Spákonurnar, þá hef ég nú grun um að einn bloggvinur vor hafi ýmsar skoðanir á þeim, enda ein ansi snjöll nefniolega móðir hans!

ER örugglega ekki alveg sammála þessari greiningu á spádómsgáfunni!

Væntanlega svo góður dagur framundan hjá frk. G.!?

Magnús Geir Guðmundsson, 18.7.2007 kl. 00:00

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mister Magnús af Akureyri. Eigi tel ég mig hafa reynt að greina spádómsgáfu íá nokkurn hátt. Orð mín áttu við manneskjur sem reyna eftir bestu getu að svíkja fé út úr saklausu fólki með því að þykjast hafa hæfileika. 

Já, það er örugglega góður dagur fram undan! Fæ meira að segja far í fyrramálið með Birki og Ástu. Þau eru ekki saman, en það hefur verið skrifuð bók um þau! Arggg, var að fatta þetta. Rosalega ætla ég að stríða þeim í fyrramálið.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.7.2007 kl. 00:11

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Juminn..þetta er örugglega eins bók og amma átti...við sátum stundum og spáðum og veistu að það koma allt fram...við höfum enga hæfileika. Bókin bara sagði okkur allt!!!! Dökkhærður með blá augu í fjallasal fyrir vestan var minn spádómur...og það vita allir framhaldið..ha?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 14:29

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta hefur örugglega verið svipuð bók ... en ekki sú sama því að augnlitur kemur hvergi fram í henni, í raun ekkert sem tengist útliti, bara innræti.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.7.2007 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 648
  • Frá upphafi: 1506001

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 525
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband