Potter lofar góðu ...

Harry-PotterÞrátt fyrir ýmsar truflanir frá mannfólki, köttum og sjónvarpi hefur mér tekist að ljúka við fyrstu 70 blaðsíðurnar í nýju Harry Potter- bókinni. Spennan hefst óvenjusnemma, bara allt í einu rosaleg læti áður en ég vissi af. Enginn merkilegur hefur látið lífið enn, segi ekki meira.

Nú er það bara hátterí og halda síðan áfram að lesa fram eftir nóttu. Vakna svo í Formúluna, alltaf nauðsynlegt að sjá hana frá upphafi. Ætli Hamilton geti verið með vegna slyssins í tímatökunum? Get lesið Potter í auglýsingahléum Formúlunnar. Stefni að því að klára bókina í nótt og á morgun. Var búin að gleyma því hvað það er auðvelt að lesa Potter á ensku, enda er þetta auðvitað barnabók ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Enginn merkilegur hefur látið lífið enn.... for crying out loud woman.. þetta eru barnabókmenntir. Dauði er big deal, jafnvel þó um flugu eða kakkalakka sé að ræða. Manstu ekki eftir Kalla litla kónguló. ITS A BIG DEAL MAN

Jóna Á. Gísladóttir, 22.7.2007 kl. 01:52

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ó, skjúsmí, mississss Jóna. Bókin hefur verið auglýst þannig vikum saman að þrír láti lífið (minnir mig) ... sumir halda meira að segja að Potterinn sjálfur deyi! Það getur samt ekki verið, þá hef ég lesið mörg hundruð síður til einskis!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.7.2007 kl. 01:58

3 Smámynd: Karl Tómasson

Bara Benz.

Karl Tómasson, 22.7.2007 kl. 02:01

4 Smámynd: www.zordis.com

Formúluhljód berast mér til eyrna .... Fjallid maenir á ízróttahetjurnar!  Best ad skella sér í fjörid.

www.zordis.com, 22.7.2007 kl. 11:50

5 Smámynd: kaptein ÍSLAND

mánakettinum finst asnalegt þegar fullorðið fólk er farið að lesa barnabækur

kaptein ÍSLAND, 22.7.2007 kl. 12:25

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég les margar skemmtilegar barnabækur á hverju ári, er svo heppin að þurfa að lesa vinnu minnar vegna. Potter-bækurnar á ensku kaupi ég hins vegar viljandi. Þær eru spennandi og skemmtilegar og höfða bæði til fullorðinna og barna. Vona að ég muni alltaf hafa gaman af barnabókum ... þeim góðu alla vega, sumar eru reyndar alveg skelfilega leiðinlegar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.7.2007 kl. 12:34

7 Smámynd: kaptein ÍSLAND

rosalega ertu barnaleg omg

kaptein ÍSLAND, 22.7.2007 kl. 12:42

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.7.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 56
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 694
  • Frá upphafi: 1505985

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 558
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband