Fyrirboðar og fótboltafár - sofið hjá Sigþóru

Nóa konfekt„Sigþóra, viltu koma og sofa hjá mér?“ spurði ég Sigþóru í morgun og notaði mest tælandi svefnherbergisrödd sem ég hef yfir að ráða. Þetta var ekki æsilegt símtal, eins og halda mætti, heldur saklaust boð eins strætófarþega til annars um að setjast við hlið hans. Sigþóra getur sofið standandi svo að ég vissi að hún gæti alveg eins sofið við hliðina mér í strætó eins og annars staðar. Við löbbum hvort eð er alltaf saman upp súkkulaðibrekkuna ...frá Vesturlandsveginum og upp brekkuna fram hjá Nóa Síríus. Ég hef aldrei freistast til að brjótast inn hjá NS en svakalega hefur það oft munað litlu (elskið þið ekki fylltu molana?) ... Sigþóra þáði boðið með þökkum og var verulega hlýr og góður sessunautur í morgunkuldanum. Ásta verður í fríi til mánaðamóta og ég mun hiklaust halda fram hjá henni með Sigþóru!  

Fannst frekar óhugnanlegt að ég spáði fyrir um úrslit ÍA-HK í gærkvöldi svo nákvæmlega að ekki skeikaði marki. Mig minnir að ég hafi sagt að leikurinn færi 5:1 eða 4:1, okkur í vil. Nú, við skoruðum fimm mörk, eitt var dæmt af og fjandvinurinn skoraði eitt. Getur ekki orðið nákvæmara.

Körlum rignirSkrýtið hvað ég lendi oft í þessu. Segi kannski þegar ég horfi til himins: „Nú fer örugglega að rigna bráðum ...“ og það fer að rigna. Lít oft á klukkuna og hugsa að strætó hljóti nú að fara að koma og ... hann kemur fljótlega! Sagði eftir skilnaðinn minn: „Það verður sko bið á því að ég gifti mig aftur!“ Og síðan eru liðin 25 ár! Nú hlýtur fólkið sem hló að mér á Skrúðgarðinum um fimmleytið í gær að skammast sín. Bara vegna þess að HK rústaði okkur í fyrsta leiknum í vor þá þóttu þessi úrslit sem ég spáði/vissi um BARA FYNDIN! Ég mun eflaust drekka frítt kaffi í Skrúðgarðinum á næstunni í boði kjánaprikanna. Minnti bílstjórann á þetta í morgun og hann sagði: „Já, alveg rétt!“ Hann var nefnilega staddur í Skrúðgarðinum íklæddur ÍA-bol. Skagamenn hafa unnið alla þá leiki sem hann hefur farið á í þessum bol, þannig að hann fer alltaf núorðið! Eins gott að hann var í fríi í gærkvöldi og komst á leikinn. Ég sat aftur á móti í vesturhluta himnaríkis og lét ekki sjá mig nær leiknum en á mbl.is því að andstæðingarnir skora alltaf þegar ég fer út á svalir að horfa. Hugsa að ég hafi verið eitthvað of nálægt þegar HK skoraði eina markið ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert 1000x nauðsynlegri inntaka fyrir daginn en danskarlinn hjá mér.  Ég elska að hlægja á morgnanna.  Bið að heilsa Sigþóru.  Ég ímynda mér að ég vildi vera með þér í liði ef ég hefði minnsta áhuga á boltaíþróttum.  En ég er til í að vera með þér í lífsliðinu.  Anytime

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2007 kl. 11:43

2 Smámynd: Rebbý

til lukku með þína menn - hafa gert betur en mínir meira að segja í síðasta leik
viltu spá fyrir mig að regninu sloti í Bretlandi áður en ég fer út ... ef svona klíkuskapur myndi nú virka

og jú Gurrý, þessir fylltu ná vel að bráðna í munni mans

Rebbý, 27.7.2007 kl. 13:42

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það mun hætta að rigna í Bretlandi - bíddu bara, Rebbý mín. Þetta mun rætast!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.7.2007 kl. 14:01

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Þú ert nú meiri konan. Sofandi hjá í strætó...og það annari konu

Brynja Hjaltadóttir, 27.7.2007 kl. 15:14

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Allt er hey í harðindum ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.7.2007 kl. 15:48

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Ekki er ég hissa þó þér gangi vel að spá fyrir um gengi ÍA, konan með galdrahornið í vikunni og les svo Harry Potter full áhuga :)

Góða helgi 

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.7.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 211
  • Sl. sólarhring: 334
  • Sl. viku: 903
  • Frá upphafi: 1505910

Annað

  • Innlit í dag: 170
  • Innlit sl. viku: 736
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 157

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband