Ástarsaga að morgni og upprisa hunds a la EHÁ

Ásta og Birkir í framtíðinniFékk far í bæinn með Birki og Ástu ... jú, einmitt, sögupersónunum úr unglingabókinni þarna ... Það var svo gaman hjá okkur á leiðinni að Birkir bíleigandi móðgaðist ekkert alvarlega þótt Yaris-dolla þyti fram úr drossíunni hans. Bylgjan var á og  í einkabíl er hún ekki jafnbráðaofnæmisvekjandi og í strætó. Við meira að segja skellihlógum að fyndni útvarpsfólksins. "Hvað er hraðfiskibátur?" "Hmmm, er það ekki bátur sem veiðir tilbúna fiskrétti?"

Æ, ég er svo veik fyrir aulabröndurum ...

Birkir ók mér upp að dyrum í vinnunni, þessi elska. Vel þegið svona einu sinni að þurfa ekki að klöngrast, ég meina svífa léttilega, upp brekkuna. Svo bara datt ég ofan í VINNU strax upp úr hálfátta í stað þess að byrja á því að blogga ... vildi koma tveimur greinum sem ég vann í gær í prófarkalestur sem allra fyrst. Bjóst hálfpartinn við því að sjá starfsmenn DV húka við dyrnar, svona miðað við fréttir morgunsins en við erum að sameinast þeim. Ef þannig færi að nafn okkar breyttist í DV get ég loksins farið að nota gömlu pappírspressuna mína sem á stendur: Guðríður - DV. Indæll maður hjá Álfasteini vildi endilega gefa mér slíkan stein/pressu fyrir 20 árum þegar ég vann hjá DV. Fer ekki lífið í hringi?

Elías Halldór Ágústsson samdi nýja trúarjátningu og birti á Moggabloggi sínu í gær. Ég stal henni miskunnarlaust ... maðurinn er snillingur:

„Ég trúi á Lúkas, hans einkahund, Drottinn vorn, sem mærður var af Barnalandsmömmum, píndur á dögum Moggabloggsins, sparkaður, dáinn og urðaður, steig niður til heljar, reis á þriðju viku upp frá dauðum, situr ofan Akureyrar og mun þaðan koma að dæma plebba og fávita.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er fyndið Gurrí með þessa nýju trúarjátningu.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.7.2007 kl. 11:06

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Æ, æ, ég sem elska dýr, blandaði mér samt ekki í Lúkasarumræðuna, þetta er bara fyndið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.7.2007 kl. 11:47

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahahahahaha skessuhlátur í tveimur  liðum.

1. Trúarjátning Elíasar bara brilljant

2. Hraðfiskbáturinn brilljant líka, er sökker fyrir aulahúmor.

Bíddu sameinast DV? Verður þér þá ekki bannað að vera á Moggabloggi? OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2007 kl. 12:28

4 Smámynd: Gunna-Polly

snilldar trúarjátning

ég vann nú á skiptiboði DV 1 ár með Eddu og  co

Gunna-Polly, 18.7.2007 kl. 12:44

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Æjá, eitt enn sem hraðfiskibáturinn minnir á, ég var nefnilega alltaf að reyna að finna út hjá mömmu hvaða bátar færu á plokkfiskveiðar, þegar ég var lítil. Maður heyrði um báta á síldveiðum (já, ég er svo gömul) og þorskveiðum og alls konar veiðum en aldrei á plokkfiskveiðum og mér fannst (og finnst) plokkfiskur svo rosalega góður. Hef ábyggilega verið skíthrædd um að plokkfiskurinn í landinu kláraðist, fyrst enginn var að veiða hann, en mömmu fannst þessi aulabrandari bara ekkert fyndinn. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.7.2007 kl. 13:01

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú er snilla gullið mitt. Kveðja að norðan. Hraðumslagapóstkveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2007 kl. 13:01

7 identicon

Þessi trúarjátning er snilld! 

Ég verð að kíkja inn á þennan unga snilling (er hann ekki annars ungur???) 

Díta (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 13:07

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þessi trúarjátning á skilið að verða lærð utan að og hana nú

Gunna-Pollý; og Guðlaugu...? ég var á smáauglýsingadeildinni.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.7.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 192
  • Sl. sólarhring: 399
  • Sl. viku: 2070
  • Frá upphafi: 1455462

Annað

  • Innlit í dag: 164
  • Innlit sl. viku: 1690
  • Gestir í dag: 160
  • IP-tölur í dag: 157

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Útlitið í Mjódd í dag
  • Elsku Geiri frændi
  • Jysk

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband