Kynslóðabilið

Unga blaðakonanÞar sem við vinnum mörg saman í opnu rými heyrist allt sem sagt er nema fólk lækki sig um nokkur desibil ... sem er yfirleitt gert til að halda vinnufriðinn. Einhverra hluta vegna kom nafnið Jón Múli upp í vinnunni í gær. Ung blaðakona spurði í sakleysi sínu hvort þessi Jón tengdist kannski Múlakaffi. Þetta fannst fólki fyndið.

John, Jackie og börninÉg man vel eftir Jóni Múla í morgunútvarpinu og ýmsu öðru auðvitað, t.d. þegar breytt var yfir í hægri umferð 1968. Ein fyrsta minningin var þegar ég var fimm ára og mátti ekki tala því að verið var að segja frá því í útvarpinu að John F. Kennedy hafði verið myrtur ... Man meira að segja hvar útvarpið, stóra mublan, var staðsett og hvar ég stóð á meðan foreldrar mínir sátu límdir við tækið. Ja, hérna hvað tímarnir hafa breyst. Þetta sannfærði mig enn frekar um að best sé að hafa góða aldursblöndu á vinnustöðum þar sem þekkingar og reynslu er þörf. Held nefnilega að blaðakonan unga viti heilmargt sem mun meiri reynsluboltar en hún hafa ekki hugmynd um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég var rúmlega ársgömul og fór að hágrenja þegar sú frétt var lesin. Mamma vissi ekki afhverju, líklega hefur það verið tónninn í þulinum sem hræddi mig svona.

Ragnheiður , 19.7.2007 kl. 16:10

2 Smámynd: Ólöf Anna

Sammála Gurrí. Stundum þarf eggið bara að kenna hænunni. Hænan veit ekki allt, þótt hún haldi það.

Ólöf Anna , 19.7.2007 kl. 16:16

3 identicon

Ææ, var litla folaldið hrætt við útvarpsmanninn?

Maja Solla (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 16:16

4 Smámynd: Ragnheiður

svona líka..ég hef síðan haldið upp á þá báða, Jón Múla og JFK

Ragnheiður , 19.7.2007 kl. 16:36

5 identicon

Unga blaðakonan getur kannski sagt okkur hvað varð um Jackie og börnin.

Eiríkur Fjalar (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 16:55

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég man þetta líka ég var að koma heim út skólanum og mamma og pabbi voru að hlusta á fréttirnar í útvarpinu ég man að ég fór að gráta.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.7.2007 kl. 17:11

7 Smámynd: www.zordis.com

Jón Múli, alveg frábær röddin hans ...

www.zordis.com, 19.7.2007 kl. 17:47

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það sem ég vil vita er hvort Eiríkur Fjalar heitir Eiríkur Fjalar eða eitthvað allt annað.

Jón í Múlakaffi hljómar bara ekkert ósennilega.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.7.2007 kl. 17:48

9 Smámynd: Kolgrima

Þetta er bara fyndið!

Kolgrima, 19.7.2007 kl. 18:12

10 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Í Manitoba fyrir nokkrum árum lét ég nemendur mína leika leikinn þar sem þeir eru frægar persónur. Maður skrifar nafn þeirra á miða og festir á bakið á viðkomandi og þannig sjá allir hver þeir eru nema þeir sjálfir. Síðan eiga þeir að spyrja hina spurninga og reyna að komast að því hver þeir séu. Þetta var gott til að æfa íslenskuna. Að lokum var ein stelpan eftir. Hún hafði ekki hugmynd um hver hún væri. Hún var Lenin. VIð fórum að hjálpa henni, m.a. með því að láta hana byrja á því að finna út frá hvaða landi hún væri. Eitthvert okkar sagði henni að þetta land hefði verið annar virki aðilinn í kalda stríðinu, á móti Bandaríkjunum. Þá svaraði hún: Hvað haldiði að ég viti hverjir tóku þátt í kalda stríðinu! Samkvæmt mínum útreikningum var hún sirka tólf ára þegar kalda stríðinu lauk. Hélt að krakkar á þeim aldrei gerðu sér grein fyrir slíkum tíðindum. Þetta var mér mikið sjokk.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 19.7.2007 kl. 19:54

11 Smámynd: Hugarfluga

Ahhh Jón Múli og Pétur Pétursson ... dásemlegar og heimilislegar raddir, sem yljuðu manni um hjartarætur.

Hugarfluga, 19.7.2007 kl. 21:19

12 Smámynd: mongoqueen

Jón Múli ....yndislegur maður, ég afgreiddi hann oft þar sem ég vann. Svo frábær karakter og með frábæra rödd.

mongoqueen, 19.7.2007 kl. 21:22

13 Smámynd: Elín Arnar

Þú ert svo dugleg að finna flottar myndir við færslurnar þínar. Ægilega fínt

Elín Arnar, 19.7.2007 kl. 22:37

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er nú skilda okkar að kenna unga fólkinu, annars veit það ekkert.  knús til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 23:05

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæl og blessuð mín kæra Guð. í Himnaríki.

Það er eiginlega rannsóknarefni hvers vegna ég er sífellt að villast inn á síðuna þína. Ertu með einhvern magískan segul sem virkar svona? 

Annars er ég sammála þér varðandi "kosti" opinna rýma (lasi ókosti milli línanna). Man líka nákvæmlega hvar ég stóð á ganginum fyrir frama eldhúsið heima þegar frænka mín hringdi og sagði fréttirnar af um Kennedy. Öll erum við reynsluboltar mín kæra, hver á sínu sviði.

Mínar bestu kveðjur þar sem ég er grasekkjumaður í kofanum mínum rétt fyrir sunnan Kjöl, um 15 km fyrir norðan Fell, ef þú veist hvar sá sveitabær er.

Takk fyrir öll skrifin, þau virka sem segull á suma...

Ágúst H Bjarnason, 20.7.2007 kl. 01:26

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm, man eftir hæ.umferðardeginum og laginu ógurlega "Fríða litla lipurtá".  Dansar þú jenka?  Man eftir Kennedy líka og að allir grétu.  Djö.. sem maður er gamall.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 01:44

17 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Smávegis til umhugsunar: Kristín fjallar um börnin í Manitoba. Erum við síungu börnin hér á Fróni bara miklu þroskaðri en börnin í Manitoba, og þess vegna börnin annars staðar? Hugsum við (og litlu börnin) öðru vísi vegna þess að við búum á sævi umlukinni eyju mitt í ólgandi úthafinu?

Ágúst H Bjarnason, 20.7.2007 kl. 02:39

18 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þið vinnið saman í opnu rými, hmmm. Einhvern veginn virðist sem munurinn á opnu rými og lokuðu rými sé ekki alveg á hreinu. A.m.k. ekki fyrir dómstólum ...

Hlynur Þór Magnússon, 20.7.2007 kl. 05:31

19 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hér eru líka súlur um allt herbergið ....

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.7.2007 kl. 07:55

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ágúst minn, ég er upp með mér að sá sem kemst næst því að vera kjarneðlisfræðingur af öllum sem ég þekki (sorrí, Elísabet) skuli nenna að lesa bullið í mér. Hef reynt að lauma lævíslega ýmsu vísindalegu inn á síðuna til að þú hrekjist ekki á brott ... heheheheh

Jenný, ég kann jenka!!! Jónína á neðri hæðinni átti plötuna um Fríðu lipurtá og hún, ásamt Rögnu dóttur sinni, kenndi okkur krökkunum jenka! Vá, var búin að gleyma þessu! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.7.2007 kl. 08:25

21 identicon

Um daginn var ég að afrita brot úr upptöku frá H-deginum fyrir þáttinn minn "Á sumarvegi". Ungi tæknimaðurinn sem var að vinna með mér vissi ekki að hér hefði einu sinni verið vinstri umferð. Hann kallaði á annan ungan tæknimann sem vissi það ekki heldur. Þeim fannst þetta frekar kúl. Í brotinu sem ég var að afrita kom fram að það tók hálftíma að færa öll umferðamerki í höfuðborginni  Nema hvað... sjálf gerði ég mig að athlægi í vor. Ég sit við glugga sem snýr að innganginum í Efstaleitið. Ég sá hóp af ungu og fallegu fólki ganga í hús í fylgd húsvarðar. Áður en ég vissi af skrapp út úr mér að nú væri sko sumarið komið fyrst blessaðir unglingarnir væru komnir til að slá blettinn og mála handrið. Á mér skall rokna hlátursgusa frá samstarfsfólki mínu. Þetta var nefnilega sumarafleysingafólkið á fréttastofunni  Á því augnabliki fannst mér ég frekar öldruð

Sigga (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1505937

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband