Sósuskortur, spennusögur og nýr, undarlegur útlitsgalli

Zinger salatLoksins komst ég í strætó í dag. Hafði rúman hálftíma til umráða eftir lendingu í Mosó og hvað gera konur þá? Nú auðvitað fara þær í KFC og kaupa Zinger-salat ... mér finnst það svo gott. Gat þó ekki torgað nema helmingnum þar sem bara einhver hryllingssósa var til út á salatið, Honey Mustard-uppáhaldssósan búin. Svona gerir maður ekki þreyttri og svangri Skagakonu.

Vonaði að Tommi væri á vaktinni en ég er alveg komin út úr vaktaplönum strætóbílstjóranna eftir allt þetta rand á einkabílum undanfarið. Tommi keyrir líklega um helgina. Kom of seint heim til að geta horft á boldið á Stöð 2 plús ... en það gerist hvort eð er allt svo löturhægt þar, líklega nægir að horfa á fimmtudaginn næsta til að ná auðveldlega þræði margra daga. Ekki séns að ég nenni að horfa á þættina endurtekna eftir hádegi á morgun. Þá er nefnilega tímataka í Formúlunni! Hver lendir á ráspól? Spenna, spenna!

Fyrir einhverjum vikum kom út kiljan Þrír dagar í október. Hún er eftir Fritz nokkurn Jörgensson. Sagan fór svolítið hægt af stað þannig að ég sat ekki stöðugt við hana ... fyrr en líða fór á, þá negldi ég hana á tveimur kvöldum og ætlaði ekki að tíma að gera hlé til að fara að sofa. Steingerður mælti líka með henni sem hvatti mig til dáða. Þetta er splunkunýr spennusagnahöfundur sem lofar góðu.
Nú er ég að lesa svona Da Vinci bók um starfsmann Rannsóknarréttarins sem er í leynilegum erindagjörðum til að hafa upp á Predikaranum. Sjálfur Leonardo Da Vinci er persóna í bókinni. Með rigningunni kom eirðin og stefnan er að gera skurk í lestri um helgina.  

Handleggirnir á mérHvað mynduð þið segja ef ég opinberaði það hér og nú að ég þjáðist af stórfelldum útlitsgalla? Hægri höndin á mér (og handleggurinn) er nokkuð brún, á meðan sú vinstri er bara ljósbrún, eiginlega ljósdrapplituð.

Til að enginn taki eftir þessu væri t.d. snjallt að hafa aðra höndina á sífelldri hreyfingu en það gæti þó hrætt fólk. Hvernig getur svona gerst? Sólin skín vissulega meira á þá hægri þegar ég sit við tölvuna heima í sólskini en ég hélt ekki að væri hægt að verða brúnn í gegnum glerrúðu og ekki hef ég haft hægri handlegginn út um bílgluggann hjá Ástu eða Birki ... Allir sem ég þekki eru jafnbrúnir, hvað er eiginlega í gangi? Næstu sólböð verða framin í langerma bol öðrum megin og stutterma hinum megin. Hver veit nema það verði nýtt trend.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Honey Mustard er geggj sósa á rétt sallat. Þóttist sjá Tomma á vappi í Einarsbúð. Er það ekki matvöruverslun án Bónus-merkisins?

Má benda á Ferrari, þessa rauðu sem eru alltaf fyrstir, Kimi Räikkönen #1.

Leyfðu höndunum á ykkur bara að vera svona skjóttar. Það táknar víðsýni

Þröstur Unnar, 20.7.2007 kl. 21:52

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Einarsbúð er sko búðin mín! Kimi er kúl og ég held næstum því með honum ...

Höndunum á OKKUR? Ertu að segja að ég sé FEIT? Ég var enn í eintölu síðast þegar ég vissi.

Guðríður Haraldsdóttir, 20.7.2007 kl. 21:56

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Þið eruð tvö á myndinni, gáðu bara betur.

Súmí....stolið.

Þröstur Unnar, 20.7.2007 kl. 22:10

4 Smámynd: Ólöf Anna

Er að lesa núna "svo fögur bein" eftir Alice Sebold. Rosalega góð bók. Buinn að vera föst við hana í allt sumar

Ólöf Anna , 20.7.2007 kl. 22:10

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Í allt sumar? Vá, ég myndi sko missa þráðinn ef ég gæti ekki lokið bók á stuttum tíma. Mikið áttu gott að geta treint þér skemmtunina.

Æ, Þröstur minn, var bara að grínast, stal þessarri mynd af google og vonaði að allir héldu að þetta væru handleggir úr himnaríki, ég væri bara svona liðug. Þú ert bara allt of klár!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 20.7.2007 kl. 22:17

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Ég er löngu búinn að lesa svo fögur bein nú er ég að lesa alvega fábæra bók er að stelast í tölvuna í pásu.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.7.2007 kl. 22:33

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lesa sömu bókina í allt sumar??? OMG hvernig fer kona að því.  Ég tek bækur yfirleitt á einum degi eða tveimur, hef ekki eirð ef ég á hana liggjandi ólesna.  Kúsína góð í himnaríki, passaðu að flögra ekki of mikið með höndunum, þeir geta fests í loftljósum, dyrakörmum. andlitum og fleiri óþægilegum hlutum.  Mér fór að líða eins og manneskju um leið og veðrið "lagaðist".  Smjúts kúsa mín. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 22:52

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur æsújú jú þíf.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 22:53

9 Smámynd: Ólöf Anna

Þetta er sko strætó bók. S.s. ég les hana bara í strætó. Er svo gott að hafa heim til að hverfa í þegar maður er að bíða og á ferðinni. Er búinn að lesa svo fullt af bókum inn á milli heima.

Ólöf Anna , 20.7.2007 kl. 23:19

10 Smámynd: Kolgrima

Nú skil ég af hverju einhverjum datt í hug að setja aðeins eina ermi á flík  ég hef oft velt þessu fyrir mér!

Kolgrima, 20.7.2007 kl. 23:29

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þið eruð öll rugluð

Jóna Á. Gísladóttir, 20.7.2007 kl. 23:36

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Öll Jóna?

Þröstur Unnar, 21.7.2007 kl. 00:07

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Öll - já

Hrönn Sigurðardóttir, 21.7.2007 kl. 00:24

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég held þú hafir nóg af sósu, vinkona, og eg tel þig ekki hafa nokkurn einasta útlitsgalla. Né hinn innri, ef út í það farið. Fer vöffluveislan að nálgast, luv..............:=)lOVJÚALLTHETIME

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.7.2007 kl. 00:59

15 Smámynd: www.zordis.com

Já skemmtilega ruglud .... Zröstur er bara svo einstaklega athugull as taka eftir svona "smá" atridum

Ég man ekki einu sinni hvad bókin heitir sem er á náttbordinu hjá mér, hins vegar er blár litur í pennslinum sídan í gaer!  (zveginn) .... Helgarknús í Himnaríki .....

www.zordis.com, 21.7.2007 kl. 08:50

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Ert ættuð úr flóanum mínum,? ekki slæmt   nú er ég komin heim og er að klára mustið af bloggvinum, verð að leggja mig aftur og núna ætla ég að byrja á bókinn þinni, hlakka mikið til.  Útlitsgallar eru kúl, vekja eftirtekt. Stundum veit ég ekki hvort fólk er að glápa á mig af því ég sé svona rosalega falleg, eða af því ég er svona rosalega stór??    hú gifs a dam

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2007 kl. 14:42

17 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Gaman að svona vitleysu.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 21.7.2007 kl. 14:57

18 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 315
  • Sl. sólarhring: 405
  • Sl. viku: 2265
  • Frá upphafi: 1457018

Annað

  • Innlit í dag: 288
  • Innlit sl. viku: 1943
  • Gestir í dag: 280
  • IP-tölur í dag: 275

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband