Morgunspælingar Ástu og sjálft Leyndarmálið ...

Hef ekki stigið upp í strætó síðan á mánudaginn, algjör tilviljun, bara fengið far með Birki og Ástu til skiptis. Býst þó við að taka strætó heim eftir vinnu.

Oj, þvílík skelfingar söngkonaÁsta henti í mig geisladiskamöppu í morgun og bað mig um að velja tónlist í bílinn. Á meðan ég valdi setti ég Rick Wakeman á, það vildi nú svo skemmtilega til að ég var með nýju plötuna frá Magnúsi í töskunni og er að hlusta á hana núna, en Ástu fannst þetta með eindæmum leiðinleg tónlist. Ekki hló ég hæðnislega að henni þegar ég sá Sixtís-plötu í möppunni, hvað þá einhvern hryllingsviðbjóð með músíkmorðingjanum Mariuh Carey eða George Michael-martröð (GM er flottur en ekki tónlistin hans). Nei, ég þagði kurteislega en hugsaði mitt. Ekki geta allir haft sama góða tónlistarsmekkinn en ég ræðst ekki á aðra. 

Flatey á SkjálfandaHeld að ég sé betur uppalin en allir sem ég þekki, kurteisari, geðþekkari, fallegri að innan sem utan ... hmmmm, já, ég er byrjuð að lesa The Secret í íslenskri þýðingu og þetta er málið. Kannski ekki að montrassgatast svona á fullu, það er nú meira í gríni, þótt ég sé reyndar Þingeyingur aftur í ættir (Flatey á Skjálfanda).

Mikið held ég að margir muni hafa gott af því að lesa þessa bók og tileinka sér eitthvað af boðskap hennar.  Það er aldrei of mikið af jákvæðni í lífinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

The Secret fór eins og eldur um sinu í heiminum í fyrra. Þetta er sjálfshjálparbók sem opinberar "leyndarmál" velgengninnar. Margt mjög gott í henni ... en ég er rétt að byrja á bókinni, hún var að koma út á íslensku. Það er líka til myndin The Secret. Þessi bók hefur víst breytt lífi margra fýlupúka, hef ég heyrt :)

Guðríður Haraldsdóttir, 20.7.2007 kl. 09:23

2 identicon

Já Gurrí mín hef saknað þín í strætó alla vikuna Bílstjórinn ungi spurði mig í morgun hvort þú værir komin í sumarfrí  hann saknar þín örugglega eins og ég hef engann til að spjalla við upp brekkuna en vonandi hittumst við eftir helgi. Eigðu góða helgi

Sigþóra (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 10:07

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er rétt hjá þér Gurrí það er aldrei og mikil jákvæðni í lífinu ég ætla að kaupa mér bókina .The secret. sem fyrst.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.7.2007 kl. 10:19

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Bókin hlýtur að koma á bókasöfn fljótlega, hún var að koma út á íslensku og mun án efa verða til í öllum bókabúðum. Salka gefur hana út. Ætla að klára hana um helgina.

Guðríður Haraldsdóttir, 20.7.2007 kl. 10:53

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gurrí ég er einmitt að "secreta" sjálfa mig til landsins fyrir 12. ágúst svo ég geti í eigin persónu fært þér afmælisgjöfina þína. Þori ekki að senda póstmanninn með hana þar sem hann hringir alltaf tvisvar og ég veit að það pirrar þig þegar þú ert að horfa á hafið.

Smjuts!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 11:23

6 identicon

Ég er nú ekki viss um að þú værir svona vel gerð að innan sem utan ef þú værir ekki Þingeyingur. Svo er þetta ekki að montrassgatast heldur bara að opinbera blákaldar staðreyndir um sjálfa þig fyrir þeim sem lesa bloggið þitt. Það er gott fyrir þá að vita hvernig þú ert og að þú ert svoleiðis því að þú ert Þingeyingur. Ég er nefnilega líka Þingeyingur og tel mig ekki þurfa að segja neitt meira um það. Skýrir sig sjálft.

Annar Þingeyingur (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 12:41

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Djö ... eru Þingeyingar alltaf hreinskilnir og sannsöglir, segi ekki annað!

Guðríður Haraldsdóttir, 20.7.2007 kl. 13:21

8 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Það er þetta með tónlistina, Gurrí mín -- hún verður að hafa eitthvvað framyfir kyrrðina sem hún rýfur!

Sigurður Hreiðar, 20.7.2007 kl. 13:51

9 identicon

Komment við síðustu færslu.. ég get ekki orða bundist ;) Voru amma og mamma að kenna þér að dansa Jenka? :D Af einhverjum ástæðum fæ ég þetta lag stundum á heilann (kannski í genunum?) og aldrei hefur mamma ljóstrað því upp að hún búi yfir þessari miklu kunnáttu! Ef hún væri ekki símasambandslaus á Hornströndum í augnablikinu myndi ég hringja strax og heimta danstíma! Kannski þú getir bara reddað þessu við tækifæri, ég skal gramsa í gömlu plötunum hennar ömmu næst þegar ég kem heim ;)

 p.s. úff hvað ég er sammála með Mariuh Carey... hvað er Ásta að spá? ;) 

Dagbjört (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 14:30

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hárrétt og heimspekilega mælt hjá Hr. Sigurði hér að ofan!

Og ég ætti að vita svolítið um það, hef lifað, starfað og hrærst í tónlist stóran hluta ævinnar!

EFast ekkert um þessa ágætu bók, en stundum þurfum við ekkert að sækja vatnið yfir lækinn, eða þannig, mæli t.d. með "Stattu með þér" eftir Gunnar Hrafn sálfræðing, mjög fín bók fyrir þá er finna til þunga í sálinni. Og Gurrí hinekkisístföguraðinnan, rifja hér upp vísuna góðu um "Þjóðflokkinn" góða!

Hvernig þekkist Þingeyingur?

Það er ekki þörf á leitum!

Hann veit ALLT sem ENGIN veitum,

upp á sína tíu fingur!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.7.2007 kl. 14:41

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tengdumst við ekki í Íslendingabók Gurrí mín gegnum Flatey á Skjálfanda?  Ég man ekki betur enda ég æðisleg og hef alltaf verið.  Djö.. viðbjóður þarna hún MC, fruuuuuuuuuuuuusssssssssss

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 15:54

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Og hún frussar aftur yfir flóann. Ekki skrítið þó sé orðið hálf rakt hérna upprá

Þröstur Unnar, 20.7.2007 kl. 17:43

13 Smámynd: Þröstur Unnar

uppfrá... hmmm

Þröstur Unnar, 20.7.2007 kl. 17:44

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú átt sama afmælisdag og amma mín! Hún var kjarnakona

 skýrir margt!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 231
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 1773
  • Frá upphafi: 1460706

Annað

  • Innlit í dag: 209
  • Innlit sl. viku: 1433
  • Gestir í dag: 201
  • IP-tölur í dag: 201

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband