Hvað gerir maður við óþekka tölvu?

TölvupirringurHundruðir bloggvina, alla vega Jenný, hafa fyllst höfnunartilfinningu síðustu daga/vikur vegna meintrar kommenta-„leti“ frúarinnar í himnaríki. Veit ekki hvað í ósköpunum gengur á en leti og áhugaleysi er það sannarlega ekki.

Getur maður ekki fengið bloggfrið ...Ég skrái mig inn á bloggið mitt en skráningin dettur orðið út við hverja einustu hreyfingu. Dæmi: Jenný bloggar kannski eitthvað ógurlega fyndið og mig langar að leggja orð í belg en sé að ég er dottin úr tengingu. Arg! Skrái mig aftur inn, skrifa eitthvað ódauðlegt og ýti á SENDA. Þá kemur upp villumelding sem segir að ég sé óskráð inn. Þá er ég orðin svo pirruð að ég arga innra með mér en sýni samt þroska og skrái mig inn á nýjan leik og ýti aftur á SENDA. Þá birtist kommentið. Svo ætla ég inn í stjórnborðið mitt í kjölfarið en er dottin út vegna þess AÐ ÉG ER EKKI SKRÁÐ INN ... Skrái mig þá inn og læt þetta eina komment duga það skiptið. Skil pirring þeirra sem blogga annars staðar og eiga erfitt með að kommenta hjá okkur Moggabloggurum. Ég hélt að ég væri í klíkunni þar sem ég er Moggabloggari!

Þetta gerist ekki í vinnutölvunni en þar hef ég engan tíma til að vera á blogginu. Skrifaði grátbólgið bréf til tæknimanna Moggabloggs áðan og bíð eftir svari frá þeim. Þeir björguðu mér einu sinni þegar ég gat ekki lengur sett inn myndir. Fjarstýrðu mér með að henda inn nýrri útgáfu af Firefox. Þá breyttist allt í tölvunni til hins betra á fleiri en einn veg. Getur verið að einhver sé að reyna að komast upp á milli mín og bloggvina minna?

P.s. Annars er ég að hugsa um að leggjast bara í leti inni í stofu í nýja Lazy Girl-stólinn minn með Harry Potter í annarri og latte í hinni. Held að það yrði hið fullkomna laugardagskvöld ... fyrst enginn hefur boðið mér á stefnumót! Það þyrfti reyndar að vera ansi stórvægilegt stefnumót til að toppa Potterinn og latteinn og Lazygörlinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Nú er bara spurning um að skrifa allt í Vördið fyrst og seifa,  svo engin meistaraverk glatist.

Hver þekkir ekki þetta leiðinda próblem?

Hvar fær maður Lazy girl?

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 21.7.2007 kl. 19:27

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Held að þetta sé vesen með java, þessir popup gluggar og fl.

Þröstur Unnar, 21.7.2007 kl. 19:33

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég skrifa allar færslur í word og set þær síðan inn á bloggið, það er ekki vandamálið, hef aldrei týnt færslu. Vandamálið er að ég dett alltaf út úr skráningu, verð n.k. utanbloggskona við hverja hreyfingu.

Lazy Girl færðu í Rúmfatalagernum á 19.900 krónur, kalla hann það vegna þess að hann er svo fyrirferðarlítill miðað við flesta svona stóla! Bestu kveðjur af Skaganum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.7.2007 kl. 19:34

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Og hvað gerir maður við java og solleis? Ég er frekar tölvuhölt manneskja og skil ekki alveg svona tölvumál!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.7.2007 kl. 19:35

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Allt myndakerfið mitt þar sem ég hef safnað hundrað og eitthvað dáemdarmyndum er algerlega kapút og ekki nokkur lifandi leið að koma myndum þaðan á bloggið mitt..buhuhuhu!!! Já og óþolandi þessir popp upp gluggar stöðugt..latte petter og lazy er sko málið á laugardagskveldi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.7.2007 kl. 19:42

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú jæja þér er þá fyrirgefið og ég afpanta tímann hjá sálanum.

Ég er að fríka út á "stack overflow at line: 0" það er að trufla mig í þessum skrifuðum orðum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2007 kl. 19:44

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Söfnum undirskriftalista til bloggheima og kvörtum. Þeir eiga auðveldlega að geta leiðbeint með þetta. Ég er ekki nógu tölvuklár + það að ég nenni því ekki eins og er að grúska í þessu.

Þröstur Unnar, 21.7.2007 kl. 19:49

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta line: 0 þykir mér alveg sérstaklega móðgandi. Eins og tölvan sé að segja þegar maður hefur skrifað margar línur af ódauðlegu meistaraverki að þetta sé svo ómerkilegt að það telji ekki einu sinni í línum

Jóna Á. Gísladóttir, 21.7.2007 kl. 19:49

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta kemur stundum fyrir Gurrí mín þetta með tölvuna.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.7.2007 kl. 20:42

10 Smámynd: Ásta Björk Solis

Hey viltu adda mer i bloggid thitt thad er alveg furdulegt en thu litur ad vera skild fraenku minni thu ert eftirmynd af henni.

Ásta Björk Solis, 21.7.2007 kl. 21:03

11 identicon

Heil og sæl, Guðríður og aðrir skrifarar !

Á einum, af fyrstu dögum Júlí mánaðar, þessa árs; burtsofnaði tölvan mín, til Guðs, og vildi ei þekkjast endurræsingu, né yfirhöfuð nokkra tæknilega hjálp.

Varð mér þá hugsað, til hins sæla Þorláks Þórhallssonar (1133 - 1193), byskups; frænda míns, hver sendi mér þá jartein (miraculum / kraftaverk), að mín maskína hrökk, allsendis óforvarandis í gang. Lofaði ég minn kæra frænda, í hugskoti mínu eins og skylt var og auðveldast.

Til nokkurrar forsorgunar þinnar vélar, að þá vil ég; kæra Guðríður, gefa þér þetta ráð, hvað ég hygg sannast og réttast. Að hyggja að, og geyma þann sæla dýrling, í hugskoti þínu.

Með beztu kveðjum, á Skipaskaga vestur / Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 21:06

12 Smámynd: Þröstur Unnar

What ? Hvað var þetta?

Þröstur Unnar, 21.7.2007 kl. 21:09

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehe anzi fornir sumir.....

Hrönn Sigurðardóttir, 21.7.2007 kl. 22:44

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sæll, Óskar Helgi! Einu sinni skrifaði ég grein í Vikuna um dýrlinga og fékk góða hjálp sr. Hjalta í Landakotsskóla. Hann gaf mér m.a. mjög skemmtilega bók um Þorlák biskup, frænda þinn ... og minn! Helga Sturludóttir, formóðir mín, og Þorlákur voru fjórmenningar. Það er bara nokkuð skylt ... hehehehehe! Sá aðra formóður, nokkuð yngri, með nafnið Björg Kráksdóttir. Gaman að kíkja á skyldmenni sín svona langt aftur í tímann!

Ég mun hugsa fallega til Þorláks og læt hann hressa upp á tæknimennina hjá Moggablogginu svo að þeir geti hjálpað mér. Tölvan er vissulega ekki biluð, hún er líklega ekki með réttan eða of gamlan hugbúnað.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.7.2007 kl. 22:45

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gaaaaargg... ég tók ekki eftir konunni á undirkjólnum með byssuna... Hún er frekar pisst.. hahaha

Jóna Á. Gísladóttir, 21.7.2007 kl. 22:45

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, hún er ansi fúl út í tölvuna sína, eins og fleiri!

Já, Óskar Helgi er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ætlaði að athuga hvort hann sé frændi minn en sá eini með þessu nafni í Íslendingabók er jafngamall okkur Madonnu! Eða næstum því bara krakki!  

Harry Potter lofar nokkuð góðu bara! Sit í leisístelpunni og þamba kaffi bara ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.7.2007 kl. 22:49

17 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Jeminn, hvað þú kannt að lifa lífinu Gurrí. Ættir að halda námskeið í því.

Er ekki Moggabloggið bara að sprengingu komið? Mér skilst að kerfið ráði ekki við alla þessa umferð....

Anyways, laugardagskveðjur úr einni letistelpu í aðra.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.7.2007 kl. 23:04

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyrðu mín kæra Anna.  Áður en þú ferð að ásaka mig um að henda þér út þá bið ég þig vinsamlegast að bjóða fram vináttuna mín kæra.  Við höfum aldrei verið bloggvinkonur, merkilegt nokk.

Burtséð frá því þá er ég búin að henda helling en er hætt því af því ég er orðin svo þroskuð.

Henda þér út my ass...

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 00:17

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

BTW ræðið endilega um mig hér í þessu kommentakerfi, alveg endilega bara. Svona án þess að ég sé viðstödd. Farin, bless, hurðarskellur, slamm, bamm, aular (eldrauðurreiðikall)

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 00:19

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er svo heppin að lenda sjaldan í upákomum á blogginu og þá aldrei alvarlegum, annars mundi ég klikkast, er svo óþolinmóð og vil hafa hlutina í lagi. Ég er með nýja tölvu (síðan í maí) svo það virkar nú flest hjá mér. 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 00:20

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

þarna kemur skýringin og dissinu.....

Heiða Þórðar, 22.7.2007 kl. 00:41

22 identicon

Heil og sæl, Guðríður og skrifarar; enn og aftur !

Jú, jú mikið rétt, ég er jafnaldri ykkar Madonnu, og er stoltur af; og við erum bara næstum því krakkar.

Ætla samt ekki að segja ''Gaaaaargg'' eins og hin ágæta Jóna finnur sig knúna til, að nokkru.

Með beztu kveðjum vestur / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 46
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 684
  • Frá upphafi: 1505975

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 551
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband