18.7.2007 | 19:43
Afmælisgjafir, bold-skýrsla og viðhald í himnaríki
Þar kom að því, nú er loksins komið viðhald í himnaríki. Hann er ljós yfirlitum, þögull, interísant, umlykjandi og með einn fótinn styttri en hina. Inga vinkona skutlaði mér með hann upp á Skaga. Ég á engin verkfæri af viti til að lengja stuttu löppina, bara skrúfjárn, hamar og töng finnst í himnaríki. Jamm, þetta er Lazyboy-stóllinn langþráði, lítill, drapplitur og bara ágætur, en vantar skrúflykil til að laga löppina. Inga kemur með hann í næstu heimsókn.
Fékk löngun í svona stól þegar ég sá stólinn hennar Nönnu Rögnvaldar í Þorláksmessuboðinu síðast. Ég hélt áður að allir leisíbojar væru algjörar hlussur og tækju álíka pláss og flyglar.
Ég held ég elski hann Magnús, Akureyring, vin og bloggvin. Hann sendi mér í pósti Rick Wakeman-plötuna um Arthúr konung, þessa sem ég hef leitað að undanfarið en ekki fundið ... og ekki bara hana, heldur líka gömlu uppáhaldsmyndina mína síðan ég var lítil; Sound of Music. Snemmbúin afmælisgjöf, segir hann. Ég var ekki næstum því búin að tilkynna á blogginu að ég ætti allt og þyrfti engar afmælisgjafir, heppin. Hann hefur eflaust frétt af tertunni 2001 ...
Ridge á ansi bágt núna. Taylor, konan hans, kyssti nefnilega slökkviliðsmanninn eftir að hafa hringt í Ridge og Brooke svaraði í símann og sagði: I love you too. Hélt að þetta væri Ridge. Nick hamast í Bridget og segir að þau geti víst verið hamingjusöm saman þótt hann elski mömmu hennar. Bridget segir: Þú elskaðir mömmu á undan mér og ég get ekki keppt við það, þú elskar hana meira en mig. Stefanía ætlar að hugsa um Bridget og barnið og rífst nú við Brooke sem fer síðan beint og klagar í fyrrum eiginmann sinn, Eric, pabba Bridget, sem er líka fyrrverandi maður Stefaníu, mömmu Ridge, fyrrum hönks þáttarins áður en Nick tók við hlutverkinu. Eric segir Brooke að hann sé löglega skilinn við Stefaníu og hún megi fara til fjandans. Þátturinn endaði á því að Bridget sagði Nick upp!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 25
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 659
- Frá upphafi: 1506012
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 533
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Er í kasti, stækkaði tertuna og var töluverða stund að átta mig á árásunum á hina efnaminni (og nísku) Hahahahahaha!
Til hamó með stólinn.
Bold?? Ég segi ekki orð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2007 kl. 19:57
Hvoru megin heldurðu að hún hafi byrjað að skera tertuna, jennsla?
Ég held fátækra megin.
Þröstur Unnar, 18.7.2007 kl. 20:18
Rétt hjá Þresti, ég færði sjálfri mér engar gjafir og varð að ráðast í fátæklinga- og nískuhlutann!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.7.2007 kl. 20:22
Já, vegir Boldsins eru órannsakanlegir, það er víst satt og rétt
Vilborg Valgarðsdóttir, 18.7.2007 kl. 21:18
Kíkirðu aldrei á Boldið fram í tímann? ég geri það af og til og horfi svon næstum aldrei á það.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2007 kl. 22:04
hahahahaha Flott terta
Hrönn Sigurðardóttir, 18.7.2007 kl. 22:22
Ég veit ekki hvar ég væri ef ég fengi ekki reglulega uppdeit á boldinu hjá þér.
Steingerður Steinarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:38
LazyBoy: the sign of a home where the man makes the desicions.
En þessi er nú frekar kvenlegur af svona sjónvarpsletistól að vera.
Ég man einmitt eftir þessari tertu. Ætli það hafi ekki verið í þetta skipti sem ég gaf þér Chippendales-matreiðslubókina? (Sem ég er líklega ekki enn búin að skila eftir að ég fékk hana lánaða í fyrra - eins gott að muna eftir að finna hana fyrir afmælið núna, annars fæ ég örugglega á mig einhverjar blammeringar á tertunni.)
Nanna Rögnvaldardóttir, 18.7.2007 kl. 23:03
Hehhe, Nanna, myndi aldrei blammera þig á tertu! Þetta bold ... djísús, hef breyst í slefandi vanvita þegar það hefur rúllað síðustu dagana, vissi að ekkert myndi gerast. Það er nóg að horfa vikulega. Það munaði samt litlu að ég missti af því að Taylor kyssti þennan slökkviliðsmann, frétti fyrst af því þegar hún játaði fyrir manni sínum ... kíkti einu sinni fram í tímann í boldinu og sá að Taylor og Nick voru byrjuð að vera saman, þá hló ég svo mikið ... jamm. Fann enga almennilega mynd af leisíbojsanum mínum á gúgglinu, bara af svona stórum flyglum. Held að minn sé eins og Nönnu, dömulegur en drapplitur ... arggg, verð að fara að prjóna/hekla litskrúðugt teppi til að hafa við hann, dregur úr leiðindunum af dröppun.
P.s. Hef þurft að innskrá mig nokkrum sinnum til að geta sett þetta komment á eigin síðu, hvað þá að kommenta hjá öðrum. Rosalega skal ég vera dugleg að blogga á bloggsíðum annarra um helgina ... passið ykkur bara!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.7.2007 kl. 23:23
haha snildar terta. Má ég fá hugmyndina lánaða??
Ólöf Anna , 18.7.2007 kl. 23:44
Held það fari betur um þig í lasyboy en þessum sem myndin er af, en helv. eru þeir kúl. Og staðfesti hér með að terturnar (og áletranirnar) í afmælinu þínu eru snilld.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.7.2007 kl. 23:50
Eins gott að klikka ekki á gjöfinn í þetta skiptið
Elín Arnar, 19.7.2007 kl. 00:05
Við eru eins með boldið gurrí min þetta er orði grín en samt er maður að glápa á þetta
Kristín Katla Árnadóttir, 19.7.2007 kl. 02:08
Ójá, Ólöf Anna, þú mátt sko fá hana lánaða. Nú þarf ég að upphugsa nýja áletrun, (hringja í Halldór frænda) það styttist óðum í ammlið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.7.2007 kl. 07:58
Klikkuð terta .... Eins gott að koma með gjöf ef járnfuglinn klikkar ekki ........
www.zordis.com, 19.7.2007 kl. 09:15
Þakka fallegan hug fyrir ekki meira fröken G!
Vona að ég sé verðugur slíkrar upphefðar!
Vona samt að þetta verði nú bara "lognið á undan storminum"! Hvernig væri til dæmis að nokkri þinna 7233 aðdáenda skytu saman í eina almennilega tölvu handa þér!? Væri búin að henda þessari "leiðindadræsu" þinni ef ég ætti hana!
Tillagan hér með lögð fram til ályktunar!
Magnús Geir Guðmundsson, 19.7.2007 kl. 15:34
Tölvan er í fínu lagi ... þyrfti bara að læra að uppfæra, henda og laga til í henni, þá myndi hún fúnkera vel.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.7.2007 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.